Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 14
60 TÍMARIT VFl 1958 Bréf Lifeyrissjóðs VFÍ til fjármálaráðuneytisins varðandi hámark frádráttarbærra lífeyrissjóðsiðgjalda LlFEYRISSJÓÐUR VFl. Reykjavík, 12. 3. 1957. Undanfarna daga hafa oss borizt kvartanir frá sjóð- félögum vorum um það, að hluti af lifeyrissjóðsiðgjöld- um þeirra væri skattlagður. Samkvæmt upplýsingum skattstofunnar byggist þessi skattálagning á því, að samanlögð lífeyrissjóðsiðgjöld (þ. e. hlutur sjóðsfélaga + hlutur vinnuveitenda) sjóðfélaga vorra sé í mörgum tilfellum hærri en 7.000,00 kr. á ári og/eða hærri en 10% af launum, en hvort tveggja er hámark á frádrátt- arbærum lífeyrissjóðsiðgjöldum skv. 10. gr. d lið skatta- laganna. Beri því að skattleggja sem tekjur hjá sjóð- félaga þann hluta lífeyrissjóðsiðgjaldanna, sem er fram yfir nefnt hámark. Fjármálaráðherra er þó heimilt samkvæmt sama lið téðra Jaga að leyfa hærri iðgjaldagreiðslur til frádráttar tekjum, ef sérstakar ástæður mæla með því. Ueyfum vér oss því hér með að fara þess á leit við hæstvirtan fjár- málaráðherra, að hann leyfi allar lífeyrissjóðsiðgjalda- greiðslur sjóðfélaga vorra til frádráttar tekjum þeirra. Rökstyðjum vér þessa beiðni vora með eftirfarandi: Lífeyrissjóður VFl er aðeins opinn fyrir félagsmenn Verkfræðingafélags Islands, sem er þröngur hópur verk- fræðinga og annarra háskólaborgara, sem lokið hafa viðurkenndu prófi í verkfræðilegum visindum s. s. efna- fræði, eðlisfræði o. fl. Þessi hópur vinnur yfirleitt í föst- um stöðum, hjá sjálfum sér eða öðrum vinnuveitenda, og að fræðistörfum sínum til æviloka. Það eru því yfir- gnæfandi líkur fyrir því, að sá, sem gerzt hefur sjóð- félagi, haldi áfram að vera það unz hann deyr. Sjóðurinn hagnast því ekki á iðgjöldum manna, sem koma um stundasakir í sjóðinn, fara úr honum aftur og skilja þá eftir í sjóðnum iðgjöld þau, sem þeirra vegna hafa verið greidd í hann, og í öllu falli greiðsluhlut vinnuveitanda, þó þeir tækju út sín iðgjöld. Að þessu leyti hefur Lífeyr- issjóður VFl sérstöðu samanborið við aðra lífeyrissjóði, þar sem stöðugur straumur af fólki gengur í og úr sjóðn- num og skilur þar eftir iðgjöld, án þess að eignast bóta- rétt eða lífeyrisrétt, eða sem njóta fjárhagslegrar ábyrgð- ar hins opinbera. Af þessu leiðir, að Lifeyrissjóður VFl, sem ekki nýtur neins stuðnings hins opinbera, verður að hafa hærri iðgjaldshlutfall en aðrir lífeyrissjóðir. Reikningsgrundvöllur sjóðsins sýnir og, að 10% iðgjöld eru allsendis ófullnægjandi greiðslur í sjóðinn til að öðl- ast sambærilegan rétt til eftirlauna og annarra bóta og aðrir lífeyrissjóðir veita. Iðgjöld til Lifeyrissjóðs VFl hafa hingað til verið 12% af föstum launum, skv. 2. gr. kjarasamnings fyrir verkfræðinga, 6% frá hvorum aðila, verkfræðingi og vinnuveitanda, og dugar það raunai' heldur ekki til að veita sjóðfélögum vorum hliðstæðan eftirlauna- og bótarétt og aðrir lífeyrissjóðir veita. Til þess að svo sé