Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Qupperneq 31
DV Síðast en ekki síst MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 31 Málefni eða rógburður Ágæta ritstjórn DV, ég skrifa hér vegna stórrar greinar sem birtist í DVþann 17. mars s.l. Fyrirsögnin þar er; Nafnleysingi birti nöfn og kennitölur á netinu. Með undirfyrirsögn: Hver rógberinn af öðrum læðist þar um þræði. Þarna er stór mynd af skjá Mál- efnanna.com og situr þar hettu- klæddur maður sem glæpamaður væri. Þar sem ég skrifa á þennan vef, þá finnst mér að mér og reyndar öðrum félögum mínum vegið með þessari grein. Sérstaklega er undir- fyrirsögn og myndin særandi. Rætni og illt umtal Málið er að það var birt bréf frá ungum manni Guðmundi J. Sig- urðssyni, sem talaði um rætni og illt umtal á Málefnunum.com. Einn af okkar vinsælustu málverjum - „Guðmundur góði“ - sagðist hafa hringt í þá þrjá Guðmunda J. Sig- urðssyni sem væru í þjóðskránni, og spurt hvort þeir hefðu skrifað bréfið. Þetta varð Guðmundi J. tilefni til að segjast ætla að kæra vefinn til Persónuverndar. Glæpur? Og þess vegna viJ ég spyrja ykkur ágætu DV-menn hvort er meiri „glæpur" að birta kennitölur og nöfn einstaklinga og spyrja um höf- und að bréfaskrifum, eða hreinlega Ásthildur Cesil Þórðardóttir skrifar um málefni Málefna.com eða Guðmundur Besti fari inn á leit- arvél slái inn nafninu mínu og finni út það sem ég helst vil leyna??? Á ég kannski að kæra til Persónuverndar? Flestir mjög málefnalegir Kjallari segja að ég og mínir félagar séum rógberar. Mér er illa við þá nafngift, vegna þess að ég tel mig ekki fara með róg á hendur mönnum. En með þessari grein þá er ég stimpluð sem slík, ásamt rnínum ágætu félögum. Mér finnst líka undarlegt ef það er ólöglegt að birta upplýsingar um fólk svo sem eins og kennitölu, hvað þá með þjóðskrá og símaskrá? Segj- um að ég vilji ekki að fólk viti um aldur minn, hvað get ég gert til að sporna við því að Jón Jónsson Mér finnst að vefur eins og Mál- efnin.com sé mjög mikilvægur til skoðanaskipta. Þarna skrifa menn úr öllum pólitískum flokkum, og frá öllum stéttum mannlífsflórunnar. Þarna eru reifuð ýmís þjóðþrifamál, sem ekki virðist hægt, eða þorandi að segja á öðrum vetvangi. Þetta virðist því miður vera það lýðræði sem við búum við. Þó það hendi stundum að sumir verði ansi orðhvatir og sjáist ekki fyrir, þá eru flestir þarna mjög mál- efnalegir og margir góðir pennar. Það er illt að þurfa liggja undir þvf að vera rógberi. Bandamenn um málfrelsið Mér þykir þetta leitt einnig vegna þess að ég er ein af þeim sem varð mjög ánægð þegar skipt var um eig- endur á DV. Og ennþá meiri var mín ánægja þegar ég frétti að einn af mínum uppáhaldspennum Illugi Jökulsson væri annar tveggja rit- stjóranna. Seinna bættist svo kernp- an Reynir Traustason í hópinn. Ég var viss um að við hefðum fengið þarna öfluga bandamenn sem myndu hlú með okkur að málfrels- inu. Ég vona svo sannarlega að ég hafi þar rétt fyrir mér, þrátt fyrir þessi skrif. Ath. ritstjórnar. Við skiljum ekki hvað Ásthildur hefur á móti skrifum okkar. Fréttin fjaliaði einfaldlega um óánægju og síðan kæru Guðmundar Jóns Sig- urðssonar vegna meðferðar á per- sónuuppiýsingum um sig á Mál- efni.com. Einnig var greint frá ásök- unum um rógburð og illmælgi sem stunduð væri á Internetinu, m.a. á vefMálefna. „Hver rógberinn aföðr- um læðist þar um þræði, “ var bein tilvitnun ískrif Guðmundar