Akranes - 01.05.1949, Side 9
er rudd. Um miðja öldina myndar Ás-
geir Ásgeirsson skipherra og siðar kaup-
maður (Ásgeir eldri) verzlunarsamtök
bænda við Isafjarðardjúp. Þau komast
létt á leggin. Þá stofnar Ásgeir 1852 eigin
verzlun, sem starfar meira en hálfa öld,
°g var um sina daga stærsta verzlunarfyr-
irtæki á íslandi. Sonur hans, Ásgeir Guð-
mundur (Ásgeir yngri) tók ungur við
verzlunarrekstri föður síns. Hann byggir
fyrstu hafskipabryggju í eign Islendinga,
endurbætir verkun og verkunaraðferðir
a saltfiski, eignazt stórt og myndarlegt
gufuskip til eigin vöruflutninga og ferða
mnanlands og utan, hið langfyrsta i eign
íslendinga, og gerist aðaleigandi að einni
hvalveiðistöðinni við Isafjarðardjúp. Séra
Þórarinn Böðvarsson og ýmsir útvegs-
bændur við Isafjarðardjúp mynda sam-
lag um fisksölu sína og kaup á erlendum
vorum. Norðanlands stofnar séra Þor-
steinn Pálsson á Hálsi í Fnjóskadal fyrsta
visir að pötunarfélagi, en þrekmennið
mikla, Tryggv: Gunnarsson skapar úr
þeirri litlu arfleifð Granufé'amð, sem varð
um alllangan tima voldugasta verzlunar-
fýrirtæki á norður- og austurlandi, og
hafði jafnframt forgöngu eða stuðning
um margvíslega viðleitni bænda til fram-
fara. Á sviði jarðræktar kom einnig fram
fjöldi merkilegra manna og má þar i
fyrstu röð nefna Torfa í Ólafsdal að vest-
au og Jónas Eiríksson frá Breiðavaði að
aUstan. Svið almennrar menntunar eða
svo-nefndrar alþýðufræðslu fékk merki-
legar uppsprettulindir. Þar sem er Flens-
borgarskólinn, stofnun Þórunnar Jónsd.
°g sr. Þórarins Böðvarssonar, í mhmingu
Böðvars sonar þeirra, og svo nokkru síðar
Möðruvallaskólinn, undanfari mennta-
skóla Norðlendinga. Undanfara Möðru-
vallaskóla má svo telja skóla Guðmund-
ar Hjaltasonar í Hléskógum, og fræðslu
eða skóla margra annarra ágætra og á-
hugasamra manna norður þar. Suunlenzk-
ir bændur koma upp búnaðarskóla að
Hvanneyri, mest fyrir forgöngu Björns
bjarnarsonar hins framsýna manns, sem
enn er lífs. Konur koma upp kvennaskóla
að Ytri-Ey, með hinni ágætu forstöðu-
konu Elínu Briem. Hann menntar hús-
mæðraefnin og verður útvörður um meiri
réttindi og frelsi konum til handa. — 1
kaupstöðunum, og fyrst og fremst í Reykja
vík, risa barnaskólar á legg, og smám
saman öðlast öll uppvaxandi börn undir-
stöðufræðslu í lestri, skirft og reikningi,
og nokkrum öðrum námsgreinum í kaup-
stöðunum. Þessi takmarkaða menntun
léttir lífsbaráttuna og eykur víðsýni og
skilning, bæði um hin persónulegu verk-
efni daglegs lífs, og sameiginleg verkefni
heildarinnar.
Svo komu skáldin, spámennirnir og
sjaendurnir. Fjölmenn og glæsileg fylk-
iug skálda og rithöfunda. Vorboðinn ljúfi,
akranes
Jónas Hallgrímsson, Sveinbjörn Egilsson
rektor, Bjarni Thorarensen amtmaður.
Þeim fylgja næstir sr. Matthías Jochums-
son, Steingrímur Thorsteinsson rektor og
Benedikt Gröndal. Svo koma Verðandi-
menn Hannes Hafstein, Einar H. Kvaran
og Gestur Pálsson. Enn heldur hin glæsi-
lega fylking áfram, Guðmundur Guð-
mundsson skólaskáld, Guðmundur Magn-
ússon prentari (Jón Trausti) og Þorsteinn
Erlingsson, og enn mætti marga telja, en
sérstaklega nefna Jón Thoroddsen sýslu-
mann, sem var faðir nýíslenzkrar sagna-
ritunar; skeytti saman ýmsar myndir úr
islenzku þjóðlífi, svo meistaralega, að enn
i dag kannast þjóðin þar við sjálfa sig
og ýmsa einstaklinga hennar. Blaðamenn
og rithöfundar ýmsir lögðu liðsemd mikla
þessari þjóðlegu endurvakningu. Þjóðin
fylgist svo að segja að, sem einn maður
i baráttunni fyrir auknu stjómfrelsi og
bættum kjörum. Allir tóku þátt í voryrkj-
unni, allir voru og vildu vera sem víð-
tækastir sáðmenn. Margt kom harð-
Sumardagurinn
fyrsti 1949.
