Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1959, Blaðsíða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1959, Blaðsíða 15
TlMARIT VPl 1959 43 12. mynd: Vinnustaður á Miklubraut austan við gatnamót Lönguhlíðar, sumarið 1957. Verið er að grafa og flytja brott mýrarjarð- veginn og lagfæra leiðslur. — Ljósmynd: örn Bernhöft. (vega sjálfir 14 tonn, sjá 13. mynd) og ennfremur skófluvagn (scraper), einnig af Le Tourneau gerð, er tekur 9 tonn (sjá 14. mynd). Skófluvagninn fyllir sig sjálfur og tæmir. Hann er dreginn af beltisdráttarvél. Þessi tæki komast yfir mikla ófærð. Vörubifreiðir bæj- arins, sem bera um 10 tonn hafa og talsvert verið not- aðar. Venjulegar vörubifreiðir hafa einnig verið notaðar, en þær eru ekki hagkvæm tæki til slíkra flutninga, enda ekki fyrir þá gerðar. Það vantar hér meira af vöru- bifreiðum til reglulegra þungaflutninga. (15. mynd). Ég vil minnast hér á eitt atriði, sem er tæknilega séð mjög þýðingarmikið. Það er þjöppunin á því fyllingar- efni, sem flutt er að og kemur í staðinn fyrir mýrar- jarðveginn, sem fluttur er brott. Sú krafa er gerð til hinnar nýju fyllingar, að það megi byggja og fullgera götuna á henni á sama árinu eða næsta ári. Fyllingin má þá ekki síga neitt teljandi eftir að hin endanlega gatnagerð byrjar. Það er ekki auðvelt að leysa þetta mál, þegar ekki er völ á heppilegum tækjum til þjöppunarinnar. Venju- legir götuþjapparar duga ekki, því að þeir komast ekki áfram á fyllingunni. Ný tæki höfðu ekki fengizt inn- flutt. Sumarið 1957 var byrjað með því að reyna að notast við fallklossa, þungt járnstykki, sem krani lyftir og læt- ur falla á kerfisbundinn hátt. Þetta var tafsamt og hent- aði ekki vel innanum umferð flutningavagna og jarð- ýtu, sem dreifði úr hlössunum. Var þá farið til þess að láta jarðýtu þjappa fyllinguna, sem var mynduð úr þunnum lögum. Umferð flutningatækjanna var einnig notuð til þjöppunar. Fyllingin var bleytt meðan á þessu stóð. Þegar malarfyllingin var komin í rétta hæð meðfram húsunum á svæðinu frá Rauðarárstíg að Lönguhlið, voru settir á hana 15 hæðarmælingapunktar undir púkklagið. Umferðinni var síðan hleypt á þessa götu. Fimm mán- uðum seina voru mælingapunktarnir hæðarmældir á ný og kom þá í ljós að þeir höfðu sigið um 0—12 mm, mest 12 mm á tveim stöðum í kanti á fyllingunni. Nokkru síðar var hæðarmælt á ný og virtist fyllingin þá komin i ró. Sumarið 1958 var fyllt undir aðalakbrautirnar. Þá var malarefnið lagt út og þjappað með jarðýtu og flutn- ingatækjunum eins og áður, en síðan var víbróvaltari látinn fara yfir fyllinguna. Hafði tekizt að fá til bráða- birgða gott tæki til þjöppunar á fyllingu. Víbróvaltarinn vegur aðeins 1 tonn. Hann veltur á einni tromlu, sem titrar. Þjöppunin var nú mæld með Proctor-aðferð bæði fyrir og eftir víbróþjöppunina. At- vinnudeild Háskólans aðstoðaði við þá mælingu undir stjórn Haralds Ásgeirssonar. Mælingarnar voru gerðar bæði í yfirborði fyllingarinnar og í 50 cm dýpi. Niður- staða þeirra var í aðalatriðum sú, að fyrir víbróþjöpp- unina var þéttleikinn 80—100% á Proctor-mælikvarða, en eftir víbróþjöppunina á öllum mælingastöðunum yfir 100%. Á árinu 1959 hefur þjöppunin verið framkvæmd eins og á síðastliðnu ári. Á þeim hluta götunnar, sem nú hefur verið fullgerð- ur, eru aðal-akbrautirnar, sem hvíla á fyllingunni, þann-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.