Akranes - 01.11.1946, Síða 16

Akranes - 01.11.1946, Síða 16
124 AKRANES Bardals að fá sér kaffi á veitingastofu hans. Ég fór þangað einnig. Þá kemur Eddi til míns og segir: „Heyrðu, ég er að hugsa um að biðja þig að ferma mig í vor.“ Ég hélt að hann væri að fíflast og svaraði: „Já, ég held að það veitti ekki af, því það sýnist ekki hafa vexúð of vel gjört.“ Þá varð hann allt í einu alvarlegur og sagði: „Mér er alvara, því að ég er alls ekki fermdur, og mig langar til að fermast.“ —- „Nú, það er annað mál,“ sagði ég líka í alvöru,. „Komdu til mín á morgun og þá getum við talað um það betur en hér.“ — Svo kom hann heim til mín, og að samtalinu loknu hafði ég allt annað álit á honum en áður. Ég fann að á bak við galgopaskapinn var djúp alvörugefni og trúhneigð. — Hann langaði líka til að komast í lúthesrka söfnuðinn. Ég spurði hvernig föður hans mimdi líka það, en hann kvaðst vera orðinn nógu gamall til að ráða sér sjálfur í trúarefnum. — Hann var 22 ára gamall. Svo bættist líka í hópinn annar piltur 23 ára gamall, sem vildi fá fermingu. Það var félagi Edda. Ég tók þá svo í aukatíma til undirbúnings; það urðu mér mjög hugljúfir tímar. Tíminn leið nú fljótt og kynntist ég mörgum ágætum og áberandi mönnum, sem ég auðvitað get ekki talið upp. Ég kynntist Thomas Johnson, sem stóð framarlega í stjórnmál- um meðal íslendinga. Það var ágætur maður og kom ég oft á heimili hans. Sonur hans var meðal fermingarbarna minna. — Einnig kynntist ég nokkuð Dr.. Brandsson, ágætum lækni og í miklu áliti. Þessir báðir voru í söfnuðiðnum og tóku þátt í kirkjulífi hans. — Þá má ekki gleyma að geta um Þorlák föðurbróður minn Pétursson. Hann bjó í Winnipeg, en var orðinn gamall mjög og niðurbrotinn af gigt, svo að hann varð að ganga við hækjur. En hann var bráðhress í anda og mjög skemmtilegur. Þau hjónin og stjúpdóttir hans tóku mér ætíð tveim höndum og kom ég þar alloft. Ég hafði tals- vert mikið að gjöra og varð oft að tala á fundum, ekki aðeins í Bandalagi voru, heldur og í kvenfélagi safnaðarins og í Good-Teemplarastúku íslendinga. — Þar að auki talaði ég einu sinni í Ungmennafélagi Friðriks Bergmanns safnaðar- ins og var gestur hans. Kona hans var dóttir séra Magnúsar Thorlacius, sem prestur var eitt skeið í Skagafirði, og þann- ig systir séra Hallgríms Thorlaciusar í Glaumbæ, skóla- bróður míns. Ég átti líka góðu atlæti að mæta hjá Hjálmari Bergmann. Hann var lögfræðingur og giftur náfrænku minni, dóttur Guðbjargar Guðmundsdóttur, föðurbróður míns. í söfnuði þeim er ég þjónaði voru menn mér afar góðir og undi ég því vel hag mínum. Hvergi kom ég oftar en til séra Jóns doktors Bjarnasonar. Það var mér ætíð mikill andlegur gróði. Það var lærdómsríkt að sjá hvernig hann bar sínar miklu þrautir, sem auðsýnilega færðu hann hröðum skrefum nær bana sínum, Alltaf mátti finna hina sömu bjargfösu trú og hugrekki. Allt hans tal hneig að því kristilega og að áhugamálum hans. Þegar hann þoldi við, var hann léttur í máli og gamansamur. Ég dáðist mjög að þreki hans og krafti andans. — Hann var reglulegt stórmenni í mínum augum. í aprílmánuði kom fyrir atburður, sem vakti mikla sorg meðal hins unga fólks í söfnuði vorum. Ungur maður að nafni Jörundur, málari að handiðn, var einn dag að mála hús uppi á 4. hæð. Þá bilaði lyftipallurinn, sem hann stóð á, svo að pilturinn féll niður á götu og brotnaði mjög, en var þó með lífi fluttur á sjúkrahús. Hann var sonur ekkju; var maður hennar hinn síðasti, sem Dr. Jón Bjarnason hafði jarðað, eins og fyrr er um getið. Þetta var elzti sonur henn- ar og fyrirvinna heimilis hennar. Voru þar sjö börnin, flest innan fermingar. Þessi ungi maður var einn af áhugasöm- ustu ungum mönnum í söfnuðinum. Hann var hinn efnileg- asti piltur, fríður og vel vaxinn. Hann var einn bezti íþrótta- maður, hafði hann með kanadiskum íþróttaflokki