Akranes - 01.11.1946, Qupperneq 5
IV. árgangur Jólablað 1946 11.—12. tölublað.
VILLTA
i!
MANNKYN
líttu upp
Tækniþróun vorra tíma verður með ári hverju ótrúlegri.
Ef það orð og hugtak þess væri bundið við það eitt, sem verða
^iætti mannkyni öllu til blessunar, væru sár síðustu tíma
færri en raun ber vitni um. Ef hugvit mannanna og mögu-
leikar þeirra í jörðu og á væru notaðir til sameiginlegs hags
þeirra og heilla, þyrfti enginn að svelta eða líða nauð.
Allt þetta gæti verið með ágætum. En af hverju er það þá
1 flestum tilfellum öfugt? Af því mennirnir koma sér ekki
saman. Af því þeir berjast sífellt í stað þess að batna.
Miðaldra menn hafa lifað tvær ægilegustu styrjaldir ver-
aldarsögunnar. í báðum tilfellum sögðu sigurvdgararnir að
þetta yrði síðasta stríðið. Að þeir hefðu farið í stríðið til þess
að fyrirbyggja að þessi villimennska geti oftar átt sér stað.
Hvar eru þær efndir? Ekki er nema um hálft annað ár síðan
lokið var hinum ógurlegustu stríðsógnum, sem sagan getur
Urn, og þó eru enn taldar álíka miklar líkur fyrir ófriði, sem
Varanlegum friði.
Æðstu menn sigurvegaranna í þessu stríði lýstu því óaf-
Mtanlega yfir, að þjóðir þeirra þyrftu að sigra til þess að
^yggja heiminum fullkominn frið og þjóðunum frelsi og
öryggi.
Sjálfsagt hefur og aldrei verið lagður meiri trúnaður á
þessi fögru orð en einmitt nú. Aldrei hefur heldur verið auð-
Veldara að tryggja þetta en að afloknu þessu ægilega stríði.
Sigurvegararnir voru bandamenn og mestu stórveldi heims-
ins. Meðal þeirra voru hinar fjölmennustu þjóðir, ríkustu og
^ezt menntu. Hinir sigruðu voru hins vegar svo gersigraðir,
að þvílíkt hefur ekki fyrr þekkzt. Þá þurfti því ekki að ótt-
ast a. m. k. 1 bráð. Nei, daginn eftir hina löngu þraut má
Hernur segja að sigurvegararnir hafi óttast hverir aðra.
Nú eða aldrei er því hægt að snúa við. Nú eða aldrei á að
þætta að slá ryki í augu alheims. Hætta að ljúga fólk út í
latlausar ógnir, með loforði um nýtt og betra líf. Loforð,
Sem tengja saman áframhaldandi glæpakeðju vegna sífelldra
Svika þessa fagurgala meðan ógnirnar ganga yfir.
Ef sigurvegararnir sjálfir byrja nú ekki nýtt líf, hafa þeir
enn, og alvarlegar en nokkru sinni fyrr, brugðist eigin þjóð-
urn og alheimi. En ef þeir haga sér eins og sönnum sigur-
Vegurum sæmir, geta hinir sigruðu sætt sig við það sem
koma skal, og neyddir til, eða af frjálsum vilja tekið þátt í
rettri og raunverulegri uppbyggingu þess heims, sem ekki
lengur notar fá friðarár til 'þess að „hlaupa til“ í næsta stríð.
Hugsað bandalag allra þjóða heimsins er engin vitleysa.
En það er vonlaust, nema að ráðamenn ríkjann og allur al-
Kristsmynd.
Nýjasta stónmynd Einars Jónssonar.
menningur skilji hlutverk sitt. Skilji að á þeim og þjóðun-
um sjálfum hvílir fyrst og fremst fögur eða fáránleg fram-
tíð. Engum er um að kenna ófarir mannanna og vandræði
nema þeim sjálfum. Engin hugsjón eða félagsleg samtök
fela í sér slík fvrirheit til bjargar og blessunar — ef hér er
snúið við — sem kirkjan og boðskapur hennar til allra