Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Side 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Side 6
52 TÍMARIT VFI 1958 flutti í ræðu sinni. En mig langar til þess að bæta við þökkum til verksmiðjustjórnarinnar og þá sérstaklega til formanns hennar og framkvæmdastjóra verksmiðj- unnar, dr. Jóns E. Vestdals, fyrir frábæran áhuga og dugnað í störfum. Verksmiðjan hefur komizt upp á skemmri tíma en flestir þorðu að vona, og hún hefur reynzt ódýrari en margir héldu. Ég vil einnig þakka öllum þeim, sem starfað hafa við byggingu verksmiðj- unnar, verkamönnum, iðnaðarmönnum, byggingameistur- um og verkfræðingum fyrir ágætt starf. Ég óska öllum þeim, sem við verksmiðjuna munu vinna, heilla í störf- um sínum, og þeim, sem nota munu afurðir hennar, þess, að þau not reynist happadrjúg. Það er einlæg ósk mín, að gifta megi ávallt fylgja þessu fyrirtæki. Ég veit, að það mun auka hagsæld þjóðarinnar, það mun treysta sjálfstæði hennar, bæta skilyrði hennar til þess að lifa hér þroskandi menn- ingarlífi, styrkja trúna á landið og framtið íslenzkrar þjóðar. Ég óska þess, að öll þau mannvirki, sem reist verða úr íslenzku sementi, verði traust og heilsteypt og að þær framfarir, sem þau stuðla að, geri okkur að traustari Islendingum og heilsteyptari mönnum. Um leið og ég kveiki þann eld, sem vera á aflgjafi þeirrar framleiðslu, er hér er nú að hefjast, er það von mín, að í æðum Islendinga megi ávallt brenna framfaraeldur, sem bregði ljósi og yl yfir landið, og knýji þjóðina áfram til vaxandi hagsældar og ham- ingju. RÆÐA dr. Jóns E. Vestdals, formanns verksmidjustjómær Herra forseti Islands, virðulega forsetafrú, hátt- virtu sendiráðherrar og ráðherrar, heiðruðu gestir! 1 nafni stjórnar Sementsverksmiðju ríkisins býð ég yður öll, sem hér eru saman komin, hjartanlega vel- komin og þakka þann heiður, sem okkur er sýndur með nærveru yðar. Sérstök ánægja er það okkur að bjóða velkomna formanninn í framkvæmdastjórn F. L. Smidth og Co., Max Jensen og forstjóra J. G. Mouritzen & Co., Per Mouritzen, er lagt hafa á sig langt ferða- lag til að vera viðstaddir hér í dag. Tilefni samkomu þessarar er, svo sem yður öllum mun kunnugt vera, að nú um þessar mundir er að hefjast framleiðsla í stærsta iðnfyrirtæki landsins. Hún hófst i raun réttri fyrir um hálfum mánuði, er byrjuð var möl- un líparits í Hvalfirði 30. f. m. og í framhaldi af því mölun og blöndun hráefna hér í verksmiðjunni 31. f. m. Siðan hafa hráefnin verið möluð og hráefnablandan rannsökuð gaumgæfilega, því að mjög miklu máli skiptir, að efnasamsetning hennar sé rétt. Nú eru leðjugeymar verksmiðjunnar um það bil fullir af hráefnablöndunni, og er efnasamsetning hennar slík, að vænta má góðs árang- urs af framhaldinu. Er því allt undirbúið til að hefja næsta stig framleiðslunnar, brennslu hráefnanna. Brennsla hráefnablöndunnar er mikilsverðasti þáttur- inn í framleiðslu sementsins. Við brennsluna eiga sér stað þær efnabreytingar í hráefnunum, sem öllu máli skipta fyrir sementið, og þess vegna þarf undirbúningur- inn að þessu stigi framleiðslunnar að vera svo umfangs- mikill, sem raun ber vitni. Efnabreytingarnar eru mjög flóknar og margslungnar, efnasamböndin, sem myndast og eftir er sótzt, eru margskonar og eiginleikar þeirra harla einkennilegir. Efnasambönd þessi eru hið undur- samlega efni, er sement eða réttara sagt portlandsement nefnist, og hér á þessum stað, í þeim enda ofnsins, er hingað snýr, á það að fara að myndast innan fárra klukkustunda og áður en næsti dagur er á lofti. Það sem á eftir fer, mölun sementsgjallsins, er leikur einn hjá því, sem á undan er farið, og hefst sú mölun ekki fyrr en að nokkrum vikum liðnum. 1 fyrsta skipti hér á landi á að fara að framleiða hin einkennilegu efnasambönd, sementið, og því er þessi stund og staður valinn til að leggja hornstein að þeirri byggingu, sem er hjarta verksmiðjunnar, og fagna náðum áfanga. Megi sá fögnuður vera öllum nær og fjær ó- blandinn. Að þessum áfanga er langur aðdragandi, löng saga. Hún verður elcki rakin hér, aðeins getið nokkurra höfuð- atriða síðar, og verður það að nægja í þetta skipti, þótt ástæða væri til að minnast margs, margra atburða og margra manna, er við sögu koma. Þess er þó enginn kostur. Eigi verður þó öllu sleppt. Örfárra manna og örfárra stofnana verður að geta og samt miklu minna, en efni standa til. Fyrstur kemur í hugann hinn látni heiðursmaður Bjarni Ásgeirsson. Er hann var ráðherra og fór með mál sementsverksmiðjunnar, skyldi hann taka ákvörðun um, hvort hætt skyldi þeim rannsóknum á hráefnum til framleiðslu sements hér á landi, er fram höfðu farið um árabil, eða þeim skyldi haldið áfram. Eftir hans ákvörðun var rannsóknunum haldið áfram, og leiddu þær til þess, sem nú er orðið, og þarf ekki að fara um það mörgum orðum, hve happadrjúg þessi ákvörðun ráðherrans var.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.