Akranes - 01.11.1946, Page 8
116
AKRANES
Ól. B. Björnsson:
Endurskoðun sálmabókarinnar
4. grein.
Hér áður hefur nú verið gerð nokkur grein fyrir niðurfell-
ingu sálma úr sálmabók vorri, svo og þeim sálmum, sem
teknir hafa verið í hina nýju reynsluútgáfu sálmabókarinnar.
í fljótu bragði furðar ef til vill marga á því hve nefndin
hefur tekið lítið af nýjum sálmum í bókina. Með hliðsjón af
því, sem ég hefi þegar sagt um upptöku ýmsra hinna nýju
sálma, mun ég ekki saka nefndina mikið fyrir aðgætni henn-
ar 1 þeim efnum. Þetta segi ég þó ekki af því, að þekking
mín sé tæmandi í þessu efni, langt frá, en á síðustu áratugum
virðist mér ekkert benda til að almenningur „detti um“ gull-
væga sálma, að andagift, trúarhita eða skáldlegum tilþrifum.
Allir muna eftir sálmabókarviðbæti þeim, sem gefinn var
út 1933 og gerður upptækur, og veðrin urðu hörðust út af.
Upp í þennan viðbæti munu hafa verið teknir 219 sálmar.
Þegar ég nú lít yfir þetta kver, sýnist mér sem nefndin hafi
tekið í hina nýju bók 49 af þeim sálmum. Fljótt á litið sýn-
ist sem hún hefði getað bætt enn við nokkrum sálmum, mið-
að við svipaðan mælikvarða og hún hefur fylgt við efnisval.,
Skal nú bent á nokkra þeirra sálma, sem til mála hefðu get-
að komið úr áminnstum viðbæti:
Nr. 685, „Þótt þér virðist dagar dimmir“, eftir Þorstein
Gíslason.
Nr. 701, „Guð, faðir góði“, eftir Jón Þorvaldsson.
Nr. 734, „Kom andinn helgi, góði Guð“, eftir Lúther, þ. af
H. H.
Nr. 742, „Ó, skapari, hvað skulda ég“, eftir Matthías. Inni-
legur sálmur.
Nr. 752, „Af heilagleik meira, ó, herra, gef mér.“ Úr e.
eftir Matth.
það talist beint eftirsóknarvert að dvelja á sjúkrahúsi í 31
dag um hásumartímann. En þó var tíminn furðu fljótur að
líða, nema tíu fyrstu dagarnir eftir uppskurðinn. Olli þar
miklu um að læknar og hjúkrunarfólk var hið elskuverðasta,
og hitt eigi síður hve heppinn ég var nieð sambýlismenn.
Fyrstu ellefu dagana var ég með bónda norðan úr Hels-
ingjalandi og segi ég e. t. v. frá honum síðar. Síðan var ég
með glerverksmiðjueiganda í Stokkhólmi, listfengum manni,
er gegnt hefur ýmsum trúnaðarstörfum innan stéttar sinnar
og utan. Mátti margt af þessum stofufélögum læra, en hvor-
um á sinn hátt. Verður mér og Svíþjóð kærari vegna þeirrar
viðkynningar. Ekki var læknir allskostar ánægður eftir upp-
skurðinn. Ráðgerði um tíma að leggja mig á borðið aftur.
Smám saman sótti þetta þó í betra horf, og varð hann allvel
ánægður að lokum, en bað mig finna sig, ef ég fengi ekki á-
framhaldandi bata. (
Fyrstu nótt mína í Svíþjóð vaknaði ég við það að ég þótt-
ist vera að koma frá messu heima í Akraneskirkju og hafði
ég gengið í hempunni inn í borðstofu. Þá kemur konan mín
á móti mér og segir: „Nú tókst þér með lakasta móti í dag.“
— Að þessu sinni kom kona mín orðum að minni vanahugs-
un í messulók.
Svipað fer mér nú er ég lít yfir þetta bréf. Það hefði þurft
að styttast um alin. Ég slæ því botn í með kveðju og þökk
til ykkar allra fyrir síðast og allt og allt. Blaðið rúmar ekki
öll þau nöfn, sem koma í hugann, er ég renni innri augum
yfir byggðina frá Breiðinni og inn fyrir Akrafjall.
