Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Side 8
8 MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 Fréttir DV Kennarar með hórum Hópur sænskra kennara er í slæmum málum eftir að nemendur þeirra sýndu opinberlega myndband þar sem kennararnir sáust með vændiskonum. Krakkarnir voru á skólaferðalagi í Kenía og misbauð svo at- hæfí kennaranna að þeir ákváðu að elta þá með upptökuvél. Myndbandið sýnir kennarana á tali við hórurnar og hverfa síðan með þeim inn á hótel. Þeg- ar skólastjórinn vildi ekki gera neitt í málunum ákváðu nemendurnir að fara með myndbandið í fjölmiðana. Fær breskan passa Handalausi pilturinn, Ali Abbas, fær breskt ríkis fang innan tíðar. Ali, sem er 13 ára, missti báða handleggi þeg- ar Bandaríkjaher varpaði sprengju á heimili hans. For- eldrar Ali og þrettán ættingjar létust í sprengjuárásinni. Pilturinn hefur dvalið í London frá því síðasta sumar og dvelur hjá frænda sínum. AIi hefur fengið gervihandleggi og stundar skóla eins og aðrir unglingar. Sparkaði og hárreytti Rúmlega tvítug kona var dæmd í héraðsdómi Vest- fjarða til að greiða 20 þús- und króna sekt í ríkissjóð fyrir að sparka í sköflung 18 ára stúlku á dansgólfi skemmtistaðarins Sjaiians á ísafirði fyrir ári. Konan játaði að hafa sparkað í vinstri fót stúlkunnar og togað í hár hennar, þannig að hún marðist og bólgnaði upp. Konan var einnig dæmd til 40 þúsund króna sektar fyrir brot á hegning- arlögum síðar sömu nótt. Páll Heimir Einarsson guðfræðingur kynntist séra Baldri Gauti Baldurssyni á Net- inu og í gegnum SMS-skeyti. Páll kom upp um sóknarprestinn með því að þykjast vera 19 ára piltur. „Ég reyndi að ráða honum heilt,“ segir Páll sem trúði presti þjóðkirkjunnar fyrir athæfi séra Baldurs. GuðfræDingur leiddi séra Baldur í gildru Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur „Það liggur i sjálfu sér ekkert á nema kannski það að þeir sem að útgáfunni standa hafa verið í miklu hátíðar- skapi út af 100 ára afmæli mZog imiiLyjiy vilja koma bókinni út á afmælisárinu sjálfu," segir Guðni Th. Jó- hannesson sagnfræðingur en hann ritar kaflann um Bjarna Beneditksson í bók- inni Forsætisráðherrar Is- lands sem kemur út 15. sept- ember.„Hvað mig sjálfan varðar þá kemur Bjarni Benediktsson svo mikið við sögu í þvísem ég hefverið að rannsaka, landhelgismál- um eftirseinni heimsstyrjöld, að ég verð ekki í neinum vandræðum með að skrifa um hann á þessum tíma sem er til stefnu. Þar að auki tók ég eitt sinn saman mikið efni um Svein bróður hans og það kemur að gagni i þessum skrifum." „Hann var alltaf að biðja um unga stráka," seg- ir Páll Heimir Einarsson guðfræðingur og starfs- maður barna- og unglingageðdeildar Landspítal- ans, sem ginnti séra Baldur Gaut Baldursson, prest á Kirkjubæjarklaustri, í gildru við Laugar- dalslaugina. Páll Heimir kynntist séra Baldri í gegnum vin sinn á spjallsíðum Netsins þar sem séra Baldur notaði nafnið „Hjalti" á spjallsíðu fyr- ir samkynhneigða, þar sem hann sóttist eftir vin- fengi við unga stráka haustið 2002. „Vinur minn hafði samband við mig og sagðist hafa verið að spjalla við mann og vera kominn með símann hans, en væri orðinn svolítið leiður á honum því hann skildi ekki alveg hvað hann væri að fara, væri sífellt að tala um að hann langaði að hitta unga stráka. Þessi vinur minn var ekki ungur og ekki ég heldur," segir Páll Heimir. „Hjalti" hafði þá sagt Páli og félaga hans að hann væri fráskilinn sölumaður í Reykjavík og nýkominn út úr skápn- um. Vinirnir höfðu upphaflega áhuga á að spjalla við téðan Hjalta um sameiginlega reynslu þeirra allra; að koma út úr skápnum. í janúar 2003 var þá farið að gruna að Hjalti vildi ekki hitta aðra en unglinga. „Við skildum ekkert í því að hann var alltaf að hafa samband öðru hverju, en langaði samt ekk- ert að hitta okkur eða spjalla við okkur, nema bara að spyrja okkur hvort við þekktum einhverja. Þá sagðist vinur minn viss um að hann væri að ljúga til nafns,“ segir Páll Heimir. Hjalti var séra Baldur „Mig fór að gruna að þetta væri ekki alveg eins og hann sagði, hann var tvísaga. Þá datt okkur í hug að flnna út hvað hann héti. Ég fékk netfang annars félaga okkar og hafði samband við Hjalta undir þeim formerkjum að ég væri 19 ára piltur sem vildi hitta hann. Ég ætlaði að láta hann bíta á agnið og flnna út hvað hann héti. Svo þegar ég sá það fékk ég áfall." Páll Heimir stakk upp á því að þeir hittust við Laugardalslaugina næsta mánudag klukkan átta að kvöldi. Sagði Hjalti þá að ef hann