Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Qupperneq 13
E>V Fréttír MÁNUDACUR 22. MARS 2004 7 3 Símaauglýsing valin á Shots Ein auglýsinga Símans hefur verið valin úr hópi fjölda annarra auglýsinga á Shots. Shots er sýn- ingarkassi fyrir bestu auglýsingar í heimi og er biblfa auglýs- ingafólks. Mikill heiður er að eiga auglýsingu þar. Einu sinni áður hefur íslensk aug- lýsing komist þangað en það var auglýsingin fyrir Thule- bjór, sem Gott fólk McCann framleiddi fyrir Vífilfell. Væntanlegur er nýr mynddiskur frá Shots með öllu því besta sem er að ger- ast í auglýsingum í Skandin- avíu. Á þennan disk var Flas- hmob-auglýsing Símans valin sérstaklega. Auglýsingin er framleidd af Góðu fólki McCann og Saga film. Leik- stjóri auglýsingarinnar erÁmi Þór Jónsson frá Saga film. BHM styður kröfur ASÍ Miðstjóm Bandalags há- skólamanna samþykkti fyr- ir skemmstu eftirfarandi ályktun um stuðning við lífeyris- kröfur ASÍ: „Miðstjórn Bandalags háskóla- manna (BHM) lýsir yfir stuðningi við kröfu stéttar- félaga innan Alþýðusam- bands íslands gagnvart fjármálaráðherra um að félagsmenn þeirra njóti sama lífeyrisréttar og ríkis- starfsmenn innan annarra samtaka launafólks. Þá hvetur miðstjórn BHM til þess að reglur um sam- skipti aðila á vinnumarkaði verði samræmdar." Lögreglan verðlaunar Tveir Bandaríkjamenn deila með sér 35 milljóna króna verðlaunum fýrir upplýsingar sem leiddu til handtöku leyniskyttunnar Johns AUens Muhammad og hins 17 ára Lees Boyds Malvo sem skutu 10 manns til bana nálægt höfuðborg- inni Washington haustið 2002. Annar þeirra sem hlaut verðlaunin var vinur Muhammads, en hinn benti á Chevrolet Caprice-bifreið lians. Mohammad og Malvo skutu fóik af handahófi úr farangursgeymslu biffeiðar- innar og var Mohammad dæmdur til dauða en Malvo í lífstíðarfangelsi. Lögreglan fékk 60 þúsund ábendingar vegna málsins. Eigandi malefni.com segist tilbúinn að ræða við Persónuvernd en telur að dómsúr- skurð þurfi til að rekja ummæli til föðurhúsanna. Segist hafa fulla stjórn á nafn- leysingjunum og ef rógur birtist þá hendi hann slíku út. Samvinnufds um leit að kennitöluflassara „Mér finnst þetta kennitölumál vera rugl. Kennitölur fólks er að finna allstaðar á vefnum," segir Stefán Helgi Kristinsson, eigandi og ábyrgð- armaður spjaUveijarins malefni.com. Vefur Stef- áns hefur sætt harðri gagnrýni vegna þess að þar fari um þræði rógberar í skjóli nafnleyndar. Guð- mundur Jón Sigurðsson lýsti því í lesendabréfi DV á laugardag að ástæða væri til að vara fólk við heimsóknum á vefinn. Viðbrögð nafnleysingj- anna á malefni.com létu ekki á sér standa og einn þeirra, Guðmundur góði, birti kennitöl- ur þriggja alnafna og heimilisföng þeirra. Naftileysinginn sagðist hafa hringt í alla og þeir hefðu svarið af sér lesendabréfið. Guð- mundur Jón Sigurðsson, Ferjubakka, gaf sig þá fram undir kenninafninu Guðmundur betri og sagði Guðmund góða segja ósatt um upphringinguna. Hann krafðist afsökunar- beiðni frá vefstjóranum og nafnleysingjanum en við því var ekki orðið. Þá kærði Guðmundur Jón vefinn til Persónuverndar. Eftir að DV sagði frá kærunni í gær tók fjöldi nafnleys- ingja sig til og birti kennitölu Guðmundar Jóns. Stefán Helgi segir að kennitala manna eigi ekki að vera slíkt viðkvæmnismál. Sjáifur birt- ir hann kennitölu sína og númer bankareiknings á vefnum þar sem hann biður um fjárhagsstyrk til að halda vefnum gangandi. „I þjóðskránni er að finna allar upplýsingar um mig og ég birti