Akranes - 01.01.1949, Blaðsíða 3

Akranes - 01.01.1949, Blaðsíða 3
Gamla fólkiS og síarfsfólk Grundar á skemmtiferS. BYLTING TIL BATNAÐAR in. GREIN Um suniarið samþykkli bæjarstjórn að láta Elliheiniilið fá 6200 mr lóð milli Hringbrautar og Brávallagötu og að lána Gamalmennasjóð bæjarins go 000 kr. til byggingar fyrirhugaðs húss á lóðinni. Var sá sjóður í bæjarskuldabréfum, og urðum vér að annast sölu bréfanna. Sigurður Guðmundsson byggingameist- ari tók nú að sér að gera teikningar af húsinu í samráði við oss. Var þeim lokið °g byggingarleyfi fengið vorið 1928. Eftir það var farið að vinna af alefli að koma upp húsinu. Hliðarálmurnar tvær voru hvor um sig um 27 m. en álman milli þeirra 34,5 m. löng. Oss kom ekki til hugar þá, að vér gætum fullgert þetta hús allt að sinni, og ætl- uðum að láta aðra hliðarálmuna bíða en steypa þó kjallara hennar og gera bráða- birgðarþak á hann. Ekki er það ofmælt, að ýmsir góðir menn voru alveg forviða á, hvað bjart- sýnir vér værum, að ímynda oss, að við gætum reist annað eins stórhýsi, þar sem heimilið átti ekki nema um 50,000 kr. í reiðu fé, sem var þó ekki allt hand- bært árið 1928, og 35,000 kr. skuldlausar í Grund. Lán voru öll óviss í fyrstu nema Gamalmennasjóður — og veðdeildarlán „að verki loknu,“ „sem líklega verður aldrei,“ bættu sumir kunningjar vorir við. En það var líkast því að allar hrakspár væru oss hvatning, enda var sú mikla bót í máli að verktakar, sem við skiptum við, virtust hafa ótrúlega mikið traust á, að allt mundi þetta ganga vel. Kjallaragröftur á nýju lóðinni hófst í ágúst 1928 og stóð rúmar fimm vikur, og síðan var byggingunni haldið áfram hvíldarlaust í full tvö ár, nema rétt á meðan Vestur-lslendingar bjuggu i hús- inu um Alþingishátíðina árið 1930. Jafnframt hófst hinn mesti annatími fyrir stjórnarnefndina. Hún þurfti að at- huga tilboð og semja við fjölmarga verk- taka, ráðgast við þá og húsameistarann um ótal atriði, stór og smá, annast um kaup á ótal mörgu til hússins, og síðast en ekki sízt útvega stórfé til þess að greiða verkalaun og aðkeyptar vörur. Hélt nefndin 52 bókfærða fundi um þessi málefni árið 1929 og 55 fundi næstu níu mánuði ársins 1930. Auk þess hittumst við nærri daglega í eftirlitsferðum við bygginguna, og sáum um rekstur heim- ilisins á Grund eins og áður. I>að er ekkert oflof, heldur blátt áfram satl, að ég dáðist margoft að því, hvað fljótir meðnefndarmenn mínir voru að bregða við þegar ráða þurfti fram úr ein- hverju vandamáli, og töldu aldrei eftir nein ómök vegna Elliheimilisins. Urðu þau aldrei, fyrr né siðar jafn mörg og meðan verið var að koma nýja húsinu upp. Kom sér þá vel að allir höfðu þeir lært fyrir löngu, sumpart í G.T.-reglunni og sumpart í K. F. U. M. að fórna tíma og kröftum fyrir áhugamál sín. Þyngsti bagginn, féhirðisstarfið, hvíldi á herðum Haralds Sigurðssonar, og var hann þó sá eini, er ekki var sjálfs síns hús- bóndi. En húsbóndi lians, Pétur Halldórs- son, siðar borgarstjóri, var svo mikill vinur þessa fyrirtækis, að hann sagðist ekkert mega að því finna, hvað oft sem AKRANES VIII. árg. - jan.—febr. 1949 - 1.—2. tbl. Otgefandi, ritstjóri og ábyrgSarmaSur: ÓLAFUR B. BJÖRNSSON AfgreiSsla: MiSteig 2, Akranesi. PRENTAÐ 1 PRENTVERKI AKRANES3 H.F. Haraldur færi úr bókabúðinni „fyrst það væri vegna Elliheimilisins." Seinni vetur- inn, sem húsbyggingin stóð, var Haraldur veikur um tíma og tók ég þá við féhirðis- starfinu á meðan. Man ég enn, hvað ég varð feginn, þegar ég losnaði við það aftur. Mér fannst ég hafa engan frið fyrir reikningum og ýmsu óþægilegu aðkalli. Einn daginn þurfti ég að greiða um 1800 krónur til þess meðal annars, að leysa út skrár og 150 hurðarhúna handa húsinu. „Smiðimir þurfa að fá þetta í fyrra- málið,“ voru skilaboðin. En kassinn var tómur, og ég sá ekki í svipinn hvar ég mundi finna 1800 kr.. Einhvern veginn datt mér samt í hug, að segja einum vistmanna á Grund, Gunn- ari vefara Hinrikssyni, frá þessu sem dæmi þess, hve illt væri að vera félaus féhirðir við kostnaðarsamt fyrirtæki. Gunnar sat þegjandi litla stund, er ég hafði lokið frásögn minni, svo tók hann upp sparisjóðsbók, rétti mér og sagði: „Hérna eru 2 000 kr., sem húsið má fá. Ég ét það út lijá ykkur, ef ég lifi lengi, en ef ekki, þá má heimilið eiga afgang- inn.“ Ég veit ekki hvort lesendurnir geta í- myndað sér, hvað ég var léttur í spori, er ég fór frá Gunnari að leysa út hurðar- liúnana. Þetta var ekkert einsdæmi um góða lausn og óvænta úr erfiðum fjárkröggum á meðan á byggingunni stóð. Stundum fór þó á öfugan hátt, t.d. þegar vonir mn stór, erlend lán urðu að engu, af því að skil- málarnir voru óaðgengilegir; eða þegar lánum var neitað hér heimafyrir með þeim formála: „Það eru lítil likindi til að þið getið nokkurn tíma gert þetta stórhýsi íbúðarfært, og þó að svo ólíklega færi, verður stofnunin gjaldþrota á einu eða tveimur árum.“ Samt held ég að þeir hafi ekki verið margir, sem svo hugsuðu, annars hefði húsið ekki komist upp á tveimur árum, því að mjög þurftum við á lánstrausti að halda. Bæjarstjórn Reykjavíkur reyndist oss þar langbezt, og oss fannst tvöföld ábyrgð á oss hvíla um hagsýni og aðgætni, fyrir alla þá tiltrú. Auk þess sem áður er talið, samþykkti A K R A N E S 3

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.