Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Side 2
2 MÁNUDAGUR 22. MARS 2004
Fyrst og fremst DV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson
Ritstjórar:
lllugi Jökulsson
MikaelTorfason
Fréttastjóran
ReynirTraustason
Kristinn Hrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot: 550 5090
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Hvað veist þú um
Gibson
1 Hvar og hvenær fæddist
Gibson?
2 í hvaða bíómynd vakti
hann fyrst athygli?
3 Hvað heitir persónan
sem Gibson lék í Lethal
Weapon-myndunum?
4 Fyrir hvað voru einu ósk-
arsverðlaun hans til þessa?
5 Sem kornungur leikari fór
hann með hlutverk Rómeós
á sviði í Ástralíu. Hver lék
Júlíu?
Svör neðst á síðunni.
Svör neðst á síðunni
Skilaboð Gibsons
í skoska blaðinu Scotsman
skrifar George Kerevan um
Passíusálm Mels Gib-
son og segir um kvik-
myndina: „[Hlín]
sniðgengur alveg
blygðunarlaust þær
ráðleggingar sem
hinn frægi
Hollywood-framleiðandi
Samuel Goldwyn gaf kvik-
myndagerðarmönnum á
sfnum túna: Ef þií vilt senda
skilaboð, notaðu þá sfrn-
skeyti. Með öðrum orðum,
ekki blanda saman áróðri
og kvikmyndum. En það er
einmitt það sem Mel Gib-
son gerir í myndinni The
Passion.
Því Gibson er ákafur stuðn-
ingsmaður bókstafstrúaðra
kaþólikka, minnihlutahóps
sem þó sækir í sig veðrið
um þessar mundir. Hópur-
inn hafnar þeim endurbdt- 3
um sem Annað Vatíkans- £
þingið stóð fyrir á árunum -o
1964-1965 og fólust m.a. í -
að messan á latínu var lögð
á hilluna. The Passion er
ekkert annað en allt að því œ
flokkspóiitfskur áróður fyr- s
ir þessa hreyfingu og álíka «,
gróft fram settur og þegar "
Gibson rak áróður fyrir e
flokk skoskra þjóðernis- ™
sinna með myndinni
Braveheart." «■
Steingrímur
Málið
Þá er komið að Steingrimi J.
Sigfússyni i hinni vinsælu um
fjöllun okkar um hvaö
þýða nöfn hinna
helstu stjórnmálaieið-
toga okkar.„Stein" skýrir sig
sjálft svo algengt forskeyti sem
það er í norrænum málum og
eftirsóknarvert að kenna allt
möguiegtvið grjóthart grjótið.
„Grímur" er einfaldlega sama
orðið og„gríma" sem I fornum
norrænum málum þýddi
reyndar ekki aðeins venjulega
grlmu eða andlitshulu afein-
hverju tagi, t.d. hjátm, hetdur
líka óhreinindi ýmiss konar, s.s.
slý eða slím á vatni. Loks segir
Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal að
Grlmur sé heiti á Óðniyfirguði
en merki ennfremur slöngu,
geithafur og dverg.
Svörvið spurningum:
1. Bandaríkjunum 1956; fluttisttil Ástralíu
á 12. ári - 2. Mad Max - 3. Martin Riggs -
4. Fyrir leikstjórn Braveheart - 5. Judy
Davis.
Bragð er að
Aársafmæli upphafsins á stríði Banda-
ríkjamanna og Breta við írak dugði
að sjálfsögðu ekki minna en að
Morgunblaðið skrifaði Reykjavíkurbréf um
málið. Og er óhætt að segja að þar kveði við
nokkuð nýjan tón hjá blaðinu.
Morgunblaðið hefur hingað til reynt af al-
efli að fylgja „línunni" að vestan í öllu sem
snertir framgang mála í írak. Meðan hróp-
að var í Washington og London um gereyð-
ingarvopn Iraka þá hrdpaði Morgunblaðið
líka um gereyðingarvopnin sem Saddam
Hussein átti að hafa undir höndum og eng-
inn efi fékk að komast þar að. Þegar hinn
vandræðalegi sannleikur rann upp að í Irak
hefðu ekki verið nein gereyðingarvopn og
Bush&Blair sneru við blaðinu og héldu þvf
fram að það skipti litlu máli, því meginat-
riðið hefði alltaf verið að koma Saddam
Hussein frá völdum, þá kinkaði Morgun-
blaðið kolli sem ákafast.
