Akranes - 01.11.1946, Blaðsíða 15
akranes
123
Þú samt ert fagur sýnum alla vega.
Þig svífur kringum dularvættaher,
með töframáttar taugum undarlega
sem toga hugann ósjálfrátt að þér.
Og jötunhár með hamrabrjóstið gráa
ert hrikastór, en íturvaxinn þó.
Af enni þínu hvelfda, bjarta, háa,
skín huldra krafta fegurð, tign og ró.“
En það er eigi aðeins hin mikilúðlega og fjölbreytta mynd
héraðsins með hinum fríða fjallahring sínum, sem brosir
rnér við sjónum í minningunni; hátíðaðhöldin sjálf þennan
söguríka og fagra sumardag eru mér jafn minnisstæð, enda
fóru þau fram með mikilli prýði undir stjórn Björns Jóns-
sonar, formanns Ungmennasambands Borgfirðinga. Fjöl-
menni mikið var samankomið, því að talið er, að um 3000
manns hafi sótt hátíðina, enda var það hrífandi sjón af ræðu-
pallinum að horfa yfir mannhafið í brekkunni fyrir ofan
hann.
Skörulegar og tímabærar voru ræður þeirra alþingismanna
héraðsins, Bjarna Ásgeirssonar og Péturs Ottesen, en leikur
lúððrasveitar Reykjavíkur og söngur Karlakórs Borgarness,
undir stjórn Halldórs Sigurðssonar skrifstofustjóra uku drjúg-
um á litbrigði samkomunnar. Verður með sanni hið sama
sagt um skáldin þrjú, sem fluttu þar frumort kvæði, þá Guð-
uiund Böðvarsson, IJalldór Helgason og Guðmund Svein-
björnsson. Vanþakklátur væri ég einnig meir en í meðallagi,
ef ég minntist þess eigi, hversu mér, sem fulltrúa Vestur-
Islendinga, var frábærlega vel tekið á þessari hátíð, og hve
þeir voru þar örlátlega hylltir og drengilega. Fyrir það vil
ég nú þakka af heilum hug.
En lýðveldishátíð þessi var jafnframt fjölþætt íþróttamót,
°g varð mér starsýnt á kappglímuna, sem jafnan hleypir
heimaöldum íslending kapp í kinn; eigi vakti hin afarfjöl-
Wenna skrúðganga frá ræðupallinum og niður á íþrótta-
vanginn við Hvítá síður athygli mína, jafn tilkomumikil og
hún var með fánaberana í broddi fylkingar.
Þetta glæsilega og fjölmenna lýðveldis- og íþróttamót Borg-
firðinga á Hvítárbökkum er mér sérstaklega minnisstætt og
alltaf mun verða bjart í huga mínum yfir þeim atburðaríka
degi; og er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að lifa hann
°g njóta hans sameiginlega með hérðsbúum. Yfir honum
hvíldi andi þeirrar fagnaðarkenndar og þess framsóknar-
huga, sem gagntók gjörvalla hina íslenzku þjóð á þessum
sigurríku og örlagaríku tímamótum í sögu hennar. Þann
anda túlkaði Guðmundur skáld Böðvarsson fagurlega og
suilldarlega í hátíðarkvæði sínu „í tilefni dagsins“, meðal
annars er hann segir:
• „Ei dagur fyrr af djúpi steig
með dýrra hlað um brá:
Nú rætist eftir aldabið
vor ósk um líf, vor bæn um frið:
Við leggjum frjálsir frelsissveig
um fjöll vor, hvít og blá.“
Drengilega farast skáldinu einnig orð um þær frelsis-
hetjur vorar, sem „vöktu hrjáðan lýð“, gengu í fylkingar-
hrjósti í hinni löngu sjálfstæðisbaráttu, og „féllu sinni fóst-
Urjörð.“ Þá rennir hann sjónum til framtíðarinnar og minn-
lr á þá ábyrgð, sem fylgir því að vera frjáls þjóð:
„Og enn mun straumur strandir slá
og stormur blása um sand.
Þá reynist, hversu er heilt vort verk
og hvað vor ást er djúp og sterk.
-----En meðan Frónið fólk sitt á,
á fólkið sjálft sitt land.“
I óbifanlegri trú á það, að hin íslenzka þjóð muni reynast
þeim vanda vaxin að fara giftusamlega með fjöregg síns
endurheimta frelsis, bið ég Borgfirðingum öllum blessunar
Urn leið og ég þakka þeim hjartanlega fyrir síðast.
Sr. Friðrik Friðriksson:
Starfsárin III
Framhald.