þurfa iðgjöldin að vera um 15% af föst- um launum, enda er það iðgjaldshlutfali greitt í lífeyr- issjóð danskra verkfræðinga, sem rekinn er á svipuðum grundvelli og Lífeyrissjóður VFl. Verkfræðingar vinna samningsbundna reglubundna yf- irvinnu, en af launum fyrir hana eru ekki greidd lífeyr- issjóðsiðgjöld, enda þótt reglubundna yfirvinnan sé að- eins formsatriði og raunverulega föst vinna og laun fyr- ir hana föst laun. Séu lífeyrissjóðsiðgjöld verkfræðinga reiknuð sem hlutfallstala af raunverulegum föstum laun- um þeirra, eru þau aðeins 9,38—9,88%, og eftirlauna- réttur verkfræðinga að sama skapi hlutfallslega lægri en hjá öðrum lífeyrissjóðum. Um það ákvæði skattalaganna, að frádráttarbær líf- eyrissjóðsiðgjöld megi ekki vera hærri en 7.000,00 krónur á ári, er það að segja, að þessi upphæð mim hafa verið ákveðin með hliðsjón af þeirri kaupgjaldsvísitölu, sem skattstigar laganna voru miðaðir við, sbr. 6. gr. laganna, þ. e. meðal kaupgjaldsvisitölu ársins 1953, 147,2 stig. Verðrýrnun peninganna á undanförnum árum hefur hins vegar valdið því, að þetta 7.000,00 krónu hámark er nú raunverulega miklu lægra en upphaflega var ætlast til, og er því óeðlilegt að láta það óbreytt standa. Ennfremur mun þetta hámark hafa verið ákveðið á sinum tíma með hliðsjón af hæstu iðgjaldagreiðslum af launum samkvæmt þágildandi launalögum. Síðan hafa ný launalög verið sett, og er hámarkið þvi einnig af þeirri ástæðu óeðlilega lágt. Þá er 7.000,00 krónu hámarkið einnig frá upphafi of lágt sett gagnvart Lífeyrissjóði VFl af sömu ástæðum og 10% iðgjaldagreiðslur til sjóðsins eru ófullnægjandi. 1 þessu sambandi þykir oss einnig rétt að vekja at- hygli á því, að hluti af vinnuveitendum sjóðfélaga vorra er ríki og bæjarfélög, sem ekki telja fram til skatts, og kemur þá til álita, hvernig lita beri á greiðslur þessara aðila í lífeyrissjóðinn samanborið við greiðslur skatt- skyldra vinnuveitenda, og hvaða áhrif þetta kann að hafa á frádráttarupphæð sjóðfélaganna gagnvart skatti. Þá viljum vér og benda á það, að eftirlaun og bætur til handa sjóðfélögum og fjölskyldum þeirra eru skattskyld- ar. Borgi sjóðfélagi þvi skatt af iðgjöldum sinum til sjóðsins, greiðir hann í annað sinn skatt af sömu tekj- um, þegar hann fær eftirlaun eða bætur greiddar úr sjóðnum. Virðist það næsta fráleitt fyrirkomulag, á með- an sjóðurinn veitir sjóðfélögum sínum hvorki önnur né meiri réttindi en venjulegt má teljast um aðra lífeyris- sjóði. Væntum vér þess, að hæstvirtur fjármálaráðherra sjái sér fært að verða við beiðni vorri og hlutast jafnframt til um, að skattur, sem þegar hefur verið lagður á lífeyrissjóðsiðgjöld sjóðfélaga vorra, verði felldur niður. Virðingarfyllst, Lífeyrissjóður VFl Hinrik Guðmundsson (sign.) Fjármálaráðuneytið, Arnarhvoli. Ath. Þetta mál hefur fengið þá afgreiðslu hjá fjármálaráð- herra, að hann gerði ekkert í því fram til 28. október

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.