Eins og þeir Davíð og Halldór sem apað
hafa upp hverja stefnuvendinguna af
annarri frá þeim Bush&Blair.
En í Reykjavíkurbréfinu í gær kom á dag-
inn að Morgunblaðið er orðið þreytt. Þreytt
á málflutningi sem öllu heiðarlegu fólki á
Vesturlöndum er löngu farið að blöskra.
Því það liggur svo berlega í augum uppi,
Snati minn, að allt Íraksstríðið og reyndar
öll framganga Bandaríkjanna síðustu árin,
hefur það markmið eitt að þjóna afar
þröngum hagsmunum afar lítillar valda-,
auð- og trúfíflastéttar í Bandaríkjunum.
Vitaskuld er orðbragð Morgunblaðsins
hógvært og ekki hægt að segja að blaðið
gagnrýni beinlínis Bandaríkjamenn, eða þá
sem þeim hafa fylgt í blindni. Þá myndi
það líka fljótt hitta sjálft sig fyrir. En tónn-
inn fer þó ekkert milli mála.
Nú er að vísu liðin fyrir alllöngu sú tíð að
Morgunblaðið sé sá „Thunderer" í íslensku
þjóðfélagi sem allir verði að leggja eyrun við
þegar þrumar. En Reykjavíkurbréfið segir
samt sína sögu: Að jafnvel dyggustu stuðn-
ingsmenn Bush&Blair á Islandi eru búnir að
fá nóg af því að apa eftir þeim vitleysuna. Og
bragð er að þegar barnið finnur.
Og þeim mun meira æpandi er sú þögn
sem enn ríkir hjá Halldóri Ásgrímssyni
utanríkisráðherra. Eða fleiprið í Davíð
Oddssyni sem enn heldur fast í stuðning-
inn við Bush&BIair.
Eins gott að hann verði ekki utanríkisráð-
herra.
Illugi Jökulsson
Vefritið Deiglan.com er einn af
þeim fáu sem þorir að horfast í augu
við þau miklu tímamót sem urðu í lið-
inni viku þegar spurningálið Mennta-
skólans í Reykjavík beið lægri hlut fyr-
ir liði Borgarholtsskóla í keppninni
Gettu betur í Sjónvarpinu. Sigurganga
MR-liðsins hefur verið svo langvinn að
sigur MR var orðin jafnárviss og koma
lóunnar og spóans.
Nú getur spurningakeppni fram-
haldsskólanema í sjónvarpi að sjálf-
sögðu ekki talist til „stórviðburða" í
samfélaginu í venjulegum skilningi en
keppnin, og einkum stöðugir sigrar
MR, eru þó þess konar hlutir sem í
þjóðarvitundinni öðlast ekki síðra
mikilvægi en ýmislegt sem „merki-
legra" verður að teljast. Og gott hjá
Borgari Þór Einarssyni skrifara á
Deiglunni að átta sig á því. Hann skrif-
ar m.a.:
“[Þjegar sigurganga MR hófst árið
1993 var Borgarholtsskóli ekki til og
Grafarvogur frumstætt samfélag í raun
... Þá var kreppa í íslensku samfélagi,
internetið var ekki til, tölvur á stangli,
engir gsm-símar en þó eitthvað um að
menn væru að rogast með 3 kílóa
NMT-síma um bæinn, hrópandi sig
hása við slæm móttöku- og sendingar-
skilyrði - en samt að þykjast vera fínir
menn.
Á þeim tíma sem síðan er liðinn
hefur spurningalið Menntaskólans
staðið af sér ótrúlegar breytingar á ís-
lensku samfélagi. Það hafði t.a.m. eng-
in áhrif á staðfestu liðsins og einbeitt-
an sigurvilja þegar samningurinn um
Evrópska efnahagssyæðið var lögfest-
ur hér á landi árið 1994. Sama má
segja um sölu ríkisbankanna og þá
miklu einkavæðingu sem riðið hefur
yfir samfélagið á þessum tíma.
