Akranes - 01.01.1949, Blaðsíða 18
Nokkur orð um palladóma
Heyrið skáld, og skiljið þetta:
skoðast má scm fremdar tjón
ykkar verk ef vitmenn lasta;
verra er samt ef hrósa flón.
Til einskis erum við fúsari en að dæma.
Við erum að því sýknt og heilagt. Ekki
kemur mér til hugar að við ættum að
hætta því. Það væri sama og að skirrast
við að láta uppi álit okkar á nokkurum
sköpuðum hlut, og það væri því heigul-
mennska. En okkur hættir einatt til að
gera okkur að dómurum um þá hluti, sem
við berum ekki nægilegt skynbragð á. Og
þá verða dómarnir palladómar.
Ef ræða skal eingöngu um þá dóma,
sem felldir eru á opinberum vettvangi og
mjög reynast varhugaverðir, þá ber líklega
mest á ritdómunum. Það er þráfaldlega
augljóst, að höfundar þeirra bera harla
litið skynbragð á efni það, er þeir eru að
ræða um. Þegar svo er, verða orð þeirra
vitanlega helber markleysa og oft hrein
vitleysa. Það er t. d meira bullið, sem
hér er oft og einatt sagt um þýðingar. A
ég þar ekki við efni bókanna, heldur sjálft
verk þýðarans. Augljóslega er oft dæmt
án þess að þekkja ifrumtextann, og verður
þá a. m. k. ekki sagt um nákvæmnina.
Þannig minnist ég „þýddrar“ bókar, sem
kom hér út fyrir nokkrum árum og var
játað og viðurkennt, að hin nýja stjórnarskrá
á að auka valdsvið forsetans verulega frá því sem
það nú er.
En þó að hið sjálfstæða embætti forsetans væri
ekki til annars en að heyra endrum og eins úr
forsetastóli svo einlæg og látlaus spakmæli, scm
núverandi forseti gerði i nýársboðskap sínum,
til allrar þjóðarinnar. livers einstaklings hennar,
að meðtöldum hinum pó’itizku skottulæknum.
borgaði slíkt embætti sig vcl. Þvi ef þjóðin ætlar
sér að lifa sem sérstök þjóð, og komast af, verður
hún fyrr en seinna að breyta lifsvenjum í sam-
ræmi við þann einarða, umbúðalausa boðskap
forsetans, um að tileinka sér fyrst og fremst það.
sem hefur varanlegt gildi fyrir andlega velferð
þjóðar og einstaklinga, en ekki efnalega eingöngu.
Sérstakt, mun forsetaembættið verða sigur-
sælla sem einingartákn, heldur en ef það væri
sameinað því pólitízka embættinu. sem mestur
styrr stendur jafnaðarlegast um hverju sirini.
Heiimirinn á Helvegum.
Síðasta heimsstyrjöld var að vonum talin hin
ægilegasta, sem háð hefur verið. Henni er talið
að vera lokið fyrir meira en þremur árum. Eru
það ekki örgustu öfugmæli að segja, að nú ríki
heimsfriður? 1 fyrsta lagi er barizt við og við, —
eða að staðaldri — í öllum heimsálfum. 1 annan
stað er viða barizt við kúgun og ófrelsi. 1 þriðja
lagi er barizt um að auka styrjaldaróttann að
nýju og að búa fólk heima fyrir og um heim
allan undir ógnir næsta striðs.
1 öllum ólfum er meira og minna af friðlausu
flóttafólki, sem hvergi er óhult og hvergi á höfði
sinu að að halla. Það sætir verri meðferð en
skepnur hjá sæmilega siðuðu fólki. Þetta sýnir
Ijóslega, að allt skraf manna um frið og frelsi er
ótrúlega gumað af þýðingunni, svo að
ég hygg að jafnvel árum saman hafi
lofgerðarollurnar haldið áfram að birtast.
Það vildi nú svo til, að þessa bók hafði
ég lesið á frummálinu, meira að segja
fyrstur Islendinga, því að ég hafði lesið
hana í próförk, en efni hennar snerti að
nokkru ísland. „Þýðinguna“ íslenzku las
ég einnig, því að mér var gefin hún i
jólagjöf. Fyrii þetta á ég bæði frumtexta
og svo kallaða og háttlofaða þýðingu. En
hvað sem líður málfari á bókinni, þá held
ég að unnt væri að sýna það með því, að
prenta hlið við hlið frumtexta og þýðingu
að þar segir löngum sitt hver. Og þetta átti
nú að vera eitt af grænu trjánum. Iðulega
sést lofað málið á þessari og þessari bók.
En skyldi það ekki vekja grunsemd hjá
neinum, að þeir sem lofið skrifa, þeir
gera það stundum á meira eða minna
gölluðu máli, stundum hörmulega am-
bögulegu. Ekki get ég sagt að þetta veki
traust hjá mér.
Um tónlist hefur mér lengi virzt, að
hvar sem ég var, gætu þar allir um hana
dæmt nema ég. Til þess að gera svo,
skortir mig alla þekkingu, og ég býst
við allan meðfæddan hæfileika. Vitaskuld
hef ég þó ánægju af sönglist, því það
munu allir hafa, jafnvel „skynlausar"
munnfleipur eitt, orðskrúð og umbúðir án kjarna.
I þeim umbúðum er ekki kærleikur, miklu fremur
kjarnorka, innsigluð dauðanum.
