Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Qupperneq 32
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða
er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090
SKAFTAHUÐ24 10SRBYKJAVÍK
[ STOFNAÐ 1910 ]
5000
• Lítil ánægja er meðal
óbreyttra borgara í Snæfellsbæ
með árshátíð bæjarstjórnar og
starfsmanna
sem haldin var
um helgina í
Félagsheimil-
inu Klifi undir
styrkri stjórn
bæjarstjórans
Kristins Jónas-t
sonar. Mikið
var um dýrðir
ogHljómsveit Geirmundar Val-
týssonar frá Sauðárkróki hélt
uppi fjörinu. Þá munu veislu-
föng Snæfell-
inga einnig
hafa verið
keypti frá
Sauðárkróki.
Þetta pirraði
einhverja bæj-
arbúa en verst
þótti að eftir
að borðhaldi
lauk var almenningi ekki hleypt
á dansleikinn sem að hluta var
greiddur með útsvarspeningum
þeirra. Hnípinn almúginn mun
hafa safnast að dyrum félags-
heimilisins í þeirri von að fá að
stíga dansinn undir gleðisveiflu
Geirmundar en var harðneitað
um aðgang.
Sjii lögreglumenn Réðust inn á
heimili og létu öryggisvörð strippa
Kosningabrella?
/
Oddur Friðriksson, tvítugur ör-
yggisvörður, fór af heimili sínu á
fjórða tímanum aðfararnótt fimmtu-
dags í þeim tilgangi að kaupa sér inn-
eignarkort í farsíma. Hann hafði ver-
ið í makindunum heima að horfa á
kvikmyndir eftir kvöldvakt. „Á leið-
inni heim tók ég eftir því að lögreglu-
bíll keyrði nokkrum sinnum framhjá
mér og hægði á sér til að horfa á mig.
Mér þótti þetta undarlegt og mér var
órótt, en síðar ákvað ég að skokka
lokakafla leiðarinnar. Þegar ég var
næstum kominn heim bmnaði lög-
reglubíll á eftir mér,“ segir Oddur.
Hann skirrðist við og tók sprett inn á
heimili sitt. Nánast samstundis
börðu lögreglumaður og lögreglu-
kona á hurðina og ráðlögðu honum
að opna, því fíkniefni væru á heimili
hans og hann ætti sér enga von. Þetta
kannaðist Oddur ekki við og krafði
lögrelgumenn um húsleitarheimild
ef þeir vildu koma inn. „Svo segir lög-
reglumaðurinn: Ef þú hleypir okkur
ekki inn þá ferðu með okkur." Þá
stökk kettlingurinn minn út og ég fór
á eftir honum. Um leið ruku lögreglu-
þjónarnir inn til mín,“ segir hann.
Þegar Oddur kom inn með kett-
linginn var honum skipað að setjast
niður og hreyfa hvorki legg né lið.
Fimm lögreglumenn til viðbótar
komu inn, þar af tvær konur og einn
óeinkennisklæddur, og allsherjarleit
hófst í íbúðinni sem er tveggja her-
bergja. Þau sáu öryggisvarðarbúning
Odds, en hann jók enn á gmnsemd-
Löggur í slag
um formennsku
Berglind Eyjólfsdóttir rannsókn-
arlögreglumaður í Reykjavík hefur
ákveðið að leggja út í formannsslag
innan Landssambands lögreglu-
manna (LL) og freista þess að ná
völdunum af Oskari Bjartmarz, nú-
verandi formanni LL. Mótframboð
Berglindar kemur ekki síst fram í
ljósi mikilla deilna að undanförnu
um skipulagsbreytingar á LL, en Fé-
lag íslenskra rannsóknarlögreglu-
manna (FÍR) túlkar boðaðar laga-
breytingar sem svo, að verið sé að
henda FÍR úr LL.
