Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Page 14
14 MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 Fréttir DV Á laugardaginn var söfnuðust andstæðing- ar stríðsins í írak saman um allan heim og mót- mæltu framferði ríkis- stjórna Bandaríkjanna, Bretlands og banda- manna þeirra. Eitthvað vel á annað hundrað manns söfnuðust sam- an fyrir framan Stjórn- arráðið í Reykjavík og mótmæltu en mót- mælafundurinn hafði á sér nokkuð frumlegan svip. ístað ábúðarmik- illa ræðuhalda þungbú- inna fundargesta sner- ist fundurinn að mestu um grínaktugar „verð- launaveitingar" sem friðarsinnarnir sem stóðu að fundinum iöfðu skipulagt. DV var á staðnum og fylgdist pennt með hverjir fengu verðlaun. FYRIRTÆKI ERU iðulega vanmetin í stríðsrekstri og gleymast jafnvel í umræð- unni. En þó eru þeirra hagsmunir líklega mestir þegar um stríð er að ræða og sumar styrjaldar eru beinlínis háðar ein- stökum fyrirtækjum til hagsbóta. Hér koma mörg góð og þjóðholl fyr- irtæki til grein. Margir urðu hissa á því að Coca-Cola og Wrigleys sktili ekki hafa fengið tilnefningu, en hér eru þau sem tilnefnd eru sem “fyrirtæki ársins": ATLANTA Fyrir flutninga á hergögnum til Afganistan. BECHTEL Fyrir þrot- lausa vinnu við upp- byggingu íraks og ríka samfélagsvitund sem kemur fram í rausnarlegum fram- lögum til frjálsra félagasamtaka á borð Repúblikanaflokksins. FIAJGLETOIR Fyrir £ £ fórnfysi og samfélags- lega ábyrgð sem lýsir sér í að hafa vélar reiðubúnar til flutninga á hergögn- um hvenær sem er. HAIUBUKTON Fyrir óeigin- gjarnt framlag við endurreisn olíu- iðnaðar HALLIBURTOIN íraks í þágu heimamanna og fyrir að gefa Dick Cheney öðruhvoru frí til að sinna varaforsetaembættinu. KÖGUN Fyrir að sýna fram á að þótt íslendingar eigi ekki her getum við samt lagt mörkum til ^ KÖGUN stríðsreksturs í heiminum við fram- leiðslu á hergögnum. Og verðlaunin hlýtur... Atknta. Hér kemur fulltrúi Atlanta til að taka við verðlaununum - að tr B vísu ekki beinlínis starfs- maður, heldur piltur sem íhugaði einu sinni að sækja um sem flugþjónn. Og hann segir: „Við hjá Atlanta þökkum kærlega fyrir. Þetta skiptir fyrirtækið miklu máli, jafnvel ekki minna máli en sjálf ríkisábyrgðin. Margir höfðu ekki trú á okkur og töldu að erfitt yrði að flytja pflagríma til Mekka með vopn til að sprengja trúbræður þeirra í lestinni. En við höfum náð hámarks- hagkvæmni í þessum flutningum: Við flytjum vopn frá Bretlandi til Afganistan, þaðan pflagríma til Sádi- Arabíu og loks lík fallinna hermanna heim til Bretlands og þar með er hringnum lokað. Kærar þakkir!" UMMÆLIÁRSINS í þessum flokki var um margt að velja enda falla mörg gullkorn á stríðstímum. Nefna má: „Sagan mun dæma mig,“ hin ódauðlegu orð- Tonys Blair, eða „Er viðskiptabannið allt í einu orðið Vesturlöndum að kenna?" - Sigurður Kári Kristjánsson. Ekki má heldur gleyma Láru Margréti Ragnarsdóttur varaþingmanni sem brilleraði á fundi Menningar- og ffið- arsamtaka fslenskra kvenna þann 8. mars síðastliðinn. Ályktun sem for- dæmdi árásarstríðið gegn Irak var samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum nema einu - atkvæði Láru Margrétar. Hún gerði grein fýrir at- kvæði sínu með þeim orðum að hún hefði stutt stríðið en vissi ekki í dag hvort þú ákvörðun væri rétt. En tilnefndir eru: HALLDÓR ÁSGRÍMSSON „Ég er stoltur og þakklátur íslensku sér- fræðingunum fyrir þeirra stóra þátt í þessu máli. Þetta er heimsatburður." Vart þarf að útskýra fyrir nokkrum um hvað var að ræða. DAVÍÐ ODDSSON Fyrir þau um- mæli að andstaða 90% ís- lendinga gegn stríðinu væri í rauninni í ágætu samræmi við stefnu ríkis- stjórnarinnar, enda mundi hann sjálfur líka hafa verið á móti stríðinu ef hann hefði verið spurður. HALLDÓR ÁSGRÍMS- SON „Það getur oft tekið langan tíma að finna hluti." HJÁLMAR ÁRNASON Fyrir að draga fram þá smekk- legu staðreynd að stuðn- ingur ríkisstjórnar ís- lands við árásarstríðið hefði vafalaust fært ríkis- stjórninni betri samn- ingsstöðu þegar kæmi að því að grátbiðja Bandaríkjastjórn um að halda áfram að reka herstöð í Kefla- vík. HAUDÓR ÁSGRÍMS- SON „Ég hef fengið að sjá sannanirnar fyrir gereyð- ingarvopnum í írak, þau verða gerð opinber síðar. Ég er sannfærður." Og verðlaunin hlýtur ... Davíð Oddsson fyrir það sem hann sagði um það sem hann mundi hafa sagt ... ef hann mundi hafa verið spurður. „Fulltrúi Davíðs" mætti síðan til að taka við verðlaununum og sagði það sem hann mundi hafa sagt: „Ég skil nú ekki þetta upphlaup allt saman og hér er náttúrulega verið að hafa endaskipti á hlutun- um, algjör endaskipti á hlutunum, því eins og landsmenn, allir lands- menn vita, þá fóru hinar staðföstu þjóðir óviljugar í þetta stríð, gjör- f.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.