Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1959, Blaðsíða 12
40
TÍMARIT VFl 1959
og þunga föstu efnanna í jarðveginum. Þegar um stein-
kennd jarðefni er að ræða með rúmþunga 2,6—3,0,
þýðir vatnsinnihald, sem fer yfir 30%—40% það, að
jarðvegurinn er mjög blautur og linur. Sá jarðvegur
sem hér var rannsakaður hafði vatnsinnihald yfirleitt
frá 200% til 600% (7. mynd), meira að segja upp í
740%. Enda þótt tekið sé tillit til þess, að föstu efnin
í þessum jarðvegi séu miklu eðlisléttari en steinkennd
jarðefni, þá verður að telja að það vatnsinnihald, sem
hér mældist, sé alveg óvenjulega hátt.
Vatnið er sem sé að þunga til, tvisvar til 7,4 sinnum
meira en fasta efnið í jarðveginum, en að rúmmáli er
vatnið 1,5 til 5 sinnum meira en fasta efnið. Slík mýri
er því á ýmsan hátt nær því að vera tjöm en fast land.
En mikill hluti vatnsins er hér bundinn i óteljandi hol-
rúmum og frumum órotnaðra plöntuleifa.
Rúmþyngdin mældist frá 1,01 til 1,36 og sýnir það
að jarðvegurinn inniheldur lítið af steinefnum.
Glæðitapið er mælikvarði fyrir innihald jarðvegsins af
lífrænum efnum. Sýnishomið er fyrst þurrkað við 105°C
og síðan glætt við 700—800 °C. Glæðitapið er hlutfallið
milli þungatapsins, sem verður við glæðinguna, og þung-
ans á hinu þurrkaða efni fyrir glæðinguna.
Þegar glæðitap hjá jarðvegi fer yfir 10%, þá er talið,
að um talsvert mikið sé að ræða af lífrænum efnum.
Glæðitapið mældist hér frá 20% til 90% (Sjá 8. mynd).
Glœðitap %
8. mynd: Glæðitap mýrarjarðvegs á sama stað og greint er
frá við 7. mynd. Þetta línurit er sérkennandi einnig fyrir aðra
athugunarstaði. Hið sama er að segja um þau línurit, sem hér
fara á eftir, nema hvað jarðvegsdýpið er mest á þessum stað.
Þessi gildi eru talin óvenjulega há. Lífrænu efnin eru
hér yfirleitt helmingur til % hlutar af föstu jarðefn-
unum og þau eru sú raunverulega ástæða fyrir hinu
mikla vatnsinnihaldi, sem þegar hefur verið greint frá.
Samdráttur efnisins við þurrkun verður fyrir áhrif
háræðakrafta, þegar meniskus hverrar háræðar dregst
inn í háræðina. Það samsvarar því að í efninu sé ríkj-
andi þrýstingsástand í þrem víddum. Samdrátturinn veit-
ir jafnframt upplýsingar um það hversu jarðefni lætur
undan þunga.
Samdrátturinn er mældur sem hlutfallið milli rúm-
málsminnkunar og upprunalegs rúmmáls. Það er reynslu-
atriði að jarðvegur, sem fær 15% samdrátt við þurrkun,
er mjög linur jarðvegur,
Samdráttur þess efnis, sem hér var rannsakað, var
miklu meiri, sbr. 9. mynd. Hann mældist yfirleitt milli
25% til 75%, jafnvel upp í 90%. Það þýðir að þessi jarð-
vegur er alveg óvenjulega linur gagnvart þrýstingi.
Samþjöppun efnisins var mæld sérstaklega og sam-
band hennar við þrýsting, þegar efnið getur ekki vikið
til hliðar, sbr. 10. mynd. Við þrýsting frá 3 til 4 kg/cm:
Samdráttur i %
/ftykjavik. 7- /O- 53
9. mynd: Samdráttur mýrarjarðvegs við þurrkun við 105° C.
Athugun er gerð á sama stað og greint er frá á 7. mynd.
þrýstist mýrarjarðvegurinn saman, svo að þykktin verð-
ur ekki nema helmingur af því sem áður var.
Stífleika-stuðull þessa efnis, (sem samsvarar fjaður-
magns-stuðli fjaðurmagnaðra efna) mældist 2,6—5
kg/cm-', þegar áreynsla efnisins var milli 0 og 2 kg/cm-.
Þetta þýðir að ef eins metra þykkt sandlag er lagt ofan
á þriggja metra þykkt jarðlag af slíkum jarðvegi, þá
sígur yfirborðið um 12—23 cm.
Stac/t fíeykjavrk
Stroftenbauobieilung
Aufirag Nr 257
Drucksetzungsversuch
Probt Nr 14/-<? 57
Schurf Nr 5 Entnahmetiefe S.65m
Bodenart Torf nreich. pf/anzenreich
Dr Jrtg L eussmk
Essen.den g/t S4
10. mynd: Sambandið milli þrýstings og samþjöppunar hjá
mýrarjarðvegl í 3,65 m dýpi á sama stað og sýnt er á 7. mynd.
1 upphafi tilraunarinnar er vatnsinnihaldið 536%, en í lok hennar
er það 266%.