Akranes - 01.05.1949, Side 8

Akranes - 01.05.1949, Side 8
ZZ2ZZ VORÖLDIN Sérhver framför eður nýjungar í lífi þjóða og einstaklinga er i meiri eða minni tegnslum við eldri framfarir eða nýjungar og má því svo að orði kveða, að sérhver framför og þróun lifsins sé í samfelldri heild. Þó er jafnan svo, að eitt tímabil sker sig frá öðru með ákveðnum einkennum. 1 sögu íslands um siðari aldir mun löng- um verða staðnæmst og rýnt í skjöl og skræður, sem heimildir geyma um ig. öld- ina. Hún er hið nýja og unga vor í lífi þjóðarinnar; sáðtíminn, sem undirbjó margvislegar félagslegar umbætur, er orð- ið hafa á nýliðnum árum, og vakti svo margar hugsjónir um frelsi og alhliða framfarir landsins, að á þeim grunni er byggt enn þann dag í dag; sumt að vísu með nýju sniði og nokkrum breytingum. en annað að mestu óbreytt. Á þessum tíma komu fram hinir merk- ustu voryrkjumenn ur öllum stéttum þjóðfélagsins. Sterkir, heilsteyptir menn, fullir af ofurmennskum dug og áræði eða brynjaðir svo miklum andlegum krapti, að rödd þeirra hlaut að vekja af svefni og hrinda burtu deyfð og drunga. Um ýmsa þessa menn og einstaka þætti þess- arar nýliðnu voraldar í lifi okkar Islend inga hefur þegar verið ritað nokkuð, en margir vormenn þessa tímabils liggja enn óbættir hjá garði, og samfelld saga 19. aldarinnar hefur ekki verið rituð, en á því virðist hin mesta nauðsyn að það dragist ekki úr þessu, því vitanlega hafa þeir sem þekkja atburðina og hafa reynt þá bezt,- skilyrði til þess að segja frá þeim í ljósi og með lífi þess tíma, sem þeir gerðust á. f annan stað fækkar nú óðum lifandi heimildum sem ná til þessa tímabils svo nokkru nemi, og þótt mikið sé til af prent- uðum og skrifuðum heimildum um 19. öldina, bætir það mikið upp ef jafnframt er hægt að ná til fjölda greinargóðra manna, því sannari og traustari verður frásagan sem heimildir eru öruggari. I þriðja stað getum við svo margt gott lært af sögu 19. aldarinnar. Hún sýnir mönnum er titt. Hún var gjafmild og greiðvikin og sást þá litt fyrir um rausn og höfðingsskap. Ef hún hefði haft miklu að miðla, hefði hún gefið á báðar hendur, þeim er við þurftu. Hún hafði óvenjulega mikinn áhuga fyrir starfi Slysavarnafél- agsins frá fyrstu tið og studdi það með ráðrnn og dáð alla tíð. Enda hafði hún næman skilning á hinu hættulega starfi sjómanna, og rika samúð i þeirra garð, sem eiga um sárt að binda vegna sjóslysa. Sigríður var trúrækin kona, þekkti og skildi nauðsyn og mikilvægi bænarinnar, ekki aðeins fyrir einstaklinga heldur og þjóðarheild. Ekkert af þessu hafði hún hátt um, því að þegar hún miðlaði, lagði hún t. d. blátt bann við, að vitneskja væri gefin um það. Hún var óvenjuleg skapfestu- kona, traust og trygglynd, ein af þeim is- lenzku konum, sem bjó yfir miklmn hæfi- leikum, tók starf sitt hátíðlega, og sanna mun lengi ágæti fyrirmyndar heimilis, gildi þess og gagnsemi fyrir þjóðarheild- ina. Óvenjulegt nœmi og minni. Eitt var mér þó mest undrunarefni í fari frú Sigríðar Ottesen; það var hið þrotlausa minni hennar, sérstaklega á bundið mál. Þetta sýndi þrennt í senn, óvenjulegt næmi hennar og minni, og ekki síður ást hennar og skilning á ljóðrænu máli. Hér var ekki um neitt hálfkák að ræða, fremur en á öðrum sviðum í fari hennar. Að kunna t. d. vísu og visu. Nei, ég er viss um, að hún hefði getað þulið tíræð kvæði fyrirhafnaríaust og skipt þeim rétt og hiklaust. Það mun vera flestra reynsla, að næmi og minni slakni verulega með aldrinum, en Sigríður bar þess engin merki. Þrátt fyrir þennan háa aldur nam hún fram til hins síðasta vísur og löng kvæði fljótlega og fyrirhafnarlítið, og voru þau henni jafn tiltæk hvenær sem var, sem þau ljóð, er hún nam á æsku- skeiði. 