Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1959, Blaðsíða 18

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1959, Blaðsíða 18
46 TlMARIT VFl 1959 1G. mynd: Fylling með malarefni undir aðal-akbrautir Miklubrautar i Hlíðahverfi sumarið J958. — Ljósm.: Steinar Farestveit. veg undir aðalakbrautum frá Rauðarárstíg að Stakka- hlíð og púkka þær undir malbik. Kostnaður við götuna varð 2,9 millj. kr., þar af fyrir kaflann frá Rauðarár- stíg að Lönguhlíð 2,4 millj. krónur. Sumarið 1959 eru lagðar gangstéttir og akbrautir mal- bikaðar frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð og steyptur und- irgangur. Kostnaður við það er nú 4,1 millj. kr. 1 Kringlumýri, austan Stakkahlíðar, er skipt um und- irstöðujarðveg beggja akbrauta og þær púkkaðar frá Stakkahlíð og austur undir Seljalandsveg. Þar eru lögð holræsi beggja megin við götuna. Kostnaður við gat.na- gerð þar er kominn í um 1,7 millj. krónur fyrir það sem af er árinu, en mun væntanlega fara yfir 2 millj. kr. á þessu ári. Miklabraut á kaflanum milli Rauðarárstígs og Löngu- hlíðar, sem nú er nær fullgerður, kostar þá nú um 8,1 millj. krónur. Lengd kaflans er 490 m og er það raunar nokkru lengra en milli gatnamótanna, Til samanburð- ar má geta þess, að brunabótamat fjölbýlishússins, sem bærinn reisti á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar, er nú 11,6 millj. kr. Gröfturinn fyrir götunni á umræddum kafla kostaði 1,1 millj kr., en fyllingin með malarefni 1,7 millj. kr., samtals 2,8 millj. kr., eða um 35% af kostnaðinum. Uppgröfturinn var um 34000 teningsmetrar, og er þá meðtalið það sem grafa þurfti aukalega fyrir hita- veituna. Ef ekki hefði þurft að grafa burt allan mýrarjarð- veginn, hefði kostnaðurinn orðið lægri. Gera verður ráð fyrir að þá mundi hafa verið tekið brott að jafnaði eins metra þykkt lag úr götustæðinu fyrir burðarlög göt- unnar, og auk þess grafið fyrir leiðslum, Liklegt er að kostnaður við gröft og fyllingu hefði lækkað við það um helming. Hefði hann þá orðið um 1,4 millj. krónur. Sú upphæð er því greidd til þess að tryggja að gatan sé varanlegt mannvirki. Það eru um 17% af 8,1 millj. krónum. Kostnaður við uppmokstur mýrarjarðvegsins, brott- flutning og jöfnun var árið 1957 51 kr/m", en árið 1958 22 kr/m3. Hinn mikli mismunur á þessu stafar af ólík- um vinnuaðstæðum. Aðstaða og svigrúm skiptir mjög miklu máli, þegar notaðar eru stórvirkar vinnuvélar. Hið aðflutta malarefni, komið á staðinn, lagt niður og þjappað, kostaði um 60 kr/m3 árið 1957 en um 50 kr/m3 árið 1958. Starfslið: Þau sumur, sem gatnagerð Miklubrautar hefur staðið yfir fram til þessa, hafa oftast unnið þar um 25 verka- menn ásamt vélamönnum, en fjöldi þeirra varð mestur um 50 í sumar. Yfirverkstjóri er Guðlaugur Stefánsson. Verkfræðingar bæjarverkfræðings, sem ásamt mér hafa unnið aðallega að áætlunum og framkvæmdum við Miklubraut, eru Geir Þorsteinsson, Skúli Guðmundsson og Guttormur Þormar. Niðurlag. Ég hefi nú hér að framan gert nokkra grein fyrir gerð Miklubrautar og þeim verkfræðilegu úrlausnarefn- um, sem þar eru á ferðinni. Helztu atriðin, sem rætt hef- ur verið um, eru þessi: Skipulag bæjarins og hlutverk Miklubrautar. Lögun Miklubrautar og gatnamóta hennar. Undirstaða götunnar og undirstöðurannsóknir. Tiltækileg ráð vegna undirstöðu götunnar. Framkvæmd verksins og kostnaður. Ég hefi ekki rætt nema lítið um áætlanir og bygg-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.