Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2004, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2004, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 Fókus DV er að rembast við að vera tötí Leifur Björnsson vinnur í augnablikinu sem húsamálari og er því í málningargallanum alla daga. Þess á milli spilar hann á gít- ar en hann segir það í raun bara vera í hjáverkum en hann er í liljómsveit sem heitir Fokker. Hann hefur einnig spUað hér og þar og meöal annars hitað upp iyrir tónleika hjá Bubba. Þegar hann er ekki að mála er hann ætíð flottur til fara. „Síðast verslaði ég f París og hef undanfarið verslað mest þar. Svo hér heima fer ég aðallega í Levi’s búðina og Deres þeg- ar ég kaupi mér eitthvað. Ég á mér ekki neina sérstaka uppá- halds verslun heldur er ég meira að leita að stökum flíkum sem ég flla frekar en að vera að leita mér að ákveðnu merki,” segir Leifur þegar hann er spuröur aö því hver hans uppáhalds versl- un sé. „Mér finnst tískan í dag mjög kúl. Allt er leyfilegt og menn þurfa ekki að vera neitt fehnnir við að vera þeir sjálftr," segir Leifur og er feginn því að fm tískan sé að líða undir lok, loksins. „Mér finnst hallærislegt þegar fólk er að rembast við að vera eitt- hvað töff, annaðhvort er fólk töff eða ekki. Sjálfur lít ég á mig sem ekkert sérstakan töffara en mér finnst samt gaman að klæð- ast smart fötum." Leifur hefur rosalega gaman af að fara í búðir þegar hann á nóg af peningum en verslar samt ekkert oft. „Tek kannski þrjár syrpur á ári og versla þá mikiö í senn,“ segir hann. „Kringum tíu ára aldurinn var ég mikið í glys-rokkinu. Leður og sítt hár er sú tíska stendur upp úr varðandi sérstöðu og var þetta tíska sem ég hafði gaman af og hef reyndar erín. Það mætú segja að ég væri rokkari inn við beinið frekar en eitthvað annað.“ Flott týpa Leifur Björnsson segir galdurinn við að vera flottur til fara sé sá að leita eftir fllkum sem eru flottar ekki endilega einhver sérstök merki. Hálsmen úrMótor verð 490 kr. Skyrta Töffskyrta úr verslun- inni Mótor verð 7.990 kr. Áprentaður bolur Bolur úr versluninni Gall- erísautján verð 4.990 kr. Armband Leðurarmband fyrir töffara úr versluninni Mótor verð 2.490 kr. Gallabuxur Flottar gallabuxur f versluninni Park verð 11.990 kr. Skór Smart skór úr versluninni Next verð 7.490 kr. Að flestra mati er þessi Sony NW- MS70D spilari sá allra flottasti I dag. Þetta er minnsti MP3 spilarinn á mark- aðnum í dag sem er með skjá. I honum er innbyggt minni sem er 256 Mb. Mest er hægt að koma fyrirfimm klukkutímum af tónlist á minniskortum. honum er inn- byggð hleðslu- rafhlaða og hún endist 133 klukkustundir. Svo getur hann spilað MP3/WMA/WAV en flestir spilarar spila eingöngu MP3. Græjan þessi kostar 49.950 kr. Tækið Emilio Pucd er meðal fremstu merkja heims og hefur fengið nafnið „Prins áletrunar/' Demantur Saga fatahönnuðnarfyrir- tækisins Emilio Pucci mætti segja að hafi byrjað árið 1947 með ljósmynd af konu sem var klædd í hönnun Pucci. Pucci hef- ur verið þekktur sem „Prins áletrunar” síðastliðin 30 ár. Hann setti undirskrift sfna Emilio á alla hönnun sína frá fötum upp í teppi. Pucci hefur hlotið mörg verð- laun í gegnum tíðina en stærstu verðlaunin voru tískuhönnunar- verðlaun Ameríku árið 1990 sem dóttir hans Laudomia tók við fyrir hönd föður síns. Árið 2001 var fyrsta húsgagna lína hönnunar- fyrirtækisins Pucci afhjúp- uð og hefúr verið sýnd árlega síðan þá. En Pucci, í sam- starfi við hús- gagnahönnuð- inn Cappellini Christian Lacroix Franski hönnuðurinn Lacroix er meðal fremstu hönnuða hjá Pucci. Hér sést hann á tiskusýningu í Mílanó sem haldin var I febrúar markaði tímamót í sögu húsgagna. Emilio Pucci er sagður „maður, listamað- ur og draumur kvenna” í senn. Emilio Pucci er demantur í ítalskri hönnunarsögu. Það sem hann og hans fólk gerir er að halda lífi í upprunalegri hönnun sem er auðvitað mótuð af tímanum í hvert skipti. Emilio Pucci hönnunar-fyrir- tækið á verslanir víða um heim og hefur notið gríðar- legra vinsælda frá fyrst sást til hans. Versl anirnar er að finna í Bangkok, Flórens London, Mflanó, New York, Palm Beach og París svo einhverjir staðir séu nefndir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.