Akranes - 01.05.1949, Page 7

Akranes - 01.05.1949, Page 7
hlíð í Myrkársókn. Til biðbótar skal ör- lítið rakin ætt Sigríðar: Framœtt Lárusar Ottesen. O O. Pétur Ottesen, bóndi á Ytra-Hólmi, f. 1816, d. 20. okt. 1904, og kona hans Guðný, f. 26. maí 1817, d. 19 marz 1894, Jónsdóttir b. á Kverná (f. 1774), Jónssonar bónda i Rimabæ (f. 1731) Sigurðssonar. 2) Lárus Ottesen, verzl.m. í Rvk. og kona hans, Sigriður (f. 1800, d. 26. jan. 1878) Þorkelsdóttir Bergmanns, kaup- m. eða faktors (d. 1815) í Rvk., Guð- mundssonar bónda á Vindhæli á Hagaströnd (f. 1692), Magnússonar b. á Árbakka (f. 1663) Hallssonar b. . Árbakka Magnússonar. 3) Oddur klausturhaldari á Þingeyrum, f. 1740, d. 16. jan. 1804 og kona hans Hólmfríður (f. 1755, d. 1834) Péturs- dóttir (systir Sigurðar skálds, sýslum. • á Ketilstöðum (f. 1720)), Þorsteinss., sýslum. á Ytri-Víðivöllum (f. 1678, d. 1765), Sigurðssonar bónda á Jörfa í Haukadal (f. 1651) Þorgilssonar (f. 1625), Bergþórssonar, Bjarnasonar. Sveinssonar í Gröf i Sökkólfsdal, Bjarnasonar. 4) Stefán prestur á Höskuldsstöðum, f. 1695, d. . og síðari kona hans Sigriður Sigurðardóttir, sýslum. í Geitaskarði. Einarssonar biskups (f. 21. febr. 1633, d. g. okt 1696) Þorsteinss. prests i Hvammi (d. 1645), Tyrfingss. b. í Hjörsey, Ásgeirssonar prests í Lundi Hákonarsonar sýslumanns. 5) Ólafur próf. á Hrafnagili, f. 1657 og kona hans Anna, f. 1655 Stefánsd- próf. i Vallanesi (f. 1620, d. 1688), Ólafssonar próf. í Kirkjubæ (d. 1659), Einarsonar próf. í Eydölum (f. 1539, d. 1626) Sigurðssonar prests i Gríms- ey (f. 1502, d. 1561), Þorsteinssonar, Nikulássonar príors á Möðruvöllum Þormóðssonar. 6) Guðm. b. á Siglunesi og k. h. Sigriður Ásgrimsdóttir, skálds á Höfða. 7) Jón bóndi á Siglunesi Jónsson. í ramœtt Karólínu NikuláscLóttur: 1) Nikulás b. á Kotá (og víðar í Eyja- firði) og kona hans Guðlaug (f. 1809) Guðmundsd. bónda. í Lönguhlíð (f. 4. maí 1786, d. 3. ágúst 1853) Þor- steinss. b. í Imnguhlíð (f. 1741) Guð- mundssonar. 2) Guðm. b. á Vatnsenda í Siglufh'ði (f. 1775? <L 8. maí 1826) og k. h. Mál- fríður (f. 1792) Jónsdótiir í Krækl- ingahlíð. I œsku á Ytra-Hólmi. 1 ungdæmi Sigriðar var margt um manninn á Ytra-Hólmi, einnig á öllum hjáleigunum, sem þá voru enn allar byggð- ÁKRANES ar. Á allri torfunni var þvi mikill bú- skapur, og þaðan reru þá mörg skip. Lárus Ottesen, Faðir Sigriðar, var formaður á skipi sínu og sótti sjóinn kappsamlega, enda talin mjög góður formaður og hinn sljmgasti sjómaður. Þó hafði hann sam- liliða bú, fyrst á nokkrum hluta Ytra- Hólms i sambýli við föður •sinn, Pétur Ottesen dbrm., og síðar á Litlu-Býlu. Sigriður minntist margra yndisstunda frá þessu f jölmenna heimili, undir handar- jaðri afa og ömmu á fallegu stórbýli, þar sem búið var við rausn og myndarskap til sjós og lands. Á leið út í lífið. I þá daga var ekki snemma flogið úr hreiðrunum, þar sem nóg var að bíta og brenna heima fyrir og nóg við að vinna. Sigríður var tvítug er hún fór fyrst að heiman, — annað en til ömmu og afa. — Ung stúlka með hæfileika Sigríðar hlaut að þrá meiri menntun og viðari sjóndeild- arhring. Hún lagði því leið sína til höfuð staðarins. Af ýmsu má ráða, að námfýsin var fyrir hendi, svo og tilfinningin fyrir þeirri nauðsyn að læra eitthvað, sem ann- ars vegar kæmi henni að verulegu haldi í lífinu, — hvað sem hún tæki sér fyrir liendur — og svo hitt, sem stóð hjarta hennar næst, sem ég hygg að liafi verið að líkna og hjúkra sjúkum. En í þeirri grein var þá enn um engan annan lærdóm ao ræða en ljósmóðurnám. Það lærði hún hjá Scherbeck landlækni. Fannst Sigríði mikið til Scherbecks koma, bæði sem kenn- ara læknis og manns. Einnig fór Sigríður á