Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 12
58 TÍMARIT VFl 1958 ræða venjulegt viðfangsefni, heldur stendur letruð á vegginn fyrir sjónum vorum hin örlagaþrungna spurning: Erum vér þess megnugir að Idjúfa hið örsmáa atóm án þess að gereyða lieiminum? Það var ekki fyrirfram aðalmarkmiðið með því að kljúfa atómið að leysa úr læðingi þá óhemju orku, sem klofnunin reyndist hafa í för með sér. Hér var ekki um að ræða „verkefni", sem leyst var af hendi fyrir fé úr einhverjum sjóði eða frá einhverju rannsóknarráði. Rutherford starfaði ekki heldur að tilraunum sínum sem ráðunautur eða sérfræðingur einhverrar orkumála stjórnardeildar. Nei, það sem réði gjörðum hans var blátt áfram for- vitni sú, sem manninum er ásköpuð. Hann spurði sjálf- an sig. Velti því fyrir sér, hvort atómið, sem talið var ókljúfanlegt, þrátt fyrir allt kynni að mega kljúfa. Tækninýjungar fylgja í slóð nýrra landvinninga á sviði visinda. Nýjar uppgötvanir ‘gerast hver á fætur annarri, af því að maðurinn er forvitinn, fróðleiksfús -— og gáfum gæddur. Og rétt hugsun, sem einu sinni hefur verið komið á framfæri, verður ekki afturkölluð. Um aldaraðir hafa verið gerðar margar tilraunir til þess að kæfa hugsanir, bæði með hörku og undirferli. Það hefur aldrei tekizt og mun aldrei takast. Þess vegna er þróunin í áttina að stöðugt fullkomnari yfirráðum, ekki eingöngu sjálfkrafa og laus við að lúta að stjórn, henni verður heldur ekki snúið við. Maðurinn leitar stöðugt. Og hann finnur. Og það sem hann finnur, er ekki ávallt hættulaust. Að því hlaut að koma — og það gerði það fyrir löngu — að lífi hér á jörðunni fylgdu auknar hættur. Ástæða er til að spyrja: Skilur mannkynið, þar sem það nú er á vegi statt með þá ógnarorku handa á milli, sem tækni- vísindin hafa lagt því í skaut, skilur það, hverjar kröfur eru til þess gerðar um nauðsynlega varkárni, svo að eigi fari þannig að lokum, að þetta sama mannkyn tortímist við harmkvæli og skelfingar, sem ekki verður með orð- um lýst? Ef teknir eru til athugunar aðrir eiginleikar mannsins: sjálfsstjórn, félagshyggja, siðgæði, væri að lokum ástæða til að taka til alvarlegrar íhugunar hina mikilvægu spurningu, hversu háttað er möguleikum mannsins (homo sapiens) til áframhaldandi lífs og viðgangs í þvi um- hverfi, sem honum er búið hér á jörðu. 1 vorar veiku hendur hleðst stöðugt aukið vald. Það gefur í sannleika ástæðu til kvíða. En í þessu óhemju- valdi, sem veldur kvíða vorum, er jafnframt fólgin vor eina von. Hættan, sem oss stafar af sjálfum oss, er orð- in slík, að vér erum knúin til þess að velja: annað hvort að virkja þetta vald til átaka í sameiginlegri við- leitni gjörvalls mannkyns, — eða sem vopn í stríði, þar sem hinir striðandi aðilar sýna enga miskunn og enginn sigurvegari myndi að orustu lokinni baða sig í geislum sólarinnar, en yfir orustuvellinum, eyddum bú- stöðum mannkyns, myndi grúfa koldimm nótt gereyð- ingar. En ennþá hefir ekki hin niðdimma nótt skollið á. Skamma hríð enn gefst oss ómetanlegt tækifæri. Ekkert tímabil sögunnar hefir haft í sér fólgið stærri köllun né verið stærri í sniðum en yfirstandandi öld, Ó- neitanlega öld óttans, en um leið öld ómælanlegra mögu- leika. Það sem