Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1959, Blaðsíða 7
TlMARIT VFl 1959
35
Hœzti staður Miklubrautar er á Grensási, um 49 metra
yfir sjó.
Breidd götustæðisins var i upphafi ákveðin 25 metrar.
Það er óbreytt frá Miklatorgi að Rauðarárstíg, en er
breikkað í 38,5 metra þaðan og að Lönguhlíð, síðan er
það 29,5 metrar að Stakkahlíð. Austan Stakkahliðar
breikkar götustæðið upp i 54,0 metra, en þó þannig, að
þar er svæðið, sem gatan hefur til umráða, 100 metra
breitt.
Á Miklubraut er aðal-akbrautin tvískipt, hvor braut
er 7,5 m breið. Það er mesta breidd, sem hefur verið
notuð hér, enn sem komið er, og er í samræmi við það
E
£ »
t- o
& Æ
cd kc
A 8
S S
cö eð
'O
T3
_ C
cn >,
“ £
CQ
sem bezt gerist erlendis á tvískiptum götum, þar sem
hvor akbraut hefur tvær akreinar.
I þessu sambandi skal þess getið, að fyrstu akbrautir
Hringbrautar og Snorrabrautar voru gerðar 6,0 m breið-