Akranes - 01.01.1949, Blaðsíða 9
ekkert fengizt við að yrkja, eins og amma
hans og föðurbróðir, þá verst hann allra
frétta og er eins og honum sé varnað máls.
Þá brestur hann gjörsamlega minnið, og
þykist aldrei hafa gert stöku, sem hafandi
sé eftir. „Þú getur nú sagt þetta ein-
hverjum öðrum en mér,“ segi ég við
Guðmund. „Annað sagði Beinteinn í Graf-
ardal við þig fyrir nokkrum árum hér
við Apótekið." „Heyrðir þú á það sam-
tal?“ segir Guðmundur. „Þú heyrir það
nú og veizt, að oft er í holti heyrandi
nær.“ Hvað er að marka það á gömlum
árum í Brekkurétt, þegar maður hafði ör-
lítið í kollinum.“ „Það hefur nú þá eklti
verið nema hæfilegt. Því að ekki man ég
eftir að hafa séð þig útúr, og heldur aldrei
he)rrt það.“ Með þessu lierbragði sigraði
ég Guðmund, og fékk hann til að hafa
yfir fyrir mér nokkrar vísur, sem hami
hefur gert. Finnst mér sumar visurnar
svo góðar, að vel megi birtast, og hygg,
að margur hafi iðkað þessa íþrótt, sem
gert hefur lakari vísur en þessar.
Um tíma umgekkst Guðmundur mann
nokkum, sem margt hafði á hornum sér
og sjaldnast var sammála þeim, er hann
ræddi við hverju sinni.
Vor eitt var mjög góð tíð, byrjaði
snemma að grænka og lóan var farin að
syngja dírrin-dí. Það var yndislegt veður
þennan dag, sólskin og bliða, trén farin
að springa út. Maður þessi og Guðmundur
töluðu um vorblíðuna og veðrið. „Það er
ekkert góð tíð,“ sagði sá úrilli. „Það er
ekki góð tíð nema fuglar fari að verpa i
miðgóu." Af þessu tilefni gerði Guðmund-
ur þessar vorvísur:
Sólin gyllir fold og frón
frið með snilli ljóma.
Loiftið fyllist fugla róm
fagrir dilla ómar.
Um loftið hátt, þeir leika kátt.
lífinu þrátt þeir unna.
Þeir heiðra dátt með hljóða mótt
Herra náttúrunnar.
Vanadisin vermir skær
vorsins lýsir nætur.
Bræðir ísa og bliðu ljær
blómin rísa ó fætur.
Eitt sinn var Guðmundur að slóðadraga
á túni hér, með púlshesti sínum. Hann
hóf vinnu sina snemma morguns. Nokkru
síðar kemur gamli maðurinn, sem hann
vann fyrir, af sér genginn eftir langt og
mikið líifsstarf. Rétt í sama mund kemur
til þéirra öldruð kona með silfurhvitt liór.
Þá datt Guðmundi í hug þessi visa:
Hrörnar það sem frjógva fold
frekast prýddi á vorin.
Tíminn einlægt ösku og mold
eys í gengnu sporin.
akranes
„Nú ertu hættur að koma i Brekkurétt,“
sagði Beinteinn við Guðmund. Alltaf man
ég vísuna, sem þú gerðir eitt sinn, er þú
varst að leggja á hestinn þinn einn morg-
un. Hún var svona:
Heill og gæði haldist við
hljótum næði að grunda.
Guð á hæðum leggi lið
lífsins næði að stunda.
Þessa visu gerði Guðmundur um brúna
hryssu, ei' hann fékk lánaða hjá Sigurði
hómópata, er hann reið i Arnarholt:
Mörgum fák ég fjörgum reið
fyrr um mína daga.
En bezt mér liennar skemti skeið
skal þess minnast saga.
Þetta er síðasta vísan sem Guðmundur
hefur ort. Gerði hana eina nóttina nýlega,
er veikindi hans vörnuðu honum svefns:
Meðan lifið skin og skúr,
skiptir jafnt til manna.
Leik ég mér við lindir úr
landi minninganna.
Menn, sem ég sérstaklega minnist.