Og MR-ingarnir stóðu einnig af sér
tilkomu Netsins í íslenskt samfélag,
gsm-væðingu ungu kynslóðarinnar og
nýtt form á geymslu og sýningu hreyfi-
mynda, svokallað DVD. MR-ingar
stóðu það meira að segja af sér að sjá
KR vinna loks titil árið 1994 og verða
síðar íslandsmeistara.
„Á meðan þjóðar-
skútan logaði
stafnanna á milli í
deilum um ör-
yrkjadóma, um
brottkast og mið-
lægan gagna-
grunn á heilbrigð-
issviði, héldu MR-
ingar sínu striki í
Gettu betur."
Fyrst og fremst
Þeir stóðu líka af sér áður óþekkta
uppsveiflu í íslensku efnahagslífl,
komust í gegnum hlutabréfaæðið og -
fallið án teljandi vandkvæðna og fóru í
raun varhluta af alþjóðavæðingunni.
Á meðan þjóðarskútan logaði stafn-
anna á milli í deilurn um öryrkjadóma,
um brottkast og miðlægan gagna-
grunn á heilbrigðissviði héldu MR-
ingar sínu striki í Gettu betur.
■ Sigurganga MR í þessari vinsælu
spurningakeppni hefur þannig verið
haldreipi á erfiðum og viðsjárverðum
tímum - fasti sem iiægt var að miða
alla áætlanagerð við, klettur í hafi
breytinga.
Sigur Borgarholtsskóla er hins
vegar tímanna tákn; hið nýja ryð-
ur burt því gamla. Fyrir flralds-
menn og MR-inga - en pistlahöf-
undur er hvort tveggja - getur ver-
ið erfltt að kyngja þessu, en ef
lítum blákalt á málið var sigur
Borgarh’oltsskóla á MR í gær
ekki einungis sanngjarn og
verðskuldaður, heldur í raun
nauðsynlegur fyrir íslenskt
samfélag í heild sinni.
MR-ingar verða víst, eins og aðrir
menn, að sætta sig við að líflð er hverf-
ult. Ósigur MR ... markar vissulega
endalok merks tímabils - end of an
era, eins og kaninn segir - og menn
verða einfaldlega að takast á
við það. En það sem kannski
gerir þessi tímamót enn erf-
iðari að kljást við er sú stað-
reynd, að árið 2004 virðist
ætfa að verða ár mikils
urnróts í íslensku sam-
félagi.
Sem kunnugt er
mun Davíð Oddsson
láta af embætti forsæt-
isráðherra í haust, en hann tók við því
embætti stuttu áður en sigurganga MR
í spurningakeppninni hófst ... Það er
auðvitað erfitt að takast á við þessar
breytingar, þetta umrót, sérstaklega
þegar allt virðist ætla að lenda á manni
á sama ti'ma."
Mogginn og peningarnir sem villtust
Stundum verður aðdáun okkar á Morgunblaðinu slfk að
við beinlínis kiknum í hnjáliðunum. Efdr að DV
flutti á föstudag fréttir af því að háttsettur lög-
reglumaður hjá flknó hefði stolið 900 þús. krón-
um úr vörslu löggunnar og lagt inn á prívatreikning
sinn gat Mogginn náttúrlega ekki annað en sagt frá
málinu. En hann gerði það af þvflíkri nærgætni
að við stöndum agndofa. f laugardags-Moggan-
um segir í fyrirsögn að „fjármunir fóm á reikning"
yfirmannsins og í fréttinni að „fjármunir ... römöu inn á
reikning í eigu lögreglumanns". Hér er sögnin „að rata“ að
vísu nomð í öfugri merkingu og þetta þýðir eiginlega
að peningamir hafi einhvem veginn „villst" í ógáti
inn á reikninginn. Og hið þriðja sinni segir í frétt-
inni að „peningar ... fóm inn á reikning lögreglu-
mannsins".
Atnningja lögreglumaðurinn! Þama situr hann
blásaklaus meðan hellingur af peningum beinlfnis
ryðst inn á reikninginn hans, að því er virðist án þess að
hann hafi hugmynd um...
6, hve lífið er
hverfult