Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1959, Blaðsíða 20

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1959, Blaðsíða 20
48 TlMARIT VFl 1959 Tilkynning um byggingar í Garðahreppi Frá og með árinu 1959 mun Byggingarnefnd Garða- hrepps framfylgja byggingarsamþykktum hreppsins, og er vakin athygli þeirra, sem hugsa sér að byggja hús í hreppnum, á eftirfarandi ákvæðum byggingarsamþykkt- arinnar: II. kafli 4. gr. 3. liður: „Séruppdrætti skal gera af: a. Járnbentri steinsteypu og fleiru viðvíkjandi burðar- þoli í byggingunni, og fylgi þeim útreikningar. Þar sem reiknað er með meiri notþunga en venjulegum íbúðamotþunga, skal þess getið á uppdráttum og hve mikill hann er“. Teikningar þessar skulu samþykkjast af bygg- ingarnefnd, áður en farið er að slá upp fyrir sökkli. ,,b. Fyrirkomulagi vatns og skolpveitna og hita, gas og rafmagnslagna um fyrirhugað hús, að því og frá, allt eftir nægilega stórum mælikvarða". Vatns- og skolpkerfi samþykkist, áður en slegið er upp fyrir sökkli, en hitalagnateikning áður en húsið er fokhelt. Um rafmagnsteikningar gilda á- kvæði rafmagnsveitu. „c. Sérstökum hlutum húss eða mannvirkis eftir svo stórum mælikvarða, að vinna megi eftir þeim, ef byggingarfulltrúi krefst þess“. Athygli er einnig vakin á lið 8 í sömu grein fram- angreinds kafla: „8. Uppdrættir og útreikningar skulu gerðir af sér- menntuðum mönnum — húsameisturum, verkfræð- ingum, iðnfræðingum eða öðrum, er byggingamefnd telur hafa nauðsynlega kunnáttu til þess og upp- fylla þær kröfur, sem gera verður til tekniskra uppdrátta. Sá, sem uppdrátt gerir eða útreikning, skal und- irrita hann með eigin hendi, enda beri hann ábyrgð á, að árituð mál séu rétt og að uppdráttur og út- reikningur sé í samræmi við settar reglur". Byggingarnefnd gerir kröfu til, að allar teikningar skuli málsettar eftir metrakerfinu. öðrum teikningum verður vísað frá. Nefndin krefst þess, að tilgreindar séu þær reglur (norm), sem teikningar og útreikningar eru gerðir eftir. Auk þessa er ákveðið, að ekki skuli leyfðar bygg- ingar i hreppnum, nema aðgangur sé tryggður að vatns- bóli og frárennsli, sem heilbrigðisnefnd hreppsins sam- þykkir. Hreppsnefnd Garðahrepps. Byggingarnefnd Garðahrepps. Gjaldskrárbreytingar Eftirfarandi breytingar á gjaldskrá VFl voru sam- þykktar á auka-aðalfundi 27. okt. 1959. 1. Aftan við 15. gr. komi þessi viðbót: „Við útreikning þóknunar skv. þessari grein skal deila með gildandi byggingarvísitölu á hverjum tíma í kostn- að mannvirkis og margfalda með 904, og er sú tala, er þá fæst, grundvöllur fyrir hundraðstölu heildarþóknun- ar. Heildarþóknun skal reiknuð með þessari hundraðs- tölu af raunverulegum kostnaði mannvirkis. Fella skal niður þrjá síðustu heildarkostnaðarliði töfl- unnar í þessari grein, þannig að hún endi á heildarkostn- aði kr. 20.000.000,00, og haldist himdraðstala þóknunar óbreytt úr því". 2. 1 23. gr. eftir þriðju málsgrein komi: „Þóknun fyrir mannvirki, sem reiknað er fyrir jarð- skjálftaátök, skal ákveðin skv. 15. grein". 3. 26. gr. orðist svo: „Þóknunin í 23. og 24. gr. er miðuð við byggingar- vísitöluna 904 stig og er háð breytingum á byggingar- vísitölunni". TlMARIT VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ISLANDS kemur út elgl sjaldnar en sex sinnum á ári og flytur greinar um verkfrœðileg efni. Árgangurinn er alls um 100 siöur og kostar 100 krónur, en einstök hefti 20 kr. — Ritstjóri: Hinrik GuOmundsson. Rlt- nefnd: Baldur Líndal, Guömundur BjVnsson, Helgi H. Árnason og Magnús Reynir Jónsson. — Otgefandi: Verkfræðingafélag Islands. — Afgreiðsla timaritsins er i skrifstofu félagsins í Brautarholti 20, Reykjavik. Simi 19717. Pósthólf 645. STEINDÖRSPRENT H.F.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.