Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Síða 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Síða 7
TlMARIT VFl 1958 53 Þegar aðalhráefni það til framleiðslu sements, sem nú á að fara að brenna, skeljasandurinn í Faxaflóa, hafði fundizt, var sú þrautin eftir að afla hans, lega hans var slik, og var því óráðlegt að halda áfram undirbún- ingi verksmiðjunnar, nema gerð yrði tilraun til öflunar hans. En margir, ef ekki flestir, voru þeirrar skoðunar, að slík tilraun hlyti að misheppnast. Tilraunin hlaut að verða dýr, og dýr hefði hún orðið áliti stjórnmálamann- anna, sem síðustu ákvörðun skyldu taka í þessu efni eigi síður en annarra, sem að málinu stóðu, ef hún misheppnaðist. En nákvœm athugun verksmiðjustjórn- arinnar á möguleikunum til að dæla sandi við þau skilyrði, er fyrir hendi voru, gáfu þó ótvírætt til kynna, aö slikt mætti takast. Ólafur Thors, er þá var atvinnu- málaráðherra og fór með mál verksmiðjunnar, tók loka- ákvörðun um filraunadælingu á skeljasandinum, og þori ég að fullyrða, að ekki hefði komið til byggingar sem- entsvei'ksmiðju um skeið, ef tilraunin hefði ekki verið gerð og hún tekizt svo sem raun varð á. Þótt fenginn væri tæknilegur grundvöllur fyrir bygg- ingu sementsverksmiðju, vpru margir erfiðleikar fram- undan, einkum þó útvegu fjármagns, en mikils þurfti við í þvi efni. Fyrsta meiri háttar lán tókst þáverandi for- sætisráðherra, Ólafi Thors, að útvega árið 1956, og var það nóg til þess að festa kaup á vélum til verksmiðj- unnar, enda var svo gert, og var þá skömmu síðar hægt að hefja fyrir alvöru byggingu verksmiðjunnar. Síðustu tæp tvö árin hefur dr. Gylfi Þ. Gíslason, ráðherra, er nú fer með mál verksmiðjunnar, gengið mjög ötullega fram i því að útvega fjármagn til verksmiðjunnar, og hefur verið hægt að halda framkvæmdum stöðugt áfram, þótt oft hafi verið erfitt að afla hins mikla fjármagns. Þá tók dr. Gylfi Þ. Gíslason þá mikilsverðu ákvörðun, að framleiða skyldi í verksmiðjunni, auk sements, á- burðarkalk, og á íslenzkur landbúnaður örugglega eftir að hafa mikið gagn af þeirri framleiðslu, líklega meiri en margur ætlar. Öll árin frá því hið fyrsta lán var útvegað til verk- smiðjunnai' og fram á þennan dag hefur fjármálaráð- herra landsins verið Eysteinn Jónsson, og hefur hann sýnt verksmiðjunni mikinn velvilja, eigi einungis í sam- bandi við útvegun lána til hennar, heldur hefur ríkis- sjóður lagt til verksmiðjunnar mikið fé. Verksmiðjustjórnin þakkar mönnum þessum öllum hinn mikla áhuga, er þeir hafa sýnt verksmiðjunni, og eigi siður samvinnuna, sem verið hefur frá því fyrsta ein- staklega góð, a. m. k. séð frá okkar sjónarhól. Hefur aldrei fallið skuggi á það samstarf. Þá er ríkisstjórnun- um öllum, er um málið hafa fjallað, þökkuð öll fyrir- greiðsla því til eflingar, og ráðuneytisstjórunum í at- vinnu- og fjármálaráðuneytinu, þeim Gunnlaugi E Briem og Sigtryggi Klemenzsyni, sem verksmiðjustjórnin hcfur haft mest samskipti við, þakkað einkar ljúft samstarf. Við útvegun lánsfjár til verksmiðjunnar liafa erlendir aðilar veitt mikilvæga fyrirgreiðslu, einkum þó am- bassador Bandaríkjanna, John J. Muccio, forsæt.isráð- herra Danmerkur, H. C. Hansen, og ambassador Sam- bandslýðveldisins Þýzkaland, H. R. Hirschfeld. Er þeim þökkuð velvild þeirra í garð lands og þjóðar og fyrir- tækis þessa sérstaklega. Framkvæmdabanka Islands er þakkað verulegt lán, er hann lét verksmiðjunni í té af eigin fé, og er bankastjóra hans, dr. Benjamin Eiríkssyni, þökkuð mikilvæg fyrir- greiðsla í sambandi við ýmsar lánsútveganir til verk- Pökkun sementsins. smiðjunnar, er hann vann að fyrir hönd rikisstjórnar- innar. Þá ber einnig að þakka aðalbankastjóra Lands- banka tslands, Vilhjálmi Þór, fyrir sérstakan áhuga hans á því, að verksmiðjan kæmist upp, og hefur hann ötul- Iega unnið að útvegun lánsfjár til verksmiðjunnar á veg- um ríkisstjórnarinnar síðustu missirin. Við skipulagningu verksmiðjunnar, byggingafram- kvæmdir og vélbúnað hefur verksmiðjustjórnin haft samstarf við marga ágæta menn. Fyrst reyndi á við dælingu skeljasandsins úr Faxaflóa, og leysti fyrirtækið J. G. Mouritzen & Co. í Kaupmannahöfn þar ágætt starf Sementssekkirnir fluttir frá piikkunarvól.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.