myndi ekki finna hann í lauginni og færi upp úr á undan, þá væri hann á bláum jeppa af tilgreindri tegund. „Þetta kvöld fór ég auðvitað ekki ofan í laugina en leitaði að bláum jeppa af þessari tegund. Þetta var eini blái jeppinn af sömu tegund á planinu. Ég tók niður númerið og þá kom í ijós að bíllinn var skráður á sóknarprestinn á Kirkjubæjarklaustri." Páli Heimi brá mikið þegar í ljós kom að það „Ég veit að þú heitir ekki Hjalti. Þú heitir Baldur Gautur Baldursson... og ég heiti Páll og er guðfræðingur í Reykja- vík og mér fannst mjög óþægi- legt að komast að þessu" var presturinn á Kirkjubæjarklaustri sem sóttist eftir vinfengi við unga stráka. Hann byrjaði að tala um fyrir honum með smáskilaboð- um úr farsíma. „Ég tala þá við hann og segist vita hver hann sé. Ég segi: „Ég veit að þú heitir ekki Hjalti. Þú heitir Baldur Gautur Baldursson og ert giftur sóknarprest- inum á Kirkjubæjar- klaustri. Og ég heiti Páll og er guðfræðingur í Reykjavík og mér fannst mjög óþægi legt að komast að þessu."" Vildi 15 til 18 ára í apríl 2003 hafði séra Baldur samband á ný, þá ölv- aður á hótelherbergi í Reykja- vík. Innti hann Pál eftir því hvort hann þekkti unga pilta á aldrinum 15 til 18 ára sem hefðu áhuga á að hitta hann. Páll frá- bað sér allt slíkt og sagði séra Baldri að gera eitthvað í sínum málum, hann væri á villigötum. Séra Baldur svaraði með skæt- ingi. „Ég sagði við hann: „Ég er að reyna að ráða þér heilt með því að þú gerir eitthvað í þínum málum og áttir þig á því að þú ert á villigötum." Svo heyri ég ekkert meira frá hon- um. Það sem er að naga mig núna er þetta sem gerðist á Akranesi í maí skömmu eftir aö ég talaði við hann. Og ég er að pæla í því, hvað ég hefði getað gert. En það var ekkert hægt að gera,“ segir Páll Heimir. Séra Baldur hefúr nú játað kynmök við 15 ára dreng á Akranesi. Páll Heimir kveðst hafa rætt óformlega við prest í Reykjavík um það sem hann hafði orðið vísari um séra Baldur í febrúar 2003. Þá fannst honum hann vera maður í skápnum sem færi reglulega til Reykjavíkur til að hitta karlmenn og vonaði að presturinn myndi reyna að hjálpa hoöl- skyldu hans. jontrausti@dv.is Séra Baldur Á sama tima og hann var starfandi sóknar- presturá Kirkju- bæjar- klaustri, á meðan eigin- kona hansvari fæðingar- oriofi, leit- aði hann að 15til 18ára strákum á Netinu og gekk undir nafninu Hjaltr. Lögreglan rannsakar nauðgun á 15 ára dreng í janúar Barnaklámsmaður kom lögreglu á slóð séra Baldurs Lögreglan í Reykjavík rannsakar hver hafi nauðgað 15 ára gömlum dreng frá Akranesi í janúar. Dreng- urinn er sá sem séra Baldur Gautur Baldursson hefur viðurkennt að hafa átt kynmök við í tvígang á síð- asta ári. Drengurinn hefur verið í SMS-samskiptum við þrjá karl- menn sem hafa skipst á upplýsing- um á textavarpinu og er einn þeirra grunaður um að hafa nauðgað honum. Grunur beindist að Ágústi Magnússyni sem situr í varðhaldi vegna meintra kynferðisbrota gegn ungum drengjum.. Hann viður- kennir að hafa sent þessum dreng SMS-skilaboð en þverneitar að hafa hitt hann eða nokkru sinni talað við hann. „Ég kom ekki nálægt þessu máli, þetta er strákur sem ég hef aldrei á ævinni hitt,“ segir Agúst „Þegar ég heyrði þetta númer, þá kann- aðist égvið það því éghafðiséðþaðá textavarpinu" sem hefur játað önnur brot sín greiðlega fyrir dómi. Það vinnur gegn Ágústi að drengurinn benti á hann við sakbendingu. „Þegar ég heyrði að það væri verið að bendla mig við þetta mál, þá var ég kominn að því að gráta, því ég ætlaði ekki að trúa því að það ætti að dæma mig fyrir eitthvað sem ég hefði ekki gert,“ segir Ágúst við DV. Ágúst segir að lögreglan hafi vilj- að halda því að honum að hann ætti þetta mál. Drengurinn gaf upp númer við yfirheyrslur hjá mannin- um sem nauðgaði honum. „Þegar ég heyrði þetta númer, þá kannaðist ég við það því ég hafði séð það á texta- varpinu. Ég gat sagt lögreglunni að þessi maður væri sam- eða tvíkyn- hneigður og hefði verið að leita sér að einhverjum á textavarpinu en ég vissi ekki að hann væri í ungu á ís- landi." Ágúst lýsir skeytasendingum á textavarpinu: „Hann setur fram skeyti á textavarpinu á síðum 671 og 672 einhvern veginn þannig: „er bi KK, strákar, sms“ og gefur upp númerið sitt,“ segir Ágúst. „Þarna sá ég þetta númer og gat sagt lögreglunni það.“ í framhaldi af þessu komst lögregla á slóð séra Baldurs. Ágúst Magnússon Bjó til klámefni með börnum en harðneitar dð hafa nauðgað pilti frá Akranesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.