Jóns. Og umræddar ásakanir eru einfaldlega staðreynd og dæmi til stuðnings þeim auðfundin, þótt við drögum ekki í efa að langstærstur meirihluti „málverja “ haldi sig tryggilega innan velsæmismarka. Hvar eru þau nú Gísli Snær Gísli Snær Erlingsson vakti fyrst athygli sem umsjónarmaður Popp- korns í sjónvarpinu þar sem hann kynnti tónlistarmyndbönd ásamt Ævari Erni Jósepssyni. Hann gerðist síðan kvikmyndagerðarmaður og hefur m.a. leikstýrt myndunum Benjamín Dúfa og Ikingút. Gísli Snær er nú búsettur í Japan og rekur ásamt japanskri eiginkonu sinni fyrirtæki sem fæst við allar mögulegar hliðar kvikmyndagerðar, myndbandaútgáfu o.s.frv. • Miklar deilur stóðu í haust vegna tennisvallar sem Kínverska sendi- ráðið við Garðastræti 41 kom á laggirnar án samþykkis nágranna, þeim til mikillar armæðu. Kín- verjarnir létu aka talsverðu magni af jarðefnum inn á lóð sína til að gera tennisvöllinn nothæfan sem olli því að lóðin og tennisvöllurinn er hærri en nærliggjandi lóðir. Rætt var um óþægindi og jafnvel hættu sem gæti stafað af fljúgandi tennis- boltum á allt að 200 kílómetra hraða, en til að mæta því létu Kín- verjarnir reisa háa járngirðingu utan um völlinn, sem var ekki síður umdeild. Nú ber svo við að Kín- verjarnir eru orðnir að vorboðum við Garðastrætið. Á góðviðrisdegi í síðustu viku gat að líta fljúg- andi tennisbolta inn á nærliggjandi lóðir og íþróttalega klæddur Kín- verji sem kom á eftir, lilaðinn tenn- isboltum. Rætt er um að með tennisleik Kínverjanna komi vorið... • Nábýlið við fulltrúa Kína hér á landi hefur fleira í för með sér. Starfsmenn sendi- ráðsins við Garðastræti halda reglulega karókíkvöld. Ómþýður og framandi söngur Kínverjanna á eigin tungu hljómar um nágrennið, á meðan flestir íslendingar myndu gefa frá sér skarkala hinna ölvuðu. Eru nú sumir nágrannar á því að ef • sættir næðust um tennisdeiluna í Garðastræti gæti sendiráðið frá Kína þjónað í hlutverki félagsmiðstöðvar. Gagnrýni íslendinganna stafi af öf- und og æðsti draumur þeirra sé að fá að vera með í tennis og kara- ókíkvöldum... Hildur og Erlingur Það var um miðjan desembermónuð síðla kvölds sem Hildur rak augun í giftingarhring á gólfi Dubliners. DV-mynd Róbert Giftingarhringur á Dubliners Þín Vallý „Það hlýtur að vera sárt fyrir fólk að týna giftingarhringnum sínum,“ seg- ir Erlingur Skúlason. Og það má til sanns vegar færa. Og við gerum fastlega ráð fyrir því að brotthvarf hringsins frá eiganda sínum hafi verið af misgán- ingi fremur en að þarna hafi verið um yfirlýsingu að ræða í hita leiks. Erling- ur og Hildur Sveinbjörnsdóttir voru á Dubliners um miðjan desember mán- uð og klukkan var komin fram yfir miðnætti. Þá rak Hildur augun í hring sem lá á bargólfinu og tók hringinn að sér. Inni í hringnum er áletrunin „Þín Vallý“. Hringurinn virðist vera hrekkjóttur því Hildur gleymdi honum í fór- um sínum, hann týndist og kom svo ekki fram fyrr en nýlega þegar Hildur var að flytja. Hildur og Erlingur vilja endilega koma hringnum til síns rétta eig- anda og sá sem þekkir til getur haft samband við þau í síma 6960847 eða 6995961. Dæmi um verð í 1 2 MÁNUÐI vaxtalaust VAXTALAUS HAMINGJA BJÓÐUM VAXTALAUSAR GREIÐSLUR í 1 2 MÁNUÐI E F KEYPT E R FYRIR K R . EÐA MEIRÁ* ^BÆJARLIND 14-16 I 201 KÓPAVOGI | SÍmi 564 4400 | FAX 564 4435 | TEKK@TEKi WWW.TEKK, □ pid: laugardaga 1 □-1 6 dg sunnudaga 13-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.