Næsta sunnudag komu þeir aftur og þá komu líka nærri
því eins margar stúlkur úr stúlknadeildinni og settust á
fremstu bekkina tvo að norðan verðu. Nú var það eins og
hinn fegursti kranz væri fléttaður 1 kringum guðsþjónust-
una. Það var eins og kæmi nýr svipur á kirkjuna. Eldra
fólkinu þótti þetta svo hátíðlegt og hafði orð á því.
Nú má fara fljótt yfir sögu. Börnin héldu áfram að koma
sunnudag eftir sunnudag og brátt tók að fjölga við árdegis-
messurnar, og loks urðu þær messur nærri því eins vel sótt-
ar eins og kvöldmessurnar. Starfið varð mér til mikillar
gleði. En mér þótti leiður sá klofningur, sem hafði orðið!
meðal íslendinga í bænum í kirkjumálunum. Eg fylgdi auð-
vitað stefnu lútherska safnaðarins, því að það var sú stefna,
sem ég ávallt hafði fylgt heima, hin svo kallaða „gamla
stefna", en skipti mér ekki af deilumálum, bara hélt fast
fram fagnaðarerindi Krists.
Oft var fjörugt á kvödin heima hjá Jóni Vopna. Það var
oft gestkvæmt af ungu fólki. Einn ungur maður vakti at-
hygli mína. Hann var æringi mikill og kátur og lék á als
oddi. Mér hugðist hann vera mjög léttlyndur og fullur af
fjöri og gazt mér vel að honum. Eg spurði hann eitt kvöld
hverra manna hann væri. Hann kvaðst heita Edwin Bald-
vinsson, fæddur í Reykjavík 1892. Hann bætti við hlæjandi:
„Eg var að fæðast, þegar þið í Reykjavík gerðuð aðsúg að
föður mínum.“ —
Eg svaraði: „Svo? Því kvöldi man ég eftir, en ég vissi ekki
að þú værir að fæðast.“
Baldvin, faðir hans, Baldvinsson, hafði verið agent hér
heima til vesturfarar, og eitt sinn er hann hélt samkomu 1
Reykjavík (8. 3. 1892) varð að slíta samkomunni vegna ærsla
og pípnablásturs. Baldvin var annars mjög mætur og mikil-
hæfur maður, og ég held fyrstur íslendinga þar vestur frá,
sem þingmaður varð í Manitoba. Hann var unítari, og hafði
ekki látið ferma börn sín, en Edwin, sonur hans, hallaði sér
alveg að lútherska söfnuðinum í Winnipeg,
Eitt kvöld nokkru síðar en ég fyrst kynntist Edwin, eða
Edda Badvins, sem hann var oftast kallaður, var ég á Banda-
lagsfundi. Þar átti að vera allmikil skemmtiskrá og svo átti
ég að flytja eitthvert smáerindi og enda svo fundinn með
biblíuorði og bæn. Ég sat þannig, að ég gat séð yfir allan sal-
inn. Þar var saman kominn fjöldinn allur af íslenzkum æsku-
lýð bæjarins. — Þegar röðin kom að mér að tala, hóf ég mál
mitt á þessa leið: „Kæru ungu vinir mínir! Áður en ég byrja
á erindi mínu, langar mig til að halda stutta skammaræðu
yfir yður. Ég hef verið hér til að hlusta á fagran hljóðfæra-
slátt og góðan upplestur. Ég átti samt örðugt með að njóta
þess góða, sem fram var borið vegna undrunar á framferði
yðar. Ég sá að þér annaðhvort kunnuð ekki að hlusta, eða
kærðuð yður ekki um það. Fyrst á skránni kom Miss sú og
sú og átti að leika á píanó lag eftir frægt tónskáld. Forseti
fundarins auglýsti nafn ungfrúarinnar. Það varð kliður af
fjörugu lófaklappi í öllum salnum. Svo byrjaði hún að leika.
Þá tóku allir að smáhvíslast á og gjöra að gamni sínu hver
við sinn sessunaut. Enginn tók eftir. Svo með það sama og
músíkin þagnaði, vöknuðu allir sem af draumi og klöppuðu
ákaft, ég er viss um að nálega enginn hafði hugmynd um
hvort ungfrúin lék vel eður illa. Sama endurtók sig þegar
Mr. sá og sá kom með fiðlu sína. Klappað var undan og eftir,
en hvað eða hvernig hann lék kærði enginn sig um.“ — Ég
sýndi fram á hvað þetta væri bæði léttúðugt og ósæmilegt.
Eftir fundinn fór fjöldi af fundarmönnum niður til H.