Akranes - 01.11.1946, Side 9

Akranes - 01.11.1946, Side 9
A.KRANES 117 Ól. D. Björnsson: Þættir úr sögu Akraness VI. Rakarar, kvenfólkið og krullurnar Ekki síður um hárskurð og rakstur manna en hvað annað, heíur orðið mikil breyting hér á síðustu tímum. Fyrr á öldum voru það aðeins lærðir menn, sem klipptu og rökuðu hár sitt °g skegg, enda eftir skipun frá yfirboðurum sínum, þ. e. hærri stöðum. Ári, 1323 er svo ákveðið í statudu Eilífs erkibiskups: »Að skegg sitt og krúnu skuli lærðir menn láta raka svo oft sem þarf“. Um þetta sama leyti er og talað um að þeir skuli „höggva kampa sína“. ( Guðbr. Jónsson: Dómk. á Hólum í Hjaltadal, bls. 228.) Á miðöldum má segja að læknisfræðin væri lítt þekkt. Þó græddu menn sár manna fyrr og seinna. í útlöndum voru þessir menn kallaðir bartskerar, og hélgast af því að það voru aðallega rakarar, sem við það fengust. Vilm. Jónsson land- læknir telur að við þessa menn verði hér fyrst vart um siða- skipti. Og fást þeir þá hér sem erlendis eitthvað við lækn- iogar. Var samið við þá um þessar lækningar og greiðslu fyr- lr þær m. a. af Ögmundi biskupi. Einhverjir innlendir menn hafa numið þessar „kunstir“ af hinum erlendu bartskerum. Því landlæknir telur í riti sínu að auk hinna erlendu bart- skera verði vart nokkurra innlendra á 16. og 17. öld. Sennilega er það ekki fyrr en um eða eftir 1800, sem rétt- lr og sléttir bændur fara almennt að raka sig. Breiðist þetta nokkuð út smátt og smátt að erlendri fyrirmynd. Er þó að- eins „heimilisiðnaður“, því rakarar og rakarastofur þekkjast ekki fyrr en eftir síðustu aldamót. ; I Tímariti iðnaðarmanna 3. h. 1941 skrifar Sigurður Ólafs- son rakari um iðnina 40 ára. Hann telur að fyrstu opiberu rakarastofuna hafi sett hér á fót danskur rakari, Balsmith að nafni, í húsinu nr. 4 við Lækjargötu í Reykjavík. Sigurður telur að fáir hér hafi þá kunnað að nota sér þessa nýjung. Þennan „luxus“. Þetta var í maímánuði 1901. Þetta sama ár mun Árni Nikulásson hafa byrjað á þessari iðn, sem hann þar með gerði að fullkomnu lífsstarfi. Áður hafði hann Uln einhvern tíma klippt og rakað menn eitthvað í hjáverk- um heima hjá sér. Tímarnir breytast og mennirnir með. Því nú eru þeir vafa- ^aust margir, sem mikið finnst vanta á rakaralausan bæ. Og fyrst svo er má nærri geta hvort rakararnir sjálfir telji sig ekki eina þörfustu stétt þjóðfélagsins. Ekki aðeins til þess aö uPpfylla nauðsynjalausa duttlunga þeirra, sem ekki nenna að raka sig, heldur frá þjóðfræðilegu sjónarmiði um þrifnað og keilsuvernd, hárrot og húðsjúkdóma. Því verður víst slegið föstu, að sá, sem ætlar t. d. að „halda Ser til“ eftir „kunstarinnar reglum“, þá sé rakarinn ómiss- andi „liður“ í nútíma þjóðfélagi. Rakarinn segir vitanlega að það „yngi fólkið upp“, lengi lífið, auki þor og þrifnað þjóð- arinnar að vera stöðugur gestur hjá góðum rakara. Hér hefur aðeins verið minnzt á upphaf hárskera- og rak- ara-iðnarinnar á landi hér. Það er næsta einkennilegt, hve Akranes kemur þar snemma og verulega við sögu, þó óbeint Se- Það er á þann veg að tveir ágætir Akurnesingar gerast ^Jög snemma lærðir fagmenn í iðninni og stunda hana báð- lr enn af hinu mesta kappi. Annar þessara manna er sjómaður og meira að segja skip- stjóralærður. Hann heitir Jón Einarsson og er fæddur í Hól- koti (rétt hjá Traðarbakka) 3. nóvember 1879. Foreldrar hans voru Einar Snorrason og Halldóra Hallgrímsdóttir frá Skor- holti. Jón hafði ekki mikið af föður sínum að segja, því hann drukknar 23. nóv. 1880 (með IJalldóri snikkara). Árið 1882 fara þau mæðgin að Höfn í Melasveit til frú Steinunnar, og þar elst Jón upp til 12 ára aldurs, er þau flytja aftur á Akranes. Þar er hann í tvö ár, en fer þá fyrir vinnu- mann til Ásmundar í Hábæ í Vogum. Eftir að hafa verið þar í 2 ár fer hann enn til Akraness og gerist nú sjómaður