Akranes - 01.01.1949, Blaðsíða 6
ar veitir heimilisfó'lki, gestum og gang-
andi.
Gísli Sigurbjörnsson hefur nú þegar um
14 ára skeið fengið mikla reynslu í rekstri
þessa fyrirtækis. Hann er mjög praktískur,
útsjónarsamur og duglegur maður. Hann
er ákaflega hugkvæmur og gerir sér nána
grein fyrir hvort hlutirnir beri sig eða
ekki, og fæst ekki lengi við það, sem ekki
ber sig fjárhagslega.
Enn uantar elliheimili.
Eftir efnum og ástæðum öllum er þetta
sjálfsagt hlutfallslega eitt stærsta og full-
komnasta elliheimili sem gerist. Þó segir
forstjórinn, að langt sé frá, að hægt sé
að fullnægja eftirspurn nú, hvað þá síðar,
ef ekkert er stækkað hér, eða fjölgað veru-
lega elliheimilum annars staðar. Út frá
þesari staðreynd hefur Gisli þegar hugsað
sér ýmislegt gagnvart framtíðinni. En
hvort það kemst nokkurn tíma í fram-
kvæmd fer eftir skilningi valdhafanna og
veglyndi almennings.
Gísli telur rétt að hafa núverandi heim-
ili fyrir elli-sjúkrahús eingöngu. Nú þegar
er verulegur hluti þeirra, sem dvelja þarna
sjúklingar. Hann telur og að reisa ætti
annað heimili í Reykjavík fyrir það fólk,
sem hafi ferhvist. Hið þriðja telur hann
að hafa ætti í sveit, þar sem hægt væri að
reka mikinn búskap.
Þá telur hann orðið mikla þörf að
hyggja að enn öðru. Það kemur fyrir í
vaxandi mæli, að hjón eða fullorðið fóllc,
sem haft hefur nokkra sérstöðu í lífinu
og rýmri ráð, óski eftir tveimur her-
bergjum eða lítilli íbúð. Mundi nú vera
mikil eftirspurn eftir slíku fyrir þá, sem
seztir eru í helgan stein. „Teknir úr um-
ferð“ frá störfum, en að öllu eða miklu
leyti vinnufærir.
Vita menn ekki, áS lífiö hefur lengst?
Gísli Sigurbjörnsson er vel vakandi i
sínu starfi og fylgist vel með þörfum
„þegna“ sinna. Einnig fylgist hann með
því í öðrum löndum, sem draga má af ein-
hverjar ályktanir til sóknar eða varnar
hér.
Þessi mál eru mikið vandamál og á-
hyggjuefni þeirra, sem með fara t.d. í
Bandarikjunum eigi síður en hér. Þeir
hafa uppi mörg og mikil „plön“ og
miklar rannsóknir snertandi heilsu gamla
fólksins, vinnu þess og viðnámsþrótt. f
New York einni saman, — sem hefur yfir
sjö miljónir íbúa — er meira en hálf milj-
ón manna yfir 67 ára. En af þessum
fjölda hefur borgin aðstöðu til að taka í
sjúkrahús eða elliheimili aðeins um tólf
þúsund manns. Þeim er þetta þvi mikið
áhyggjuefni og vandamál. Þessi hópur
stækkar sífellt, bæði þar og annars staðar,
annars vegar, vegna lengra lífs og hins
vegar minnkandi möguleika almennt, til
að veita hinu gamla fólki þá aðbúð, sem
það þarf á gamals aldri, annars staðar en
á þar til kjörnum stöðum.
Svo má lengi lœra sem lifir.
Þá hafa þeir Ameríkumenn orðið margs
vísari um starfsþörf og starfsgetu hins
gamla fólks. Virðist þeim þar sannast til
hlítar hið fornkveðna, að enginn sé of-
gamall til að læra. Það mun nú lengi hafa
verið vitað og viðurkennt, að margir merk-
ustu menn heimsins hafa gert sin fræg-
ustu verk, er þeir voru orðnir gamiir
menn. I þessu sambandi þurfum AÚð
ekki að tala eingöngu um mestu menn og
fræg verk. En fólk þarf almennt að hafa
góða aðbúð og sem bezt skilyrði til þess að
geta lengur en ella „haldið heilum söns-
um,“ og það vita allir að vinna í einhverri
mynd er þar megin máttur, lieilsuvernd
og lífslenging.
1 þessu sem ýmsu öðru, eru Ameríku-
menn hugkvæmir og stórvirkir, enda orð-
ið mikið ágengt. 1 New York hafa þeir
sem sé skóla til að kenna gamla fólkinu.
Þetta hefur gefið ákaflega góða raun og
opnað fyrir þeim nýjan heim.
Við vitum það af átakanlegri reynslu
í aldaraðir á Islandi, hve mikill sannleikur
felst í þessari algengu setningu: Hann er
ekki, eða var ekki á réttri hillu i lífinu.
Þetta er ekki aðeins sérkennilegt fyrir ís-
land, heldur allar þjóðir á öllum tímum.
