Akranes - 01.01.1949, Blaðsíða 8

Akranes - 01.01.1949, Blaðsíða 8
Reykholti, og síðustu árin kaupamaður. Einn veturinn bauð hann Guðmundi vetursetu til lærdómsiðkana, og þáði Guð- mundur það með þökkum. Þar lærði Guð- mundur ýmislegt, t.d. frekar í reikningi, öfurlítið í dönsku o.fl.. Oft var hann hesta- sveinn Þórðar prófasts og þótti upphefð að. Þar segir Guðmundur að hafi verið mikið myndar heimili. Þórður prófastur var hjálparhella hin mesta, mikill fræðari og fyrirmyndar klerkur, hæði hvað tón, ræður og flutning snerti. Þar í sókn var þá Jóhanna Helgadóttir, sem margir Akurnesingar kannast við. Hún var þá þegar svo ítæk og mikill du'gnaðarvargur, að hún var kölluð Jó- hanna karlmaður. Oddviti í „svarta hreppnum.u Guðmundur fylgdist með foreldurum sínum og tók við búi af þeim í Kjalardal. Hann fékk ágætrar konu, Sigurlínar Sig- urðardóttur, hómópata frá Lambhaga. Giftust þau 28. júní 1899. Var henni margt til lista lagt, svo sem góð söngrödd, góðvilji og glaðværð, en ekki verður frekar frá því sagt að þessu sinni. Um mörg undanfarin ár heifur enginn ómagi verið í Skilmannahreppi, en þegar Guðmundur var þar oddviti, voru þeir um 30, margir þeirra þungir, þar á meðal Þór sterki. Hann var með seinustu flökku- mönnum hér og harla einrænn og ein- kennilegur. Svaf lengst af í útihúsum og fór sínu fram. Hann var víst krafta- jötunn og mikill verkmaður. Gerði mikið að þvi að grafa hrunna fyrir fólk. Var hann af því tilefni stundum kallaður brunna-Þór. Hann drakk mikið og dó hér úti, vestur við Thomsenshús. — Varð úti í fylliríi. — Gamli Þór var fæddur á Arkalæk og varð þvi sveitlægur í Skil- mannahreppi. Kjalardalur var betri jörð en Bakka- bærinn, þó ekki mætti jafna honum við höfuðbólið Garða. Þó var þar mikill galli, hve þar var pestarhætt, meðan bráðapestin herjaði sem mest á féð. Nú er sá vágestur orðinn svo að segja skaðlaus, en önnur plága komin í staðinn sem er hálfu skað- legri og ólæknandi enn sem komið er. En á þessum árum uppgötvaði Guðmundur nýjar nytjar — hlunnindi — i sambandi við Kjalardal. I5að var laxveiði í Fjörun- um. Þetta uppgötvaði Guðmundur einu sinni í kaupstaðarferð. Hann fór þessa leið á bát með Högna föðurbróður sínum. Komu þeir við í Leiráeyju og bundu bát sinn við eyna, meðan þeir biðu eftir kaffi og færðu eyja-konum fisk í soðið. Þegar þeir ganga aftur til skips, sér Guðmundur mikla laxamergð synda upp eftir álnum við eyna. Hugkvæmdist honum þá að gera tilraun til að handsama eitthvað af þess- um gagn fiski. Átti hann tal um þetta við Auðunn á Læk og Böðvar í Vogatungu, sem báðir tóku vel undir mál hans og til- lögur. Fengu þeir sér net og ifiskuðu vel næstu ár. 1 fyrstu tilraun fengu þeir 8g laxa, þar af 20 stórlaxa. Næsta dag 130, þar af go—60 stórlaxa. Einhvern tima síðar fengu þeir 3go, þar af 200 stórlaxa. Margt skeður á sœnum Þótt menn væru fæddir og upp aldir í sveit, og fengizt væri þar við búskap, var þetta víða ekki nema nafnið tómt. Bú- stofninn og Jandgæði ekki svo mikil, að nægt gæti meðal fjölskyldu. Samhliða var því víða stundað heimanræði, eða menn fóm í ver í ýmsar áttir. Eins og áður er sagt, var róið frá Bakkabæ. Komst Guð- mundur því snemma í kynni við sjóinn, fyrst á opnum skipum heima og heiman og svo síðar á skútunum. I báðum tilfell- um mætti hafa eftir Guðmundi greina- góðar sögur af svaðilförum á stærri og smærri skipum, en það verður að bíða betri tima, þótt nokkuð fari nú að saxast á ævina. Fyrsta skútuferðin og sú síðasta, voru báðar sögulegar. Þar og víðar hefur Guðmundur verið með misjöfnum mönn- um að dyggðum og dugnaði. En hann er þannig skapi farinn, að það, sem miður fer í fari manna, lætur hann liggja í lág- inni, en heldur a lofti því einu sem betur má fara í orði eða athöfn. Um tuttugu ár vai Guðmundur a skútum með ýmsum