Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Page 16
16 MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 Sport DV Ragnarog félagar í úrslit Ragnar Óskarsson og félagar í franska liðinu Dunkerque tryggðu sér um helgina sæti í úrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Ragnar og félagar unnu fyrri leikinn gegn Constanta með fimm mörkum, 24-19, í Rúmeníu og því átti seinni leikurinn að vera auðveld- ur. Svo var ekki því Rúmenarnir bitu vel frá sér og náðu á tímabili fimm marka forskoti. Leikmenn Dunkerque bitu þá í skjaldarrendur og minnkuðu muninn og endaði leikurinn með tveggja marka sigri rúmenska liðsins, 25-27. Ragnar skoraði þrjú mörk í leiknum og var hann liðinu mjög mikilvægur á loka- kafla leiksins. íslandsmet hjá Önju Ríkeyju og Ragnheiði Anja Ríkey Jakobsdóttir setti í gær íslandsmet í 100 metra baksundi á Innan- hússmeistaramóti íslands í Vestmannaeyjum. Anja Ríkey synti á tímanum 1:03,10 mínútum og bætti met Kolbrúnar Ýrar Kristjánsdóttur um 57/100 úr sekúndu. Ragnheiður Rangarsdóttir úr SH setti einnig íslandsmet í 100 metra fjórsundi í gær en hún synti á tímanum 1:04,33 mínútum. Lára Hrund Bjargardóttir átti gamla metið sem var sett árið 1999 en það var 1:04,54 mínútur. Brynjar kominn til Stoke Brynjar Björn Gunnars- son er kominn til Stoke á nýjan leik en hann var lán- aður til félagsins í mánuð frá Nottingham Forest. Brynjar Björn hefur ekki fengið mörg tækifæri lii að spila með Forest að undan- förnu og því er kærkomið fyrir hann að komast til Stoke. Hann spilaði þó ekki með liðinu um helgina þar sem leik liðsins gegn West Brom var frestað vegna veðurs. Fjögurra ára einokun Sifjar Pálsdóttur í kvennaflokki á íslandsmeistaramótinu í fimleikum lauk á laugardaginn þegar 12 ára gömul stúlka úr Gerplu, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, fór meö sigur af hólmi. Viktor Kristmannsson, einnig úr Gerplu, bar sigur úr býtum í karlaflokki. Það fæddist ný fimleikadrottning í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Hin tólf ára gamla Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, fimleikastúlka úr Gerplu, gerði sér lítið fyrir og vann íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki eftir harða baráttu við stöllu sína úr Gerplu, Ingu Rós Gunnarsdóttur og íslandsmeistara síðustu fjögurra ára, Sif Pálsdóttur úr Gróttu. Viktor Kristmannsson úr Gerplu bar sigur úr býtum í karlaflokki en sigur hans voru nokkuð öruggur. Viktor Kristmannsson úr Gerplu hafði mikia yfirburði í karlaflokki. Hann vann íslandsmeistaratitilinn í samanlögðu á laugardaginn með nokkrum yfírburðum og var með 1,50 stiga forystu á Jónas Valgeirsson úr Ármanni. Viktor var einnig í fantaformi í gær þegar keppt var á einstökum áhöldum og fór með sigur af hólmi á fjórum áhöld- um af sjö. Hann vann gullverðlaun á gólfi, bogahesti, hringjum og tvíslá, silfur á svifrá og brons í stökki. Jónas Valgeirsson úr Ármanni fékk gull á svifrá og Gunnar Sigurðsson, einnig úr Ármanni, fékk gull í stökki. Tólf ára meistari Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, sem er aðeins tólf ára gömul, vann Islandsmeistaratitilinn í saman- lögðu í kvennaflokki og batt þar með enda á fjögurra ára einokun Siíjar Pálsdóttur úr Gróttu. Kristjana Sæunn, sem verður ekki þrettán ára fyrr en í júní, var þó ekki nema 0,275 stigum á undan stöllu sinni úr Gerplu, Ingu Rós Gunnarsdóttur, og 0,675 á undan Sif Pálsdóttur. Á einstökum áhöldum hlaut Tanja Björk Jónsdóttir úr Björkunum tvenn gullverðlaun, í stökki og á tvíslá, Kristjana Sæunn ein, á slá, og Inga Rós Gunnarsdóttir ein á gólfl. Yfirburðir Stjörnunnar Lið Stjörnunnar í Garðabæ bar sigur úr býtum í hónfimleikum .gfe en keppni þar lauk laugardaginn. Stjarnan hafði _ mikla yfirburði og fékk alls t 51,20 stig. Lið Gerplu P1 varði í örðu sæti með< 46,40 stig og lið Gróttu hafnaðij í þriðja sæti með 45,70 stig. Stjörnuliðið mun keppaj sem gestalið á danska i meistaramótinu sem fram fer í 1 Danmörku 3.