Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2004, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2004, Síða 25
DV Fókus FIMMTUDAGUR 18.MARS2004 25 Það er skemmtilegt að kíkja á hvað verslanir hafa upp á að bjóða þegar sumarið nálgast. Óneitanlega skemmti- legt viðmót sem viðskiptavinir fá þegar kíkt er í flestar verslanirnar. Skrautleg uppröðun og flottar gínur eru mjög mikilvægar og gleðja augað. Það er mikið um dýrð- ir þessa stundina í tískuverslunum landsins sem eru hver á fætur annarri að fyllast af flottum og heitum sumarfatn- aði í bland við það ldassíska sem alltaf gengur og við öll tii- efni. Þeir sem eru orðnir leiðir á fataskápnum sínum ættu ekki að láta segja sér það tvisvar að drífa sig í verslunargírinn heldur láta slag standa og af nógu er að taka á bæði kynin. Það er óneitanlega gaman að kfkja á það nýjasta í verslunum landsins. DV fór í leiðangur til þess að kíkja á hvað væri heitast í tískuheim inum. Nú á tímum er allt leyfilegt og öll tíska í gangi. „Used look" bland við nýjustu tískustrauma og glingur er mikilvægt fyrir bæði kynin. Fólk virðist vera óhrætt við að prófa sig áfram og er skemmtilegt að skoða mannlífið og sjá hvernig tískan í dag höfðar til allra. Bleiki liturinn er ríkjandi hjá kvenþjóðinni og hjá karlpeningnum er rauður í raun orðinn fastur í sessi. Skræpótt á upp á pallborðið og virðist hermannamunstrið ekkert vera að dala þó svo að lengi hafi notið við. Armbönd, glingur og fylgihlutir hafa verið að sækja í sig veðrið að und- anförnu og mætti segja að hápunktinum væri nú náð. Töskur Töskur úr þæföri ull úr versluninni Park verö 5.990 Flott sett Fallegt og veglegt nær- fatasett úr versluninni Olympiu. Toppur verö 9.200 Buxur verð 4.200 Palliettubolur gus bolur úr versluninni fíetro verð 8.900 Fallegt fyrir menn Úr úr versluninni Next verö 5.790 Blómafílingur Skyrta meö eilitl- um blómaflling úr verslunlnni Dressmann verð 2.990 Hermannamunstrið eilífa Strigaskór úr versluninni focus verð 8.990 Fallegt fyrir konur Úrúrversluninni Rhodium verð 11.200 Alvöru skór Timberland skórúr versluninni Timberland verð 9.990 Núna þegar sumarið er að ein- hverju leyti farið að stimpla sig inn virðast vel flestar verslanir orðnar yfirfullar af bleiku. í það minnsta á það við dömu- verslanirnar. Bleiki liturinn virðist alltaf ná að standa upp úr þegar hlýnar í lofti. Kannski ekki að furða þar sem hann klæðir flesta og allan aldur. SkVÍSUmyndavál Þessi netta Sony myndavél er án efa sú flottasta og minnsta á markaðnum. Hún kemst flott í töskuna fyrir djammið og eru gæðin mjög góð svo lengi sem Tíslcan kl. 12 á hádegi maður er ekki mikið að eiga við myndirnar. Gæð- in haldast vel þeg- ar myndirnar eru fluttar í tölvutæku formi. Ekki verra að vera með flotta og skvísulega myndavél ef maður á annað borð ætlar að taka myndir. POIÍCB line do not cposs Beltin sem eru að gera yngri kynslóðina vitlausa eru belti með áletrun og þá sérstaklega þetta gula belti sem ber áíetr- unina „Police line do not cross." Fást þessi belti í versl- uninni Mótor og er óhætt að segja að mikið sé um glingrið í þeirri verslun. Að sögn slefa ungu krakkarnir þegar þau sjá þetta tiltekna belti, enda mjög ílott og án efa öðruvísi en fólk á að venjast. Leðurarmbðnd á siglingu Eins eru leðurarmbönd mjög vinsæl um þessar mundir og er hægt að fá þau í öllum stærð- um og gerðum. Strákar og karl- menn eru alltaf að þora meira og eru vel flestir ungir strákar með eitt slíkt um úlnliðinn. Hægt er að fá þessi armbönd í mörgum litum og með alls kyns dúllerí á. Enginn strákur ætti að láta þessa leðurarm- bandatísku framhjá sér fara. * J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.