Auk þess fólks, sem Guðmundur hefur
minnzt á hér að framan, segist hann hafa
haft sérstakar mætur á Hallgrími hrepp-
stjóra á Miðteig, Stefáni Bjarnasyni ó
Hvitanesi, Þórði Sigurðssyni á Fiskilæk og
Einari Jónssyni í Elínarhöfða. Einar var
ágætt skáld og hinn mesti prýðismaður.
Hann var sonur Jóns Halldórssonar
hónda í Leirárgörðum. Einar drukknaði
10. marz 1880. Hann telur að allir þessir
menn hafi verið hinir mikilhæfustu og
langt á undan sinni samtið.
Þá minnist Guðmundur sérstaklega
tveggja manna, sem voru mjög sterkir og
vel á sig komnir — auk Halldórs á Grund,
— Isleifs sterka á Innra-Hólmi. (Isleifur
var frændi Þuríðar i Bæ.) Einnig Snæ-
bjarnar, ferjumanns í Ferjukoti. Eitt sinn
ferjaði hann Guðmund yfir Hvítá, datt
honum þá í hug þessi vísa:
Móti skaða veitir vörn
vel í Hvítár-straumi.
0
Þeytir glaður áraörn
yngismaður, hann Snæbjörn.
Þá minnist Guðmundur Böðvars kaup-
manns Þorvaldssonar, sem óspart lánaði
honum úttekt, er hann þurfti þess með.
Senn eru 10 ár liðin, síðan Guðmundur
varð fyrir miklu áfalli, er hann datt ofan
í steypta gryfju og meiddist svo mjög, að
síðan eru allar taugar hans úr lagi færðar.
Alla stund síðan má hann aldrei vera án
dýrra eiturlyfja, sem herða hann upp, og
sefa stöðugar kvalir, sem sérstaklega sækja
ó höfuðið.
Guðmundur er — miðað við heilsufar
— minnugur og margfróður og segir vel
Avarp
FLUTT I BÍÓHÖLLINNI Á AKRANESI
18. JÚNl 1944.
Frelsissól frá himni hei&um,
hœstum Drottins eftir leiðum,
lýsir vorum or'ðum, eiðum,
ylgeislana sendir þjóð.
Nú er sigur fenginn fagur,
fullveldisins runninn dagur.
Nú mun þjöðar hœkka hagur,
hennar framtíð verða góð.
Forðum landsins frelsisveldi
fargað var með blóði og eldi.
Þjóðin frá sér forráð seldi,
fékk í staðinn kúgun, böl.
Munurr. vorra áa eymdir,
engir tímar hverfi gleymdir,
ei svo verðum aftur teymdir
út í sömu neyð og kvöl.
Munum það, \að brœðraböndin
eigi að verða lýðfrjáls löndin,
lýðveldið því byggist á.
Lýðveldið því byggist á.
Oft er reynslan þung að þola,
því, sem rotnar fljót að skola.
Af því fer svo margt í mola
að menn ei höndum saman ná.
Stígum því á stokk með heitum,
stálvilja og viti beitum,
til ,að grœða sér í sveitum,
sœld áð búa dal og strönd.
Allar lindir auðsins nýtum,
ei um völdin framar kítum,
fram á miðin fleyjum ýtum,
félagsmála treystum bönd.
Okkar býður blessuð móðir.
Brautryðjendur reynumst góð>r
Hraustir, þolnir, hyggnir, fróðir„
hagsœld falli þjóð t skaut.
Hennar ávallt heilla biðjum,
hennar allra tíma niðjum.
henni unnum, hana styðjum,
hún sé vor í sœld og þraut.
HALLBJÖRN E. ODDSSON.
og nákvæmlega frá. Hann kann margar
visur eftir ýmsa höfunda, sem fæstar
munu vera til á prenti. Hann hefur og
mörgum kynnzt á sinni löngu ævi, og
mætti eftir honum skrifa miklu meira um
það, sem hér hefur verið drepið á, svo og
ýmislegt fleira um menn og málefni.
Um leið og ég þakka Guðmundi fyrir
langa og góða kynningu, óska ég lionum
allra heilla og blessunar, það sem hann
kann að eiga eftir af lífshlaupi sínu.
Ó, B. B.
9