Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1959, Blaðsíða 5
TIMARIT
VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLAIMDS
3. hefti 19 5 9 44. árg.
Miklabraut í Reykjavík
Eftir Einar B. Pálsson, yfirverkfræðing.
Erincli flntt á fundi í Verkfræðingafélagi Islands þ. 27. okt. 1959.
Inngangur.
Hér mun verða skýrt frá þeirri mannvirkjagerð, sem
Reykjavíkurbær lætur vinna að um þessar mimdir á
Miklubraut, undir stjórn bæjarverkfræðingsins í Reykja-
vík.
Ég býst við að mörgum séu staðhættir allvel kunnir
á þeim slóðum og mun miða frásögn mína við það. Til
yfirlits er hér ljósmynd af núverandi bæjarsvæði Reykja-
víkur. Myndin er tekin úr lofti af svæðinu í heilu lagi,
úr rúmlega 5000 metra hæð yfir sjó.
1 aðalatriðum er undirbúningur og framkvæmdir við
Miklubraut nú á því stigi, sem hér segir:
a. Lega Miklubrautar í bæjarskipulagi Reykjavíkur er
ákveðin.
b. Áætlun um hæðarlegu götunnar hefur verið gerð.
c. Tilhögun götunnar (grunnmynd) hefur verið ákveð-
in frá Miklatorgi austur að Háaleitisbraut.
d. Rafmagnsstrengir hafa verið lagðir í alla götuna og
aðrar leiðslur í vestari hluta hennar, einkum þó vest-
an Stakkahlíðar.
e. Miklabraut hefur verið fullgerð frá Miklatorgi að
Rauðarárstíg og skammt austur fyrir gatnamót
Lönguhlíðai'.
f. Búið er að ganga frá undirstöðu Miklubrautar milli
Lönguhlíðar og Stakkahlíðar og púkka þrjár ak-
brautir hennar þar.
g. Á svæðinu frá Stakkahlíð austur undir núverandi
Seljalandsveg er unnið um þessar mundir. Þar hafa
verið lagðar leiðslur og verið er að skipta um undir-
stöðuefni væntanlegra akbrauta og púkka þær. Á
þeim slóðum eru einnig framkvæmdir við Kringlu-
mýrarbraut, sem á að verða mikil umferðargata,
hornrétt á Miklubraut í Kringlumýri.
Sklpulag.
Það er tæpast hægt að ræða svo um Miklubraut, að
ekki sé minnst á bæjarskipulag Reykjavíkur. Ég ætla
því að rifja upp nokkur söguleg atriði um skipulagið,
að því er snýr að Miklubraut.
Árið 1927 var gerður skipulagsuppdráttur fyrir
Reykjavík. Hann var unninn af þáverandi skipulags-
nefnd ríkisins ásamt tveim fulltrúum bæjarstjórnar
Reykjavíkur. 1 skipulagsnefndinni voru þá Guðjón Samú-
elsson húsameistari rikisins, Geir G. Zoega vegamála-
stjóri og Guðmundur Hannesson prófessor, en fulltrúar
Reykjavikurbæjar voru Knud Zimsen borgarstjóri og
Guðmundur Ásbjörnsson forseti bæjarstjórnar.
Á uppdrætti þessum er gerð grein fyrir Reykjavíkur-
bæ á því svæði, sem við í dag köllum „innan Hring-
brautar". Hringbrautin er þama hið mikla nýmæli, þótt
hugmyndin um hana sé allmiklu eldri. Hún hefur þar að
mestu þá sömu legu, sem hún svo síðar fékk í raun og
veru, þegar til framkvæmdanna kom. Þess skal getið,
að áður hét þar einnig Hringbraut, sem nú heitir Ána-
naust og Snorrabraut.
Þó taka menn eftir þvi, að Hringbrautin liggur í boga
meðfram lóð Landsspítalans á þessum skipulagsupp-
drætti og reyndar einnig þar, sem hún átti að tengjast
Skúlagötu. Þar er því ekki hægt að tengja umferðar-
götur við Hringbraut. Þama virðist ekki hugsað fyrir
þeirri þróun byggðar og gatnakerfis út fyrir Hringbraut,
sem síðar varð.
En samt sem áður var hugmyndin um Hringbraut
mjög góð. Það er erfitt að hugsa sér Reykjavík nú án
Hringbrautar, Ánanausta og Snorrabrautar.
Um 1930 er farið að undirbúa byggingu bæjarins „ut-
an Hringbrautar", einkum eftir að farið var jafnframt
að vinna að skipulagsmálum hjá bæjarverkfræðingi
Reykjavíkur, sem þá var Valgeir Björnsson. Árið 1934
var ráðinn til bæjarverkfræðings Einar Sveinsson húsa-
meistari. Aðalverkefni hans var að vinna að skipulags-
málum Reykjavíkur. Fagleg forstaða þeirra mála var