Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1959, Blaðsíða 19
TÍMARIT VFl 1959
47
17. mynd: Vinnustaður í Hliðahverfi sumarið 1958. Lokið er við að grafa brott mýrarjarðveginn undan aðal-akbrautum. Verið
er að leggja nýtt safnræsi. Byrjað er á fyllingu malarefnis.
Ljósmvnd: Steinar Farestveit.
ingu götunnar þegar kemur austur fyrir Kringlumýri.
Áætlanir um það eru ekki nægilega langt komnar, til
þess að gera þær að umtalsefni hér að svo stöddu.
Ekki er vitað mikið um aukningu umferðarmagnsins
í gatnakerfi bæjarins í framtíðinni, en þörf er á því að
áætlanir séu gerðar um það. Þótt ljóst sé hve miklum
annmörkum slíkar áætlanir eru bundnar, þá er hitt jafn-
ljóst, að óvissar áætlanir eru þó betri en engar áætlanir.
Reynsla undanfarinna ára i öllum löndum sýnir, að þró-
unin á sviði umferðarmála gengur mun hraðar en menn
búast við fyrirfram, eða að óreyndu. Einmitt þessvegna
er svo mikil þörf á því að könnuð séu rök og eðli þeirr-
ar þróunar.
Áður var getið um að likur væru til þess að árið 1980
mundi bifreiðafjöldinn í Reykjavík vera kominn yfir
30 þúsund. Það er meira en þreföldun fjöldans, sem nú
er. Þegar bifreiðafjöldinn í bænum vex, þá vex einnig
umferðin á flestum götum gatnakerfisins, en þó mjög
misjafnlega mikið á einstökum götum. Á aðal-umferð-
argötu eins og Miklubraut má búast við að umferðin
aukist meira en í réttu hlutfalli við aukningu heildar-
umferðarinnar, að öðru óbreyttu.
Síðan kemur það til, að eftir því sem byggðin færist
austur eftir bæjarlandinu, vex umferðarálagið á helztu
umferðargötunum, er liggja í stefnu austur-vestur. Af
þeim götum mun Miklabraut fá mest í sinn hlut, vegna
legu sinnar.
Loks má gera ráð fyrir því, að þegar Miklabraut er
fullgerð, þá muni hún draga til sín talsverða umferð,
sem hingað til hefur forðazt hana, vegna þess hve yfir-
borð hennar hefur verið ófullnægjandi. Þessa verður
vart fyrir hvern götukafla hennar, sem fullgerður er.
Þessi aukning er að nokkru ieyti háð því, hversu ástatt
verður um Suðurlandsbraut, hina aðalgötuna, sem ligg-
ur frá austri til vesturs.
Ekki er til nægilega mikið af athugunum, til þess að
hægt sé nú að áætla í tölum hver aukning á umferð
Miklubrautar verður af völdum þeirra þriggja ástæðna,
sem hér var greint frá.
Umferðarmagnið, sem götur í borgum geta flutt, er
oftast mest háð því, hversu gatnamót þeirra eru starf-
hæf. Svo verður einnig um Miklubraut. Er því mikils-
vert að aðstæður við gatnamótin séu þannig, að hægt
sé að endurbæta þau síðar eftir þörfum. Oftast munu
ráð vera til, en þau kosta misjafnlega mikið.
Áður en framkvæmdir hófust við Miklubraut austan
Rauðarárstígs voru gerðar umferðatalningar á gatna-
mótunum við Lönguhlíð. Það var hinn 14. júní 1956.
Mesta klukkustundarumferð um gatnamótin í heild var
þá 566 bifreiðir á klst. (kl. 13—14), en mesti umferð-
arstraumurinn að gatnamótunum var á Miklubraut frá
vestri, kl. 11—12, 207 bifreiðir á klst.
Með þeirri tilhögun, sem nú er unnið að á þessum
gatnamótum, og góðri umferðastjórn, ættu gatnamót-
in við Lönguhlíð að geta tekið við umferðarstraumi á
Miklubraut, sem nemur 1500 bifreiðum á klst. í hvora
átt. Gatnamótin við Kringlumýrarbraut munu hafa meiri
afkastagetu, en þess er að gæta, að í framtíðinni mun
Kringlumýrarbraut fá meiri umferð en Langahlið.
Akbrautir Miklubrautar, sem eru 7,5 m breiðar hvor
um sig, geta flutt miklu meira umferðarmagn en gatna-
mótin geta tekið við, svo sem þau eru gerð nú. Það mun
því fyrst þurfa að bæta gatnamótin, þegar að því kem-
ur í framtíðinni, að Miklabraut fullnægir ekki þörfum
umferðarinnar.