Akranes - 01.01.1949, Blaðsíða 15

Akranes - 01.01.1949, Blaðsíða 15
I þjóðskjalasafninu eru til sjö bréf frá Bjarna til Jóns Sigurðssonar. Ókunnugum finnast það ef til vill einkennilegt, að það yngsta þeirra er frá 1860, en til þess liggja eðlilegar orsakir. Eins og áður er sagt, var Bjarni alinn upp hjá Hannesi prófasti Stephensen, en hann var eins og allir vita ein af frelsis- hetjunum, náinn samstarfsmaður Jóns og raunverulegur umboðsmaður hér heima. Bjarni er því frá unga aldri í góðum skóla hvað þetta snertir. Þegar Hannesar nýtur ekki lengur við, hefjast nánari kynni og samstarf þeirra Jóns forseta og Bjarna. Jón Sigurðsson er fyrst og fremst her- foringinn, dáður og tignaður. Traustið ó honum er ótakmarkað hjá þjóðhollum mönnum, sem vilja af alhug hjálpa hon- um til að vinna sigra í hinni ótrúlega erfiðu baráttu fyrir frelsi og landsrétt- indum. Þessum ráðamönnum hans í „heimavarnarliðinu“ fannst t. d. allt von- laust, ef hann gat ekki komið til þings. Eftir að sr. Hannes deyr, mun Bjarni oft hafa hitt Jón, hverju sinni, er hann kom til þings. Sama máli mun hafa gegnt um fjölda annarra samstarfsmanna Jóns og aðdáenda, a. m. k. úr nálægum héruðum. Smn þessara áminnstu bréfa Bjarna til Jóns forseta eru löng. Hið fyrsta er dagsett 20. ágúst 1860. Það er sérstaklega þakklætisbréf til Jóns fyrir aðstoð hans við útvegun á hinni forkunnarfögru graf- skrift yfir Hannes Stephensen, sem Bjarni stóð fyrir að gerð yrði. Þessi grafskrift cr geymd i skrúðhúsi Akraneskirkju, en er nú illa komin, þar sem hún hefur möl- brotnað. Hefur bún verið limd upp á tré, og er nú ekki nema svipur hjá sjón. Næsta bréfið er dagsett 23. september 1860. Það er mikið um hið mikla og merki- lega kláðamál. 1 því sem öðru var Bjarni eldheitur fylgismaður Jóns. Var lækninga- maður, en ekki niðurskurðar. Þá þegar hefur Jón verið farinn að benda mönnum á, að útvega þeim ný og betri ta'ki til jarðræktar. Segir Bjarni í þessu bréfi: „Enn liggja þessir níu plógar upp á lofti hjá Tærgesen.“ (Þ. e. kaupmaður i Reykjavík). Þar segir hann líka, að Guð- mundur í Gröf hafi pantað fjórhjólaðan vagn, til þess að aka á grjóti ofan úr fjalli til túngirðinga. Hér er átt við Guð- mund Ólafsson, búfræðing, sem síðar bjó á Fitjum, en hann var líka náinn sam- starfsmaður og aðdáandi Jóns Sigurðsson- ar. (Guðmundur var faðjr Stefáns á Fitj- um og Ólafs i Sarpi). Þriðja bréfið er dagsett 1. nóv. 1860, og er ásamt fleiru um kláðamálið. Þar segir Bjarni m. a. svo: „Menn eru tregir að gæta skyldu sinnar í þessu sem öðru, sem til framfara heyrir“. Fjórða bréfið er dagsett 21. marz 1861. Það er enn um kláðamálið o. fl.. Þar segir m. a.: „Ég vildi, að þér væruð orðinn stiptamtmaður á Islandi, en því miður er ekki því lóni að fagna.“ Enn segir þar: „Ég skal reyna að fjölga bókmenntafélags- mönnum og þeim, sem kaupa félagsritin.“ Fimmta bréfið er mikið um fjárhags- málefni Islands, sem var eitt mesta og erfiðasta viðfangsefni Jóns og áhugamál að leysa. 1 þessu bréfi treystir Bjarni þvi, að Jón „komi heim í sumar.“ Marga langi til að sjá hann. Og ef hann gæti ekki eitt- hvað hjálpað í þessu mál, gætu það ekki aðrir. Sjötta bréfið er dagsett á Litlateigi á Skaga þann 10. okt. 1869. 1 þvi er enn rætt um fjárhagsmálið, og segir þar m. a.: „Heldur fór þingið á ringulreið eftir að ég fór frá yður. Hamingjan má ráða, hvernig fer með þetta fjárhagsmál og stjórnarbót okkar. En ég bið Guð ráði því og geri enda á því, sem oss eða niðjum vorum bezt hentar." Sjöunda bréfið er dagsett á Litlateigi á Akranesi þann 3. apríl 1870. Það er um stjórnmál o. fl.. Er Bjarni þar harðorður í garð Dana og stjórnarinnar. Um kláða- málið, fiskveiðar o. fl.. Eitthvað hefur hann gert að því að útvega Jóni gamlar bækur og hvers konar fróðleik, því að í þessu bréfi spyr hann Jón, hvort hann eigi að senda honum nokkur gömul kvæði, Iíairín Oddsdóttir, Litlateig. AKRANES t5

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.