hana á vefnum. En það er rétt að fólk á eldci að vera að nota kennitölur út um allt á vefnum," Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuvernd- ar, sagði í DV í gær að erfitt væri að rekja slóð þeirra sem væru á vef sem bæri .com endingu. Stefán Helgi segir að ef Persónuvernd vOji eiga við sig orð þá muni hann verða við því. Stefán Helgi Kristinsson Eigandi og ábyrgðar- maður umdei/ds spjallvefjar sem nú hefur verið kærður til Persónuverndar. Hann heitirþvi að veita yfirvöldum liðsinni sitt en telur að dómsúrskurð þurfi til þess að leita uppi meinta lögbrjóta. Samsett mynd. DV/Róbert „Ég verð samvinnufús við öll yfirvöld eins og sæmir löghlýðnum borgara," segir hann. Stefán Helgi vefstjóri segir að þrátt fyrir að hann sé fús til samvinnu við yfirvöld þá kunni að verða erfitt að fletta ofan af Guðmundi góða. „Ég er ekki lögfróður maður en held að það myndi þurfa dómsúrskurð til að rekja uppruna einhverra ummæla," segir Stefán Helgi, Hann segist aðspurður hafa fulla stjórn á nafn- leysingjunum. Ef einhver þeirra 3.000 málverja sem skráðir eru láti frá sér fara róg sé ummælun- um eytt. Sjálfur vakti hann vefinn á daginn en hafi aðstoðarmann í öðru tímabelti til að standa vakt- ina yfir nótt. „En til þess kemur sjaldan, kannski einu sinni í viku. Ég hef enn ekki þurft að setja neinn í bann," segir Stefán Helgi. rt@dv.is „Ég verð samvinnufús við $11 yfirvöld eins og mm\t lög- hlýðnum borgara" Sönnuðu ekki ölvun löggunnar Lést á leið áleik Bresk fótboltabuUa lést er hann fékk brot úr fljúg- andi auglýsingasldlti í haus- inn á leið sinni á fótbolta- leik. Maðurinn var á leið á leikinn ásamt fjölskyldu sinni með fyrrgreindum af- leiðingum. Vindurinn fór aUt upp í 75 metra á sekúndu og varð tU þess að leiknum var frestað. Margir á leiknum slösuðust einnig þegar auglýsingaskiltin gáfu sig og hmndu ofan á áhorf- endur. Maður og kona lét- ust á sama tíma þegar tré lenti á bU þeirra. Hæstiréttur hefur veitt lögreglu- þjóninum Birni Ó. Helgasyni upp- reisn æm og fellt niður áminningu sem lögreglustjóraembættið í ReykjavUc hafði veitt honum í maí 2002 samfara ásökun um að Björn hefði mætt ölvaður til lögreglu- starfa. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að yfirmenn Björns hefðu ekki aflað sér fuUnægjandi sönnunar um ölvunarástand Björns og áminningin því verið óréttmæt. Hæstiréttur komst og að þeirri nið- urstöðu að áminningin hefði verið til þess fallin að skaða æru Björns og ætti hann því rétt til miskabóta. Áminningin var veitt af varalög- reglustjóra og niðurstaðan var að þann hefði skort vald til að veita áminninguna. Varalögreglustjóri hefur frá því í október 1999 veitt áminningar í samráði við lögreglu- stjóra en Hæstiréttur segir slíkar áminningar vera „íþyngjandi stjórn- arvaldsákvarðanir” sem kalli á ríkar sannanir. Á slíkar sannanir hafi skort í þessu tiltekna máli, enda virðist sem í fyrstu hafi átt að láta duga að senda Björn heim úr vinn- unni. Hæstiréttur taldi að æra Björns eftir 32 ár í lögreglunni hefði verið sköðuð og hann færður til í starfi vegna málsins. Garðar Gísla- son hæstaréttardómari skilaði sérá- liti og taldi að ekki hefði þurft að koma til blóðmælingar að kröfu yfir- mannanna en það hefði verið Birni í lófa lagið að biðja um slíka mælingu til að sýna fram á sakleysi sitt. Taldi Garðar áminninguna lögmæta. Lögreglumaður var talinn ölvaður og sendur heim en síðar fékk hann áminningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.