ferðast til Evrópu og gefið sér þar svo mikinn orðstír, að við heim- komuna fékk hann af stjórn „íþróttasambands Canada“ fagra og dýra hálsbindisnælu, alsetta demöntum og rúbín- um greiptum í platínu. Þetta slys vakti geysimikla hluttekningu í borginni. Hann lá rúmar þrjár vikur. Ég kom daglega til hans. Hann bar sig svo vel og karlmannlega, að það vakti furðu bæði hjá læknum og hjúkrunarfólki. Hann vissi það að hann átti að deyja, en hann talaði um það léttilega, fullur af trú á frels- ara sinn og játaði þá trú fyrir félögunum, kanadiskum og íslenzkum. Ég hef sjaldan séð svo fagra banalegu og dauða. Þegar hann dó, komu greinar um hann nálega 1 öllum dag- blöðum bæjarins. Blöðin hófu samskot handa móður hans og systkinum. Það var mjög vegleg útför, sem hanh fékk. Úti á kirkjugarðinum var kista föður hans, er geymd hafði verið niðri í kjallara líkhússins, hafin út og þeir feðgarnir voru svo lagðir í sömu gröf, því nú var mold orðin svo þíð, að útigrafir voru teknar. Söfnuðurinn hélt stóra samkomu í kirkjunni til styrktar ekkjunni og komu inn um 500 dollarar. Systir Jörundai’ var í hópi fermingarbarna minna. Ég kom oft til ekkjunnar og yngsti drengurinn þar varð mjög hænd- ur að mér. Á afmælisdaginn minn kom drengurinn og færði mér að gjöf næluna, sem ég gat um áðan. Ég hafði þá ekki hugmynd um hve dýrmæt hún var og þáði hana með gleði til minningar um minn kæra unga vin. Seinna meir næsta vetur fékk ég hjá gimsteinasala í Bandaríkjunum, sem fékk að skoða hana hjá mér, að vita að þetta væru ekta steinar og nælan því mjög dýr, og næsta sumar, er ég kom aftur til Canada, fór ég til ekkjunnar og vildi skila aftur nælunni, af því að ég hélt að konan hefði eigi vitað verðmæti gripsins. Þá sagði hún mér að hún hefði vel vitað það, því að nælan var heiðursgjöf frá „íþróttasambandinu11, en hana hefði langað til að ég bæri hana í minningu sonar síns, og var hún því með öllu ófáanleg til að taka hana aftur. Þetta var nú dálítill útúrdúr. Leið nú fram til vors og tóku fermingar að nálgast. Það átti að ferma á hvítasunnudag. Það var mjög hátíðlegt. Stóru fermingardrengirnir mínir voru með drengjunum og gjörðu þar bljúgir játningu sína. Það var eitthvað grípandi að sjá þessa ungu háskólastúdenta krjúpa niður með ferm- ingarbömunum hinum og játa hátt og greinilega skírnar- sáttmála sinn. Um kvöldið var kirkjan aftur troðfull til altarisgöngimn- ar. Það var mesti fjöldi til altaris. Þetta var mér stór dagur og ekki sízt fyrir það að þann dag kvaddi ég söfnuðinn, því næstu daga átti hinn kjörni prestur safnaðarins að koma og taka við embættinu. Séra Björn B. Jónsson hafði áður verið sem aðstoðarprestur Dr. Jóns Bjarnasonar, en nú átti hann að verða þar sóknarprestur. Því það var auðséð að líf hins gamla stofnanda kirkjufélagsins var að fjara út með hröðum skrefum. — Einnig sú meðvitund hjá söfnuðinum varð til þess að setja sérstakan blæ á þenna hvítasunnudag og á fermingar- og altarisgönguhátíðina. Um miðjan daginn fór ég heim til séra Jóns til að veita honum sakramentið og kveðja hann um leið. Ég gleymi aldrei þeirri stund. — Hann sagði við mig: , Já, nú á ég brátt að fá mína stóru fermingu fyrir hásæti Guðs og Lambsins!“ — Svo kvaddi ég hann með þeim orðum, að þetta yrðu síðustu fundir okkar. Hann svaraði: „Aldrei mætzt í síðsta sinni sannir vinir Jesú fá!“ Ég fór með grátstaf í kverkunum, og sá hann ekki síðan. SUMARIÐ 1914. Morguninn eftir hinn mikla dag lagði ég af stað frá Winni- peg. Ferðinni var heitið til Baldur í Argyle. í því prestakalli átti ég að vinna að æskulýðsstarfinu ásamt sóknarprstinum, séra Friðriki Hallgrímssyni, vini mínum og skólabróður. Mér var tekið með hinni mestu blíðu af nafna mínum og konu hans Bentínu ásamt börnum þeirra. Nafni minn hafði lagt áætlun fyrir starfið.

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.