skipstjórum, sem yifirleitt voru mikhr fiskimenn og ágætir í alla staði. Þó fannst honum, að sá sem hann var með síðast, hafi kórónað allt í þeim efnum. Það var hinn kunni ágætismaður, Sigurður Sig- urðsson fra Brunnaholti í Reykjavík, sem allir kannast nú við undir nafninu Sig- urður á Geir, (togaranum Geir.) I þeirra síðustu ferð lagðist skip þeirra á segl og var víst mjott á milli. Hjálpaði þar var- ygðarorð og bendingar sr. Odds V. Gísla- sonar, er þeir komu grút fyrir borð. (I þessu sama veðri fórst Pétur Mikkel) Þar var hvergi þröngt í búi. Sumum líður bezt á sjónum og vilja helzt ekkert annað verk vinna. Aðrir vilja helzt allt annað gera, og enn aðrir kunna vel að skipta verkum milli moldar og miða. Þannig var það um Guðmund. Hann var, ef til vill, ávallt meira sveitabarn en sjávar og undi sér vel í sveitasælu sumars- ins á gagnmerkum heimilum. Því var það, að oftast leitaði hannt til heiða að lokinni vertið, sem stundum var rýr og stundum góð, eins og gengur. Á þeim tímum var þó ekki eftir miklu að slægjast í sveitinni, hvað kaup snerti, 12 krónur um vikuna fyrir beztu kaupamenn. En það var margt fleira, sem meta mátti. Maturinn var mikifl og góður og betri en margarínið, skonrokið og gömlu brauðin á skútunum. Fyrir utan kynni við gott fólk, sem skapaði oftast ævilanga tryggð og vináttu. Hjá þessum heimilum var Guðmundur í kaupavinnu, á sumum eitt sumar aðeins, en öðrum mörg. Hjá Gísla Arnbjarnar- syni á Syðstu-Fossum. Ólafi ríka á Hvít- árvöllum. Hjá Guðmundi Jónssyni á Hörðubóli í Dölum. (Hann var bróðir Halldórs Benjamíns Jónssonar í Merki- gerði). Hjá séra Gísla í Stafholti, Þórði á Hæli, og að síðustu ig sumur hjá Páli Guðmundssyni á Innra-Hólmi. Þegar Guðmundur fór i Dalina, kom hann svo seint aif skútunni, að bændur um Borgarfjörð voru búnir að fullráða. Svo var og einnig um Dali. Varð þó að ráði að vestur yrði haldið, með þvi að verða að hálfu á tveimur bæjum. Þegar til kom, varð þó ekkert úr þessu á öðrum bænum, því að Guðmundur setti upp ig krónur í kaup. Þótti bónda það of mikið, „því fremur, sem sunnlendingarnir hefðu °ft reynzt illa.“ Guðmundi var boðin kaupavinna á næsta bæ, fyrrnefndu Hörðubóli. Var þar fljótt gengið að kaup- mu og í uppbót órofatryggð, sem haldizt hefur í tvo ættliði. Guðmundur hælir mikið þessum heimilum öllum, að mann- dómi og myndarskap og prýði í öllum háttum. Erfðafestan. Hinn 17. nóv. 1906 fékk Guðmundur leigða lóð með Steinsstöðum, 710 ferfaðma að stærð og var eftirgjaldið 12 kr. á ári. Nokkru síðar kom svo erfðafestan til sög- unnar. Vildi Guðmundur þá fá samning sinn endurnýjaðan með þeim skyldum og réttindum, sem því fylgdi. Var það i fyrstu ekki auðsótt mál. Kostaði það hann mikla fyrirhöfn, umstang og vafninga áður. Þurfti m. a. að riða að Arnarholti til sýslumanns, sem þar sat þá, og enn- fremur sækja sitt mál undir biskup og stjórnarráð. Hjá öllum aðilum mætti hann mikilli alúð og skilningi og fyrirgreiðslu um mál sitt. Þessi samningur með fullum erfðafesturéttindum var gerður 8. ifebrúar 1909. Leigutíminn var nú bundinn við 80 ár, en árleg leiga hækkaði um 2 kr. Þegar nábúar Guðmundar fréttu af þess- um nýja samningi Guðmundar, flýttu margir þeirra sér að feta í fótspor hans. Frá veru Guðmundar í Görðum þykir honum vænt um þá jörð. Einnig hefur hann séð hver nauðsyn Akurnesingum var að eignast þetta mikla, góða land, sem Garðarnir áttu ofan í miðjan bæ. Hann var því ötull stuðningsmaður þeirra, sem lengst gengu og fremst í flokki um að hreppurinn eignaðist landið. Tók hann og fljótlega af því land til ræktunar, sem hann eða hans nánustu nytja enn. SkáldæSin tórir lengi. Yfirleitt þykist Guðmundur ekki hafa af miklu að státa, og fá afrek liafa unnið. Þegar ég spyr hann, hvort hann hafi 8 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.