mestu varðar á næstunni er, hversu til tekst um hugkvæmni og hugmyndaauðgi mannkynsins í heild í leit þess að lausn hinna mörgu vandamála, sem örlög- um ráða. En um árangur þeirrar leitar getur brugðið ti! beggja vona. Margir leggja mikið upp úr óttanum. Telja, að hræðsl- an við tortímingu muni nægja til þess að aftra mann- kyninu frá því að æða í glötunina. Og ekki skortir efni til þess að draga upp dökka og ægilega mynd af ófriði og eyðileggingu til stuðn- ings þessu sjónarmiði. En nægir óttinn einn til þess að aftra mannkyninu frá því að ganga veginn til glötunar? Væri ekki vænlegra til árangurs að draga fram og benda á þá möguleika jákvæðs eðlis, sem kjarnorku- öldin hefur í sér fólgna? Því skyldu ekki heilir skarar vísindamanna og sér- fræðinga setjast við að draga upp bjarta og jafnframt áreiðanlega og raunhæfa mynd af möguleikum á upp- byggingu nýs heims, sem skapa mætti með tilkomu kjarnorkunnar. Einkunnarorð slíkrar myndar mættu gjarnan vera: Sjá, þannig er oss i dag fært að gjöra oss jörðina undir- gefna. Mynd þessi, með öllum sínum æfintýrablæ, yrði jafn- framt að vera þannig úr garði gerð, að hún stæðist gagnrýni, eins og um væri að ræða tilboð i meiri háttar mannvirki, og mætti raunar líta svo á, að hér væri um tilboð að ræða, sem lagt væri fram fyrir alheim, en að tilboðinu stæði hinn öflugasti og traustasti aðili: Tækni og vísindi nútímans. Ættum vér nú ekki, menn tækni og vísinda í öllum löndum heims, að leggja á það megináherzlu, að með einum eða öðrum hætti verði því til leiðar komið, að úrval tækni- og vísindamanna taki sér fyrir hendur að draga upp hugmyndariss, er sýni öllum heiminum í stórum en skýrum dráttum, hvernig heimkynni megi búa mannkyni öllu á þessari jörð, þegar tillit er tekið til allra þeirra möguleika, sem mannkynið hefur nú yfir að ráða. Ættum vér ekki að telja það skyldu vora að leggja fram vorn skerf til þess að koma í veg fyrir, að heimurinn á þessum mikilvægu tímamótum velji í blindni um hinar örlagaríku leiðir, sem framundan eru ? Er það ekki skylda vor að sýna fólki hvarvetna á jörð- unni skýra mynd einnig af hinu bjartara hlutskipti, sem bíða kann allra, í skjóli nútímatækni og -vísinda, ef mannkynið ber gæfu til þess að velja rétt? Á. boðstólum höfum vér að vísu enga paradís á jörðu. Aðeins sæmilega vistarveru öllum mönnum. En jafnvel það á enn langt í land víða um heim. Engri kynslóð hafa nokkru sinni áður staðið opnir slíkir möguleikar sem nú. Aldrei áður hefði raunsæjum mönnum með ábyrgðartilfinningu verið kleift að draga upp og ábyrgjast gildi jafnglæsilegrar framtíðarmyndar. Sú glæsilega framtíðarmynd, sem hér um ræðir, hefur jafnframt í sér fólgið ómetanlegt siðferðilegt gildi. Bjartari vonir um markvissa viðleitni hugar og handa í þjónustu mannkynsins. Þetta siðferðilega viðhorf varpar ljósum bjarma á hina myrku baksýn hins verra hlut- skiptis. Það mætti hugsa sér eftirfarandi lokaþátt i sjónleik, þar sem aðalsviðið væri jörðin, og áhorfandinn væri einhversstaðar úti í himingeimnum: Umhverfis jörðina í rústum, þar sem geislavirkni hefur eytt öllu, sem einu sinni var líf, sveima nokkrir einmanalegir gervimánar.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.