1 sambandi við þessa miklu þekkingu Sigríðar á íslenzkum kveðskap, mátti greinilega merkja óvenjulegan fagurfræði- legan listasmekk, mótaðan af hrifnæmu hjarta. Hún tignaði þar tállausa tryggð. frelsi, fegurð og stórbrotinn manndóm í ýmsum myndum. Hún sóttist þar ekki eftir hvaða rusli sem var, þótt það væri á yfirborðinu slétt og fellt, heldur því, sem fól í sér andlegan þrótt og fegurð forms og máls og miðlaði þeim, sem minna kunnu og mundu. Frú Sigríður andaðist i Landspítalanum í Reykjavík hinn 9. mai 1949, eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Fór útför hennar fram frá kapellunni í Fossvogskirkjugarði, þar sem hún og var grafin. Ekki aðeins nánustu ástvinir munu hér sakna vinar í stað og minnast umhyggju Sigríður fyrir daglegum þörfum þeirra og heild. Það munu þeir og gera, sem um tugi ára nutu tryggðar hennar, og þeir, er hún oft og margvislega sýndi vinahót og ríka samúð. okkur ekki að eins einstaklinga, heldur alla þjóðina i skuggsjá. Þjóðarsálin vakn ar, fær nýtt líf og brýtur sér brautir til framfara í andlegum og verklegum efn- um. Verklegar framkvæmdir urðu að vísu fáar og smáar, miðað við hin síðustu ár hérlendis; því réði almenn fátækt og alda- gömul kúgun, en í andlegum efnum varð endurfæðing, miklu sterkari og stórkost- legri en ilestir hafa gert sér grein fyrir. og svo almenn, að furðu mátti gegna. — Eðliskostir, gáfur og gallar þjóðarinnar, hafa aldrei komið skýrar í ljós, og verið jafn vel athugaðir frá ýmsum hliðum, það gerir heimildafjöldinn sem til er um atburði þessa. f ýmsum ritum um 19. öldina er mikið talað um deyfðina og drungann, en þeg- ar atburðirnir þokast ofurlítið lengra frá á tjaldi sögunnar, verður félagslegt áræði og áræði einstaklinga þessa tíma undur- samlegt. Fjölda fjötra þurfti að brjóta, fjölda hnúta að leysa, og þó líða örfá ár frá því að íslendingar eignazt fyrsta þil- skipið, þangað til sumir forvígismenn- irnir svo sem Ölafur Thorlacíus kaupm. á Bíldudal siglir héðan frá íslandi til Spán- ar með fiskafla sinn. Fleiri fylgja svo í þá slóð, eins og jafnan verður þegar brautin Listhneigðin lifir áfram. Hér hefur lítillega verið minnzt á list- hneigð frú Sigríðar og hið margþætta lista- mannseðli manns hennar Jóns Sigurðs- sonar, sem er völundar smiður á hvað sem er og músikalskur að auki. Allt þetta kemur ríkulega fram hjá afkomendum þeirra. Eftirtalin börn þeirra Vindhælis- hjóna (en svo heitir hús þeirra, er þau byggðu sér hér og þau hafa lengst dvalið í) eru á lífi: 1. Ásta, gift Kristni Björnssyni, lækni Hvítabands-sjúkrahúss í Reykjavík. Þeirra börn: a. Björn b. Jón c. Helga d. Ásta. 2. Ingólfur, kvæntur Svöfu Ölafsdóttur, Finsen. Þau eiga eina dóttur, er heitir Ingá Svava. 3. Anna, gift Sigurjóni Jónssyni, vélstjóra í Reykjavík. t>eirra böm: a. Jón Rafn b. Sigríður. öll börn þeirra Vindhælishjóna eru ó- venjulega lagvirk og listhneigð, en þessir eiginleikar ætla að lifa lengur í ættinni, því að nú þegar er vitað, að allt leikur í höndum sumra barna-barnanna. Einnig óvenjulegur áhugi fyrir tónlist. Ó. B. B. AKRANES 56

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.