Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 8
54 TlMARIT VFl 1958 af höndum, svo sem menn mun reka minni til. Verk- fræðingar frá Almenna byggingafélaginu h.f. í Reykja- vik hafa gert allar teikningar af byggingum verksmiðj- unnar og leyst starf sitt af höndum af mikilli prýði, svo að vakið hefur eftirtekt margra, er hér hafa komið. Var haft mjög náið samstarf við Árna Snævarr, jafnt um skipulagningu, byggingaframkvæmdir, og annað verk- smiðjunni viðkomandi, og hefur það samstarf verið með ágætum. Það fyrirtækið, sem haft hefur lengst kynni af sem- entsverksmiðju á Islandi, er F. L. Smidth & Co. í Kaup- mannahöfn, því að leitað hefur verið til þess í hvert skipti, sem sementsverksmiðju hefur borið á góma hér á landi, en það var fyrst fyrir rúmri hálfri öld. Veitti það Islendingum ævinlega góða fyrirgreiðslu, en í þessa verksmiðju hefur það smíðað allar vélar og annan út- búnað, ráðið gerð þeirra og niðurröðun. Hafa verkfræð- ingar fyrirtækisins, einkum Vagn Möller, lagt sig fram um að gera allt sem bezt úr garði, svo að framleiðsl- an yrði örugg, og var það verk engan veginn auðvelt, því að hér er um sérstakar aðstæður með tilliti til hrá- efna að ræða. Hefur samstarfið við fyrirtækið alla tíð verið svo gott, að ekki verður á betra kosið. Mega Is- lendingar vera fyrirtækinu þakklátir fyrir framlag þess i sambandi við sementsverksmiðju hér á landi fyrr og síðar. öllum verkfræðingum og öðrum sérfræðingum, sem hjálpað hafa til við að koma verksmiðju þessari áleið- is, þakkar verksmiðjustjórnin, en eigi síður öllum verk- stjórum, iðnaðarmönnum og verkamönnum, sem starfað hafa við byggingaframkvæmdir og uppsetningu véla. Er ekki unnt að nafngreina alla þá, er hér hafa lagt hönd að verki, en hér hefur verið dyggilega unnið, oft af frábærum dugnaði og eljusemi, svo að viða er rómað, ekki einungis hér, heldur einnig utan landsteinanna, Hafi allir þökk fyrir ágætlega unnin störf. Öll gæfa er frá Guði. Og gæfan hefur ekki farið fram hjá þessu fyrirtæki. Við þökkum forsjóninni, að hún skuli hafa látið verk okkar lánast fram til þessa og biðjum þess af heilum hug, að Guðs blessun megi fylgja því um alla framtíð. Forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, hefur sýnt Sementsverksmiðju ríkisins þá vinsemd að tjá sig fúsan til að leggja hornstein að einni helztu byggingu hennar, og flytja ræðu af því tilefni. Mennta- og iðnaðarmála- ráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, sem fer með mál verk- smiðjunnar í ríkisstjórninni, mun að því búnu flytja ræðu og kveikja eld í ofninum. (Ávarp forseta og ræða iðnaðarmálaráðherra er birt hér í ritinu að framan). Á skjal það, er múrað verður í homstein verksmiðj- unnar, er þetta skráð: SEMENTSVERKSMIÐJA RlKISINS Ríkisstjórn Islands lét reisa þessa verksmiðju til fram- leiðslu á sementi i almennings þágu. Ár 1958, laugardag 14. dag júnímánaðar, var horn- steinn lagður að verksmiðju þessari. Þá var forseti Islands: Herra Ásgeir Ásgeirsson. Þá skipuðu ríkisstjórn Islands: Hermann Jónasson, forsætis- og dómsmálaráð- herra, Guðmundur 1. Guðmundsson, utanríkisráðherra, Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- og iðnaðarmála- ráðherra, Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegsmála- og viðskipta- málaráðherra, Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráðherra. Ráðuneytisstjóri atvinnumálaráðuneytis var Gunnlaug- ur E. Briem og ráðuneytisstjóri fjármálaráðu- neytis Sigtryggur Klemenzson. Bankastjóri Framkvæmdabanka Islands var dr. Benja- mín Eiríksson. Þá skipuðu stjórn sementsverksmiðju ríkisins: Dr. Jón E. Vestdal, formaður, Helgi Þorsteins- son og Guðmundur Sveinbjörnsson. Forstjóri Sementsverksmiðju ríkisins var dr. Jón E. Vestdal. Athuganir á aðstæðum til framleiðslu sements hér- lendis höfðu verið hafnar áður en hafizt var handa um byggingu þeirrar sementsverksmiðju, er hér hefur verið reist. Skömmu eftir aldamótin 1900 fór slík at- hugun fyrst fram, en úr framkvæmdum varð eigi. Voru síðan öðru hverju gerðar svipaðar athuganir, hinar víðtækustu árið 1936. Eigi varð heldur úr fram- kvæmdum að því sinni. Að lokinni hinni miklu heimsstyrjöld 1939—45 var þörf fyrir sement orðin mjög mikil hér á landi, og var málið enn tekið upp. Var það rætt á Alþingi Is- lendinga árið 1947 og þar samþykkt lög um sements- verksmiðju (lög nr. 35/1948). Með lögum þessum var ríkisstjórninni veitt heimild til að láta reisa verksmiðju, er framleiddi 75 þús. smál. af sementi á ári. Bygging verksmiðjunnar var þó eigi hafin þá þegar, en fenginn hingað til lands erlendur sementsverkfræð- ingur til ráðuneytis. Hnigu athuganir hans einkum að því, hvor staðurinn væri hagkvæmari í þessu skyni, önundarfjörður eða Patreksfjörður. Fram til þessa hafði verið gert ráð fyrir notkun skeljasands af Vestfjörð- um til framleiðslu sementsins. Af skýrslu verkfræð- ingsins mátti ráða, að orkað gat tvímælis, hvort hag- kvæmt væri að reisa sementsverksmiðju við þau skil- yrði, er þá þóttu bezt. Atvinnumálaráðherra, Bjarni Ásgeirsson, skipaði nefnd í ársbyrjun 1949, er kanna skyldi allar eldri rannsóknir og áætlanir um sementsverksmiðju. Skil- aði nefndin áliti 28. júní 1949, og lagði hún þar til, að notaður yrði skeljasandur úr Faxaflóa til fram- leiðslu sementsins, enda reyndist magn hans nægilegt, en skeljasandur hafði fundizt á þeim slóðum. Skömmu síðar fannst og líparít á nokkrum stöðum við Faxa- flóa, en fram til þess hafði verið ráðgert að flytja inn allmikið magn af kísilsandi. Atvinnumálaráðherra skipaði 5. ágúst 1949 nefnd til að gera tillögur um staðsetningu sementsverksmiðj- unnar. 1 samræmi við tillögur nefndarinnar ákvað ráðherra, að verksmiðjan skyldi reist á Akranesi. Hinn 8. ágúst 1949 voru skipaðir i fyrstu stjóm verksmiðjunnar þeir dr. Jón E. Vestdal, formaður, Helgi Þorsteinsson og Sigurður Símonarson. Þegar til mála kom, að verksmiðjan yrði reist á Akranesi, bauðst

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.