„Ég hef í raun ekkert um framboð
Berglindar að segja. Ég býð mína
starfskrafta áfram sem formaður og
nú er í gangi vinna hóps sem annast
uppstillingarmálin og rétt að leyfa því
fólki að klára sína vinnu," segir Óskar
Bjartmarz aðspurður um formanns-
slaginn. Hann sagði að vissulega
væru umdeildar lagabreytingatillög-
ur á dagskrá þings LL 13.-16. apríl,
sem lúta að uppbyggingu sambands-
ins, en segir að sér
sé ókunnugt
irnar. „Svo hélt einn yfir mér ræðu:
Ég er hundrað prósent viss um að þú
sért með fíkniefni. Það er best að
benda okkur á þau, annars lendirðu í
meira klandri þegar hundarnir
koma.“ Ég var ekki með nein fíkniefni
og hef aldrei komið nálægt þeim. Síð-
an tekur fýrsti lögregluþjónninn mig
inn í eldhús og segir mér að fara úr
buxunum. Svo þurfti hann endilega
að sjá á mér typpið og rassinn. Ég var
niðurlægður á mínu eigin heimili,"
segir Oddur. Þegar engin fíkniefni
komu upp úr kafinu hentu lögreglu-
mennirnir latexhönskum sínum á
gólfið og létu sig hverfa.
Oddur hefur leitað skýringa hjá
lögreglunni vegna máisins. Hann
fékk þau svör að í lögregluskýrslu
standi að hann hafi leyft húsleit.
Oddur leitar nú að lögfræðingi til að
taka mál að sér gegn lögreglunni.
Þegar hann spurði lögregluna hvers
vegna hún væri að rannsaka sig fékk
hann þau svör að hún fylgdist með
Oddur Friðriksson Það getur verið varasamt að fara út að næturlagi, samkvæmt reynsiu
Odds Friðrikssonar öryggisvarðar sem lögreglan elti og lét strippa á heimili sínu. Sjö lögreglu-
menn umturnuðu heimilinu i leit að fikniefnum en hurfu svo og skyldu eftir latexhanska.
umferð fólks á nóttunni. Oddur vill
ráðleggja fólki að hlaupa alls ekki að
næturlagi ef lögreglubílar eru í sjón-
máli. Þá ráðleggur hann fólki að
klæðast ekki dökkum fötúm sem telj-
ast geti grunsamleg.
„Ég vil ekkert ræða þetta mál,“
segir' Karl Steinar Valsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn í Reykjavík, en
samkvæmt heimildum DV eru
vinnubrögð lögreglumannanna til yf-
irferðar hjá lögreglunni.
efna til mótframboðs.
Berglind segir að auðvitað sé ekk-
ert óeðlilegt við að fleiri en einn séu
til kjörs til formennsku. Hvað sem
því líður þá má sjá á vefsíðu FÍR að
frá 2002 hafa ríkt alvarlegar deilur
um skipulagsmál LL og stöðu FÍR.
Þar er talað um „mikla annmarka" á
skipulagshugmyndum forystu LL og
um sérstakan fund sem FÍR átti með
Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra
um þessi mál. FÍR.-segir að hug-
myndir LL snúi „aáallega að því að
FIR myndi missa félagsaðild sína“ og
væri verið að „reka fleyg í stéttarsam-
tök lögreglumanna“. Þessar skipu-
lagstillögur þurfa að koma á ný fram
fyrir þing LL í aprfl og þarf atkvæði
tveggja þriðju hluta fundarmanna til
að þær öðlist samþykki. FÍR boðar
fyrirfram hörð viðbrögð við slíku:
„Verði lagabreytingatillögur síðustu
þingnefndar Landssambands lög-
reglumanna samþykktar óbreyttar
að nýju missir félagið aðild sína og
skoða þarf möguleika á því hvort
að FÍR þurfl að stefna Lands-
sambandi lögreglumanna og
ógilda þannig samþykktir
þingsins." Fulltrúar FÍR
munu leggja fram tillögu
um að aðild að LL verði
einstaklingsbundin.
Berglind Eyjóifsdóttir
rannsóknarlögreglumaður.
MANUDAGUR
HLNUEMI,
GODAPYLSUR
TIL GLEÐI
coei
Talltafgóðuy
,