-4. apríl næstkomandi. Þá hefur liðiðB einnig tryggt sér keppnisrétt á I Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fer í Austurríki í október. oskar@dv.is ÚRSLITÍ FIMLEIKUM Karlaflokkur Viktor Kristmannsson Gerplu JónasValgeirsson Ármanni Anton Heiðar Þórólfsson Ármanni Gólf Viktor Kristmannsson Gerplu Róbert Kristmannsson Gerplu Jónas Valgeirsson Ármanni Bogahestur Viktor Kristmannsson Gerplu Róbert Kristmannsson Gerplu Anton Heiðar Þórólfsson Ármanni Hringir Viktor Kristmannsson Gerplu Jónas Valgeirsson Ármanni Grétar K. Sigþórsson Ármanni Stökk Gunnar Sigurðsson Ármanni Jónas Valgeirsson Ármanni Viktor Kristmannsson Gerplu Tvíslá Viktor Kristmannsson Gerplu Jónas Valgeirsson Ármanni Gunnar Sigurðsson Ármanni Svifrá Jónas Valgeirsson Ármanni Viktor Kristmannsson Gerplu Anton Heiðar Þórólfsson Armanni Kvennaflokkur Kristjana Sæunn Ólafsd. Gerplu Inga Rós Gunnarsdóttir Gerplu Sif Pálsdóttir Gróttu Stökk Tanja Björk Jónsdóttir Björk Kristjana Sæunn Ólafsd. Gerplu Sif Pálsdóttir Gróttu Tvlslá t Tanja Björk Jónsdóttir Björk j Kristjana Sæunn Ólafsd. Gerplu Hera Jóhannesdóttir Gróttu Slá Kristjana Sæunn Ólafsd. Gerplu Karitas Harpa Ólafsdóttir Gerplu Hera Jóhannesdóttir Gróttu Gólf Inga Rós Gunnarsdóttir Gerplu Sif Pálsdóttir Gróttu Fríða Rún Einarsdóttir Gerplu 12 ára meistari Kristjana Sæunn Ólafs- dóttir sést hér sýna glæsileg tilþrifá slá en hún varð Islandsmeistari i áhaldafimleikum á laugardaginn. DV-mynd Vilhelm Eitt mark af fimm Ólafur Víðir Ólafsson skorar hér eitt affimm mörkum sinum fyrir HK án þess að KA-mennirnir Jónatan Magnússon og BjarturMáni Sigurðsson komi nokkrum vörnum við. DV-mynd Vilhelm RE/MAX-úrvalsdeild karla í gær Annar sigurHKíröð HK-menn virðast hafa öðlast nýtt líf eftir að Vilhelm Gauti Berg- sveinsson tók við þjálfun liðsins af Árna Stefánssyni í síðustu viku. í gær vann liðið sinn annan leik á þremur dögum þegar það bar sigurorð af KA, 32-30, í Digranesi. Fyrri hálfleikur var markasúpa af bestu gerð og leiddu HK-menn með þremur mörkum, 21-18, þegar honum lauk. KA-menn komu sterkir til leiks í síðari hálfleik, náðu fljótlega forystunni en heimamenn, með Björgvin Pál Gústavsson í fantaformi í markinu, voru öflugir á endasprettinum og innbyrtu að lokum mikilvægan tveggja marka sigur, 32-30. Andreus Rackauskas skoraði ellefu mörk fyrir HK, Ólafur Víðir Ólafsson skoraði fimm mörk, Atli Þór Samúelsson skoraði íjögur, Pavíð Höskuldsson þrjú, Alexander Arnarsson, Már Þórarinsson og Samúel Árnason skoruðu tvö mörk hvor- og Jón Heiðar Gunnarsson, Haukur Sigurvinsson og Elías Már Halldórsson skoruðu eitt mark hver. Björgvin Páll varði 28 skot í marki HK. Arnór Atlason skoraði tíu mörk fyrir KA, Andreus Stelmokas og Jónatan Magnússon skoruðu sex mörk hvor, Bjartur Máni Sigurðsson skoraði þrjú mörk, Sævar Árnason og Einar Logi Friðjónsson skoruðu tvö mörk hvor og Þorvaldur Þor- valdsson skoraði eitt. Vilhelm Gauti Bergsveinsson, þjálfari HK, var að vonum sáttur við sína menn að leik loknum. „Strákarnir hafa stigið upp og þjappað sér saman. Þeir hafa stórt hjarta og eru loksins farnir að sýna hvað í þeim býr. Þetta mót er langt frá því að vera búið,“ sagði Vilhelm Gauti. oskar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.