bæði á skútum og opnum skipum. Gengur á sjómannaskólann, en tekur ekki próf. Fer hann þá til Danmerkur og gengur á sjó- mannaskólann í Baagö og tekur próf þaðan. Þar er hann í siglingum um 1 ár. í Baagö hafði hann kynnzt rakara, sem endilega vildi fá hann til þess að læra hjá sér rakaraiðn, og þar sem hann hafði fengið nóg af sjómennskunni og kenndi auk þess nokkurs lasleika, þáði hann þetta boð vinar síns. Þetta var 1904. Þar er hann við nám í 1 ár, en siglir að því búnu til Frakklands og kemst þar á rakarastofu um eins mánaðar tíma. í Baagö komst Jón í kynni við apótekara nokkurn, sem bauð honum fyrir 150 kr. greiðslu að fræða hann um ýmislegt það, sem „flínkum“ rakara væri ómissandi að kunna og not- færa sér. Það var samsetning einhvers hárvatns eða hármeð- als, sem honum myndi ævinlega koma að gagni, eins og apotek^rinn orðaði það. Jón var ekki fjáður maður og þótti þetta miklir fjármunir, en hinsvegar mjög í mikilli óvissU frá hans sjónarmiði um þessa vizku apótekarans, hversu gagnleg hún myndi verða. Afréð hann þó að gera þessi kaup, þó hann sæi óstjórnlega eftir þessum 150 kr. Jón segir, að það sé reynsla sín að hann hafi aldrei fengið eins mikið fyrir 150 kr. eins og þessa „vizku“ apótekarans, sem hann notfæri sér með mikilli ánægju enn í dag. Um áramótin 1905 og 6 kemur Jón hingað heim, er skamma stund í Reykjavík. Rakar þar í jan.—febr. hjá Magnúsi nokkr- um Þórarinssyni, sem þá hafði hér rakarastofu, en flytur þá til Akureyrar, þar sem hann setur sig niður sem rakara og dvelur samfleytt í 30 ár. Flytur þá til Reykjavíkur, þar sem hann hefur verið síðan. Rakarastofa hans er á Grettisgötu 62. Næsti Akurnesingurinn, sem gerir þessa nýju iðngrein að framtíðaratvinnu er hinn kuni ágætisdrengur Sigurður Ólafs- son, sem hefur rakarastofu sína í Eimskipafélagshúsinu í Reykjavík. Sigurður er fæddur í Vestri-Leirárgörðum 3. maí 1885, en þaðan fluttist hann ársgamall með foreldrum sínum að Stóru-Fellsöxl í Skilmannahreppi,. Foreldrar hans voru þau Ólafur Jónsson bóndi þar og kona hans, Ásgerður SigT urðardóttir frá Fellsöxl. Þau fluttust svo alfarinn til Reykja- víkur árið 1900, og Sigurður þá líka með þeim. Um haustið 1906 fór Sigurður ásamt öðrum ungum manni, Kjartani Ól- afssyni, til Danmerkur að læra rakaraiðn. Þá voru ekki í þess- ari grein fremur en ýmsum öðrum gerðar eins miklar kröfur til náms, sem sjá má af því, að þeir félagar koma „útlærðir“ heim vorið eftir og seta saman á fót rakarastofu í Lækjar- götu 6 í Reykjavík. Þótti það í þá daga ekki lítil „forfrömun“ að vera „lærður“ í útlandinu. Þessa stofu ráku þeir félagar saman í 12 ár, lengst af í Hafnarstræti 16. Eftir það eða frá 1919 tekur Sigurður einn við rekstri stofunnar og flytur hana í Eimskip árið 1921, þar sem hann hefur verið síðan og er enn. Frá fyrstu ávum rakaranna hefur margt breytzt til batnað- ar fyrir iðn þeirra. Þá var hvorki rafmagn, gas eða vatn, tæki og tækni öll ófullkomin í þessari grein sem annari móts við það, sem nú gerist. Þó var þeta allt í fyllsta samræmi við tíðarandann og þær kröfur, sem menn þá gerðu í þessum efn- um. Þá var vinnutími rakaranna svo langur, að nú mundu þeir ekki fást til að vinna svo lengi fáa daga á ári. Þetta var vitanlega bæði þreytandi, lýjandi og næsta lítið í aðra hönd. Þegar þeir Sigurður og Kjartan byrja, voru hér aðeins 2 rakarastofur í Reykjavík, sem sé Árna Nikulássonar og Magn- úsar Þórarinssonar, sem beggja er áður getið. En vegna sjúk- leika Magnúsar stóð fyrir stofunni Jóhs. Mortensen, danskur maður. Hann hefur nú sjálfur rakarastofu í Reykjavík. Það lætur að líkum að sá, sem búinn er að vera rakari um 40 ára skeið í bæ eins og Reykjavík þekki margan manninn og það menn af öllum stéttum. Sigurður segir líka, að hann

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.