Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1959, Blaðsíða 17

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1959, Blaðsíða 17
TlMARIT VFI 1959 45 15. mynd: Vörubifreið tii þungaflutninga, gerð Scania Vabis, ber um 10 tonn. Verið er að flytja malarkennt fyllingarefni undir aðal-akbraut Miklubrautar í Hlíðahverfi. Fyllingarefnið er bleytt, til þess að það þjappist betur. — Ljósm.: Steinar Farestveit ig byggðar: Neðst er 25 cm þykkt púkklag, sandfyllt og þjappað. Þá kemur 5—10 cm réttingarlag úr möl, sandfyllt og þjappað. Er helt í það afsalti, til að það haldist kyrrt. Síðan koma hin eiginlegu malbikslög. Þau eru tvö. Hið neðra, burðarlagið, er 6 cm þykkt, en hið efra, slitlagið, er 4 cm þykkt. Þann tíma sem fyrrgreindar framkvæmdir á Miklu- braut hafa staðið yfir, hefur henni aldrei verið lokað fyrir almenna umferð. Umferðargildi Miklubrautar er orðið svo mikið vestan til, að það er miklum vandkvæð- um bundið að loka henni þar. Það gefur að skilja, að þetta hefur valdið töfum og auknum kostnaði, einkum í sambandi við notkun hinna stóru vinnuvéla. Leiðslur. Þegar gata liggur um landið eins og Miklabraut, — á miðju nesinu, — þá er ekki hægt að komast hjá þvi, að lagt verði mikið af leiðslum í hana eða meðfram henni. Miklabraut hefur ekki farið varhluta af þessu, en má þó búast við meiru. Hið merkasta af því tagi, sem liggur í Miklubraut, er steinsteyptur strengjastokkur Rafmagnsveitu Reykja- víkur. Um þá strengi, sem þar liggja, fer mikill hluti af þeirri rafmagnsorku, sem kemur til Reykjavíkur. Þennan stokk verður því að umgangast af mikilli nær- fæmi. Hann var ákveðinn og byggður áður en ljóst varð að skipta þyrfti um undirstöðujarðveg götunnar og hefur nú verið til mikils trafala við það verk. Frá húsunum við Miklubraut liggur mikið af leiðsl- um til götunnar. Það þykir sjálfsagt, áður en gata er fullgerð, að ganga úr skugga um að slíkar leiðslur séu í lagi og endurbæta það sem áfátt er, svo að ekki þurfi að brjóta upp nýlega gerða götu af þeim orsökum. Hef- ur áður verið getið um þetta atriði í sambandi við á- kvörðunina um að skipta um undirstöðuefni götunnar. Nýtt holræsi hefur verið lagt í Miklubraut frá Löngu- hlíð að Rauðarárstíg. Þvermál þess er 80 cm frá Löngu- hlíð að Reykjahlíð en 100 cm þaðan og að Rauðarár- stíg. Þetta holræsi verkar sem safnræsi fyrir efri hluta Hlíðahverfisins, en tekur einnig við frárennslisvatni úr hinni nýju dælustöð hitaveitunnar við Drápuhlíð. Frá- rennslisvatn þetta er raunar úr öllu Hlíðahverfinu. Ráð- gert er að því verði hleypt út i holræsakerfið í einu lagi frá dælustöðinni á sumrin, en að það verði endurhitað á öðrum árstimum. Holræsið var lagt um leið og skipt var um undir- stöðujarðveg götunnar og þurfti þvi ekki að grafa fyrir því, nema þar sem það fer undir gólf undirganganna við gatnamót Lönguhiíðar. Kostnaður. Ég mun nú gefa nokkurt yfirlit yfir kostnað við þær framkvæmdir, sem hér hefur verið skýrt frá. Sumarið 1953 var fyrsti kafli Miklubrautar fullbyggð- ur frá Miklatorgi að Rauðarárstíg. Lengd hans er 180 m. Það kostaði 1,1 millj. krónur. Sumarið 1957 var byrjað á endanlegri gatnagerð Miklubrautar í Hlíðahverfinu. Þá var skipt um undir- stöðujarðveg, akbrautir púkkaðar, undirbúnar gang- stéttir og niðurföll í syðri hluta götustæðisins, næst húsunum, á svæðinu frá Rauðarárstíg að Stakkahlíð. Verkið var unnið í samhengi við lögn hitaveitu í Hlíða- hverfið. Mikið var lagfært og endurnýjað af leiðslum i götunni. Kostnaður við götuna þetta ár varð 2,1 millj. kr., þar af kostaði kaflinn frá Rauðarárstíg að Löngu- hlíð 1,6 millj. kr. Árið 1958 var lokið við að skipta um undirstöðujarð-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.