Með alúðarkveðju okkar hjóna.
Þorsteinn Briem.
Nr. 805, „Oss hefur gefið sumar sætt“, úr gömlum ljóðum
frá 17. öld.
Nr. 807, „Dýrleg dagsól hlær“, eftir Vald. Snævar. Er þessi
sálmur sízt lakari en það, sem tekið hefur verið eftir hann
og ýmsa aðra.
Ekki held ég að mikið meira væri rétt eða mögulegt að
taka úr þessu áminnsta kveri.
Við fljótlega athugun á bókinni fannst mér ekki ástæða til
að gera athugasemdir við val til upptöku eða niðurfellingar
úr Passíusálmunum. Enda þótt um slíkt val megi að sjálf-
sögðu alltaf deila, er það þó síður hægt um það, sem í heild
sinni er úrval að formi og framsetningu eins og hér á sér
stað. Allmikið hefur verið tekið úr sálmunum í hina nýju bók
fram yfir það, sem áður var, og hygg ég að nefndin hafi þar
ekki valið af neinu handahófi.
Á einum stað var mér bent á breytingu á versi úr Passíu-
sálmunum, sem þó gat verið prentvilla. Þetta varð *til þess
að ég fór nánar að athuga slíkar hugsanlegar villur, eða
breytingar, á þeim sálmum, sem nefndin hafði tekið upp eft-
ir Hallgrím, úr Passíusálmunum eða Hallgrímsljóðum.
Við þessa athugun komst ég að þeirri niðurstöðu, að hér
hlyti að vera um að ræða breytingar af ásettu ráði, svo marg-
ar voru þær. Þótti mér það þó næsta ótrúlegt, gagnvart þeim
mönnum, sem ég vissi að hér um fjölluðu. Um leið minntist
ég orða Hallgríms sjálfs, í formálanum fyrir Passíusálmun-
um, en þar segir svo: „En þess er ég af guðhrœddum mönn-
um óshandi, að eigi úr lagi fœri né mínum orðum breyti,
hver þeir sjá orði Drottins og kristilegri meiningu eigi á
móti.“
Nú vil ég þegar taka . það fram, að ekki eru alveg allar
breytingarnar gerðar nú, af þessari virðulegu nefnd. Hefði
þó verið réttara af henni að færa hér til hins upphaflega, svo
sem hún hefur gert við ýmsa aðra sálma, — og getið hefur
verið hér um, — og nefndin á þakkir skilið fyrir.
Nu"er það hugboð mitt, að nefndin hyggi sig hér einmitt
vera að lagfæra, og jafnvel færa til hins upphaflega búnings
Hallgríms sjálfs. í því sambandi vil ég minna á, að í þessu
efni hefur enn ekki farið fram nein fræðileg rannsókn á því,
hvað rétt sé eða óyggjandi í þessu efni. Hygg ég að nefndin
hafi ekki gert það né haft aðstöðu til að rannsaka sjálf þetta
efni til hlítar.
Hingað til hefur víst verið litið svo á, að frekast væri
hægt að leggja til grundvallar útgáfu Finns próf. Jónssonar,
að því er snertir óskeikulleik um þetta efni, þó ég haldi eng-
an veginn fram óskeikulleik hennar. Hins vegar væri það
hin mesta þörf, — og furða hve lengi það hefur dregizt, —-
að fá þetta efni fræðilega rannsakað af færustu mönnum. En
meðan svo er ekki, sýnist að réttara hefði verið að breyta
ekki fram yfir það, sem þegar er breytt. Þess heldur sem a.
m. k. í einstaka tilfellum virðist liggja í augum uppi, o.ð
svona eigi það eklci að vera.
Til þess að sýna að hér er ekki úr lausu lofti gripið, vil ég
geta hér þeirra breytinga, sem ég hef orðið var:
í 138. sálmi, sem tekinn er úr 39. Ps., stendur í 3. v. 2. ljóð-
línu: ódæðaverkin stærst, en á að vera: ódáðaverkin stœrst.
í 148. sálmi, tekinn úr 1. Ps., stendur í 3. v. 2. ljóðlínu:
langaði þó að deyja hér, en á að vera: langaði víst að deyja
hér. Frh.