Tvisvar á fáum tugum óra, hafa glæsilcgustu
forystumenn og friðarvinir hinna mestii og vold-
ugustu menningarþjóða hsimsins, byggt háreistar
friðarhallir i tvöföldum skilningi, til viðreisnar og
varðveizlu friðar og öryggi. Allt þetta hefur hrunið
til grunna, cða er að hrynja, nema skjótt komi
skorður við. Ástandið er ógurlegt og veður öll
válynd, því að segja má, að hverri stórþjóð eða
dvergríki sé ógnað; annað hvort innan fró eða
utan að.
1 siðasta stríði ætlaði annar armurinn sér bein
og brotalaus heimsyfirróð og „einstefnuakstur" að
fengnum sigii. Og þvi miður horfir nú svo alvar-
lega, að ein voldugasta þjóð bandamanna í síðasta
striði, virðist ætla að verða arftaki þeirrar hug-
sjónar hinnar gjörsigruðu miklu þýzku þjóðar.
Ef vestræn siðmenning á því yfirleitt oftar að
vera á dagskrá, reynir nú meira en nokkru sinni
fyrr á menningu þó og megin kjarna, sem hún
er sprottin af og styðst við. Verða öll lýðræðis-
riki heimsins með stjórnendur og alla hugsandi
einstaklinga í broddi fylkingar að ganga nú til
einbeittari heilsteyptari alhliða samvinnu en
nokkru sinni fyrr. Samvinnu, sem ekki nái aðeins
til óverulegra eða óumflýjanlcgra ytri samskipta,
— af illri nauðsyn, — heldur til innri samvinnu
og nóinna tengsla, viðskiptalegra og menningar-
legra. Miðandi að nánari kynnum, skilnings og
einlægrar vináttu, reist ó kærleikshugsjón krist-
inna manna.
Ef þessi leið verður ekki farin, og skyggð i
gömlu og nýju ljósi kristinnar trúar, hlýtur mann-
kynið þá og þegar að vera komið að dyrum heljar.
Hve lengi, sem það kann að hafast við á þeim
Viðivöllum voða og vesaldóms.
skepnur, og þar á meðal „sjálfur selurinn“
(eins og Grímur kveður) að þvi er skrifað
hefur látinn vinur minn, mikill söng-
listarmaður (Páll Bjarnason). En sá, sem
þykist standa, gæti að sér að hann ekki
falli. Þarna hafði ég eitt sinn nærri hrasað
og sjálfur gerst dómari í allri minni fá-
kunnáttu. Svo bar við að tónskáld eitt
átti stórafmæli fyrir örfáum árum, (1945)
en á lög hans hafði ég tíðum hlýtt með
óblandinni ánægju. Á stórafmælum senda
menn gjarna kveðjur ef þeim er persónu-
lega hlýtt til afmælisbarnsins eða telja
sig eiga því eitt eða annað að þakka. Þetta
vildi ég nú gera, og settist niður að skrifa
kveðjuna, sem tók þá á sig þessa mvnd;
Þó að kólni, þá að kveldi,
þokar ei hin gullna rún;
dag skal söngsins sólareldi
signa að hafsins yztu brún.
Ennþá ljóma Ólymps tindar,
á þó blessuð sólin skín;
ennþó hljómar, Islands Pindar,
yndistóna harpan þín.
Getur bæði hjúfrað, hlegið,
heillað ólfa og dísir fram,
perlu úr hafsins djúpi dregið,
dúðað blómum leiti og hvamm.
Hljómi hún ennþá, hljómi lengi,
hrynji tóna steypiflóð;
enn þó gömlu gullnu strengi
göfga láttu alla þjóð.
Tóna svanur, þakkir þjóðar
þér eru sendar nú í dag;
þótt þær sumar séu hljóðar,
sama er við þær allar lag.
En ég gætti að mér í tíma. Eg sá, að
þama hafði ég gerst dómari — dómari um
list er mig skorti þekkingu á. Aifmælis-
barnið hefði haft ástæðu til að minnast
erindisins, sem prentað var yfir þessum
línum. Kveðju þessa sendi ég því ekki. Ef
ég sendi hana nokkra — en það er mér
nú úr minni fallið — þá er víst, að ég
hafði haft vit á að láta engan dóm í
henni felast.
Þá er það myndlistin. Um hana er
háttað á sama veg: allir geta um hana
dæmt nema ég. Kunnátta mín i henni er
engin. En einnig hér þykja mér dómarnir
stundum grunsamlegir. Nú í seinni tíð
hefi ég víða séð lof um myndir 1 nýrri bók,
enda er það a'tlun mín, að höfundur þeirra
sé listfengur og hafi oft gert beinlínis
góðar myndir, svo að sjálfur mundi ég
leita til hans fremur en flestra annarra
ef ég þyrfti að myndskreyta bók. En aldrei
mun hann hafa i sveit verið. Þarna er
hins vegar um sveitalífsmyndir að ræða,
og mikið þykir mér ef sumar þeirra koma
ekki fleiri sveitamönnum en mér undar-
lega fyrir sjónir.
Gætið yðar fyrir falsspámönnum. Það
er gamalt heilræði, og eins hitt, að prófa
andana. Ég held að bæði séu holl til
athugunar enn í dag. BJÖRN JÓNSSON
frá Holtakoti
18
AKRANES