Þegar vaknar vorsins ljúfur kliður,
vildi ég geta samið dýran brag,
því hér á landi livarvetna er siður
hátíðllegan gjöra þennan dag.
Lengi i þessu landi höfum búið
lifað oft við kulda frost og snjó;
undan vetri aldrei varð hér flúið
að endingu hann kvaddi samt og dó.
Þessi vetur þungur reyndist flestum
þeim, er áttu leið um reginfjöll.
Beitt þó væri bílum, ýtum liestum,
bara skiðin dugðu i lausamjöll.
Þangað æskan þrótt og hreysti sæki,
þeirra hæfni sanna Sturlu-skjöl.
því þessi norðurs fomu farartæki
fluttu Hákon tvævetran um Kjöl.
Nú mun vorið hefja sina hljóma,
hækkar sól og þiðnar djúpur snær.
Um firði og dali fuglaraddir óma,
færist óðum sumarbliðan nær.
Sumarið skal seint og snemma lofa,
suðri frá er andar þíður blær,
hlýnar þá í höllu jafnt sem kofa.
Hafið ládautt. Tún og engi grær.
Helzt ég vildi höpp og auðsæld nóga,
hvalamergð við Skor og Reykjanes.
Hafsild allt frá Homi að Bakkaflóa,
hraðan vöxtinn birki- og grenitrés.
Færi haustið okkur alls kyns gæði,
uppskeran sé jafnan þúsundföld.
Blessun guðs um byggðir jafnt sem græði.
Betra mannlíf rist á timans skjöld.
Ölafur Jónsson frá Elliðaey.
ærið, margt kom vorhretið, og margvís-
legir voru erfiðleikarnir, sjálfráðir og ó-
sjálfráðir, en ekkert bugaði hina nýju
endurvakningu. Hún hindraðist en varð
aldrei kyrrstæð. Áhugi almennings bar
hana uppi gegnum brim, boða og sker, og
bjargaði ágætum ávöxtum hennar með
fulltingi góðra forystumanna.
Þessir ávextir urðu undirstaðan að fram-
förum og framsókn okkar á tuttugustu öld
inni. Svona tekur hvað við af öðru sem
hvöt nýrrar þróunar, meiri félagslegra
átaka og baráttu fyrir meiri framförum
og frelsi. Undir lok aldarinnar er alþýðan
byrjuð að vakna til stéttarlegra samtaka.
og bændur landsins hafa eflt og viðhaldið
samvinnufélögum um kaup og sölu á inn-
lendum og erlendum vörum. Báðar þessar
félagshreyfingar hafa eflst og skotið víða
rótum og vaxandi áhrifum, einkum síð
ustu áratugi tuttugustu aldarinnar.
Og þessi einstæða merkisöld i íslenzku
þjóðlífi, 19. öldin, skapaði Islendingum
einnig endurreisn utan ættjarðarinnar.
Eftir miðja öldina hófust útflutningar
fólks, fyrst til Brasilíu, en í svo smáum
mæli, að þess gætti ekki til teljandi áhrifa
er fram liðu stundir, og því næst til Kan-
ada og Bandaríkja Norður-Ameríku. Til
Kanada og Bandarikjanna urðu flutningr
Islendinga svo miklir, að þar mynduðust
margar íslenzkar nýlendur, smærri og
stærri. Að vísu eru hinir fyrstu hópar ís-
lenzku landnemanna í Vesturheimi nú
safnaðir til feðra sinna,, og víðast einnig
mikið saxað í annan ættlið þeirra, og ensk-
an náð meiri og meiri tökum um mál og
venjur kanadískra og bandarískra borgara
af íslenzku bergi brotna. En svo sterkt er
íslendingseðhð, svo djúptækur arfurinn
frá ættjörðinni og forfeðrunum, að Vestur-
íslendingar vilja vinum og frændum hér
heima allt gott gera, og með vaxandi tækni
er hin mikla fjarlægð brúuð að mestu
leyti, svo einmitt nú liggur fyrir að hefja
það samstarf ættbálkanna islenzku vestan
hafs og austan, sem báðum á að verða til
ómetanlegs gagns. Þetta samstarf þarf nú
bæði til andlegra og verklegra athafna.
Það á að gefa gáfum og beztu eðliskostum
Islendinga meira athafnasvið, auka víð-
sýnið, og sníða burtu marga sjálfráða og
ósjálfráða galla, sem spillt hafa eðlilegri
endurreisn og dregið úr þeim kröftum
sem búa með þjóð vorri.
Arngr. Fr. B.
Kaupið Akranes.
Útbreiðið Akranes.
Greiðið Akranes.
57