saumanámskeið í Reykjavik. Þar lærði hún matartilbúning hjá frú Maríu Hans- en. Að námi loknu fór Sigríður vestur á Mýrar og var þar ljósmóðir í nokkur ár, við góðan orðstír. Húsmóðir — Ijósmóðir. Eins og áður segir, giftist Sigríður manni sinum Jóni Sigurðssyni, Vig- fússonar frá Efstabæ. Óvenjulegum lista smið og ágætis manni. Byrjuðu þau bú skap sinn á Sýruparti, og hafa æ síðan dvalið á Akranesi. Lærdómur Sigríðar kom þvi fljótt að góðu haldi. I.eið ekki á löngu, að hún sýndi óvenjlega húsmóðurhæfileika, mót- aða af dugnaði og skörungsskap, nýtni, þrifnaði og stjórnsemi. Enda var hún sér- lega greind og vel menntuð eftir því, sem þá gerðist um konur. Ekki vildi Sigríður gerast föst Ijósmóðir, þótt hún ætti þess kost, enda stækkaði heimili þeirra hjóna, svo og hitt, að maður hennar var oft í vinnu utan heimilisins, ekki aðeins í nágrenninu, heldur í fjar- lægum sveitum. Hvíldu því tvöfaldar húsmóðurskyldur á henni, þegar svo bar undir, sem oft átti sér stað. Þrátt fyrir þetta komst Sigríður ekki hjá því að sinna ljósmóður- og hjúkrunarstörfum, fyrir beiðni ljósmæðranna sjálfra, svo og í for- föllum þeirra. Var það viðurkennt, að hún hafi verið þessum vanda vel vaxin, og sýnt þar hvort tveggja i senn, fullkomna menntun, skilning og nærgætni, sem voru meðfæddir eiginleikar hennar, eins og aðeins var minnzt á áður. Það má glöggt sjá, hve ábyrgðartilfinning Sigríðar hefur verið rík í þessu starfi og það staðið nærri hjarta hennar, að hún bætti við lærdóm sinn með lestri nýrra bóka eða rita um hjúkrunar- og ljósmóðurstörf. I þessu ábyrgðarmikla starfi kom lika að góðu haldi reglusemi hennar, nákvæmni og þrifnaður. Það er eitt merki um hvernig Sigríður hefur rækt þessi hjúkrunar- og ljósmóðurstörf, að hún hefur i mörgum tilfellum haldið ævilangri tryggð við heim- ili það, er i hlut átti, ekki aðeins móðurina heldur og barn eða börn hennar. Það lýsir vel trölltryggð góðrar konu. Frú Sigríður gerði ekkert með hang- andi hendi eða til að þykjast. Hún var óvenjulega heimilisrækin og setti fyrst og fremst stolt sitt og hæfileika í að byggja og viðhalda fyrirmyndar heimili, sem bar þess varanlegeg og virðuleg merki. Um óvenjulega reglusemi í smáu og stóru utan húss og innan, um fágaðan smekk og sér- stakan þrifnað, svo að ekki verður lengra jafnað. Móðurskyldurnar mat hún hátt og má sjá þess varanleg merki á börnum þeirra hjóna fyrr og síðar; einnig á þeirra heimilum, er þau fóru að eiga með sig sjálf. önnur hugðarefni. Þótt Sigríður Ottesen væri frábitin þvi að blanda sér i almenn mál, og rækti fyrst og fremst sitt eigið heimili, hafði liún á vissan hátt óvenjulegan áhuga fyrir að félagslegu siðgæði, — sem og einstalclinga — miðaði í rétta átt. Hún unni einlæglega þjóð sinni og fósturjörð og hafði sívaxandi áhuga fyrir siðrænu uppeldi æskulýðsins, mótuðu af kristinni trú og siðgæði. Hún var og viss um, að los og ófarnaður æsk- unnar hin síðari ár, ætti ekki alllítið rót sína að rekja til þess, hve aðhaldið í þess- um efnum hefur verið ákaflega lítið í æðri sem lægri skólum. Því þegar þar er rækilega gengið fram hjá þessari megin nauðsyn, eiga heimilin sjálf í vök að verj- ast, jafnvel þar sem agi og uppeldi er í bezta lagi. Taumlaust sjálfræði unglinga leiðir vitanlega að meira eða minna leyti, fyrr eða seinna til þjóðfélagslegs ófarn- aðar. Ef öllum konum væri þetta megin atriði eins ljóst og Sigríði, mundu þær með sínum sterku samtökum hefja öflugri á- róður fyrir umbótum í þessa átt en enn er orðið. Sigríður var mikil alvörukona og ein- lægur vinur vina sinna. Þó gat hún verið langminnug á mótgerðir, svo sem skap- 55

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.