Þótt bæði hér og annars staðar, hafi frem-
ur úr raknað gagnvart þessu vandamáli
á siðustu áratugum.
Ameríkumenn hafa einmitt orðið þess
varir í þessum skólum fyrir gamla fólkið,
að þar hefir það lært með góðum árangri
og unnið vel. það sem það hefir aldrei
ifyrr getað fengið aðstöðu til að læra og
vinna að. ÞaS komst fyrst á rétta hillu
í lífinu, þegar þaS fékk áÖ lœra í gamal-
menna-skólanum, þaS sem hugur þess
hafÖi staÖiÖ til alla ævi. Það sannast þarna
sem oftar, að vinnan, og það sem fólki er
hugstæðast, Jengir lífið og eykur lífsham-
ingjuna. Það er t. d. haft fyrir satt, að
margar stærstu verksmiðjur i Bandaríkj-
imum — t. d. Ford-verksmiðjurnar —
hafi nú sérstakar vinnudeildir fyrir 70—
90 ára gamalt fólk. Að afköst þess séu
athyglisverð, og hamingja þess fullkomin.
Blessað gamla fólkið má ekki finna það,
að því sé eins og ofaukið. Að það sé eins
og tekið „úr umferð“. Það sé eins og
fangar í búri. Þetta dregur úr viðnáms-
þrótti þess, lífs- og vinnulöngun. Að dæma
65 ára gamlan karl eða konu úr leik, er
hreinasta brjálæði.
Allt þetta sama á vitanlega við hér á
landi, og þarf að hyggja vel að þessu
merkilega máli, sem hér hefur verið
drepið á. Þarf að styðja hinn duglega
forstjóra til athafna á þessu sviði, því að
ekki vantar hann áhuga og starfsvilja,.
heldur skotsilfur til þess að geta fram-
kvæmt fljótt og vel með miklum árangri.
Fyrir nokkru hefur verið tekin upp sér-
stök heilsugæzla á elliheimilinu, sem nú
þegar gefur góða raun og bendir til að
bæta megi liðan ifólksins á þann veg.
AukiÖ húsnœÖi.
Þrengslin og húsnæðisleysið hefur hin
síðari ár verið stjórn Eilliheimilisins mikið
áhyggju- og erfiðleikaefni. Á striðsárun-
um var þetta t. d. orðið svo alvarlegt úr-
lausnarefni, að við lá að loka þyrfti vegna
vandkvæðanna á að fá starfsfólk. Sér-
staklega vegna ónógs og óhentugs hús-
rýmis fyrir það. Þótti því mikill galli að
þurfa að vera á elliheimilinu sjálfu. Það
varð því með einhverjum ráðum þegar í
stað að byggja starfsmannahús í sambandi
við Elliheimilið. Var hið nýja hús byggt
við Blómvallagötu 12, norðan við Elli-
heimilið. Lagði Reykjavíkurbær til bygg-
ingarinnar 370 þúsund krónur. Er það
merkilegt, að fyrr hafði hvorki ríki eða
bær lagt elliheimilinu til byggingarstyrk.
Starfsmannahúsið kostaði rúmar 1.100
þúsund krónur og er mjög fullkomið og
gott hús. Vegna byggingar þessa húss, var
hægt að taka 50 vistmönnum fleira á
heimilið.
Þrátt fyrir allt þetta var enn mikil þörf
á auknu húsnæði. Sótti forstjórinn því
enn um að mega auka húsrýmið með
viðbyggingu. Viðbyggingu þessari er fyrir
nokkru lokið. Hún er um 1000 rúmmetrar
og kostaði rúmar 600 þúsund krónur. Af
því lagði bæjarsjóður Reykjavíkur fram
400 þúsund krónur, en afganginn sá stofn-
unin sjálf um, án þess að taka lán. Eftir
þessa viðbót, mun heimilið hafa um 250
vistmenn. Þó telur Gísli, að enn muni
vanta rúm fyrir um 100 vistmenn.
Nú 'hefur forstjórinn sótt til Fjárhags-
ráðs um leyfi til að reisa þvottahús fyrir
elliheimilið. Við það mundi að mestu leyti
losna' vesturhluti aif kjallara aðalbygg-
ingarinnar. Ef þetta tækist, hyggst hann
að koma þar fyrir vinnustofum fyrir
vistmenn svo og frekari lækningastofum
í sambandi við heilsugæzlu þá fyrir gamla
fólkið, sem þegar ejc hafin. Hið fyrirhug-
aða þvottahús mun kosta um 250 þúsund
krónur.
Fyrir utan allt þetta hefur forstjórinn
enn i höfðinu stórfelldar byggingar og
margvíslegar umbætur, þó vill hann sem
minnst tala um það, sem, ef til vill, verða
aldrei annað en loftkastalar. Hitt hefur
þó reynslan sýnt, að flest það, sem Gísli
hefur enn ákvarðað í sambandi við þennan
— nú orðið umfangsmikla rekstur —
hefur honum tekizt að framkvæma með
mikilli giftu og skörungsskap, enda er
maðurinn óvenjulega hugkvæmur og dug-
legur í senn. Framhald.
■6
AKRANES