Akranes - 01.05.1949, Qupperneq 16
Þœttir úr sögu Akraness, V. 22. Kárabœr.
Ölafur B. Björnsson
HVERSU AKRANES BYGGÐIST
4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna.
Fram yfir miðja öldina, sem leið, var
hér sem annars staðar allt í hinni mestu
fátækt og basli. Höfðu allir nóg með að
hafa í sig og á, og gekk það á stundum
full erfitt. Mikil orsök í þessari niðurlæg-
ingu var vitanlega undirokun Dana, og
átti verzlunaránauðin eigi minnstan þátt
í þessu. Það má gleggst sjá það af þvi, að
þegar er einokuninni er aflétt, er eins og
nýr dagur hafi runnið upp eftir svart-
nættis óveðursnótt.
Frá 1855—1870 færist hér á Akranesi
ýmislegt í betra horf, og undirbýr jarð-
veginn undir síðari umbætur. A þessu
timabili eignast menn sjálfir bát sinn eða
skip og ábýli. Þeir verða fyrir það sjálf-
stæðari og óháðari en áður. Löggilding
verzlunarstaðarins 1864 hefur gagnger
áhrif til bóta. Á þessu tímabili vaxa hér
upp, eða koma hingað, margir dugnaðar-
menn sem hafa mikil áhrif, þótt fram-
farirnar séu enn ekki stórstígar, ef miðað
er við byltingu síðustu áratuga. Á þessu
timabili (1863), setti Ritchie hinn enski
hér upp hina fyrstu niðursuðuverksmiðju
í landinu.
1 upphafi síðasta kafla (sjá 1.—2. tlb.
1948), er gerð nokkur grein fyrir bygg-
ingum hér á því tímabili og litlu fyrr. Sú
lýsing ber með sér, að þá var bygging ekki
beisin. Með þessum kafla hefst hins vegar
nýtt tímabil í byggingarsögu Akraness.
Nú er farið að byggja timburhús með eða
án kjallara. Einnig steinhús, hlaðin úr
grjóti, með ákaflega þykkum veggjum og
slett á þá kalki utan og innan. Þrátt
fyrir þessar miklu og auðsæju framfarir
í sambandi við húsbyggingar, eru þó enn
byggðir margir torfbæir á þessu tíma-
bili.
Árið 1870 er ekkert timburhús til á
Skaga, en frá 1850—1870 voru torfbæ-
irnir þó stærri og betur byggðir en áður,
og þá fjölgaði þeim allmikið. Seinni part
aldarinnar, frá 1870—1900, batna bygg-
ingar nú verulega, því að þá hefst bygging
timburhúsa og steinhúsa eins og áður
segir. Ef tekið er tillit til allra aðstæðna,
er vafasamt hvort menn hafi byggt hér í
annan tíma með meiri myndarbrag og
rausn, fyrr en þá um og eftir 1925 að
útgerðin fer að flytjast heim. Fyrsta húsið
byggir Hallgrímur hreppstjóri á Miðteig
1871. Næst byggir Þorsteinn kaupmaður
Guðmundsson, verzlunar- og íbúðarhús
fyrir vestan Bakka. Snæbjörn Þorvaldsson
byggir verzlunar- og íbúðarhús, þar sem
64
nú er Hofteigur. Myndarlegt timburhús
er byggt á Bakka, og á Sýruparti. Nokkur
steihús eru byggð 1874 og úr því. Milli
1880—go eru byggð stórhýsi á eldri mæli-
kvarða, þar sem eru Hoffmannshús, Ge-
orgshús (sem enn stendur), Krosshús,
Böðvarshús o. fl.. Af því sem hér er sagt.
réttlætist því fullkomlega, að hafa yfir-
skrift þessa kafla:
„Byggingar batna.“
Á þessu timabili fjölgar fólkinu, skipum
og skepnum. Einnig eykst kartöflurækt
og þilskipaútgerð hefst. Nú fara Akurnes-
ingar i vaxandi mæli að ráða sig á skút-
urnar í Reykjavík, en þeim fjölgar því
meir, sem nær dregur aldamótunum. Á
þessum árum er hér mikið misæri. Harð-
indaár og fiskleysi svo mikið, að segja má,
að við hallæri lægi. Enda þótt margt
væri erfitt og andstætt, miðar þó verulega
í áttina, svo að telja verður þetta batn-
andi timabil. Hingað færist nú mikil verzl-
un við uppsveitimar. Hingað fara og að
koma skip beint frá útlöndum, og enn
hefst á þessu timabili vísir að stórskipa-
útgerð. Verður nú haldið áfram að skýra
frá byggingu hinna ýmsu bæja og býla
eins og áður.
Sjálfsagt er það til, að menn hafi ekki
þegar í stað gefið býli sinu eða húsi nafn,
er það var byggt. Á þetta þó eingöngu
við tómhúsin. f þessu sambandi mætti
nefna nokkur dæmi, svo sem verzlunar-
og ibúðarhús Þorsteins kaupmanns Guð-
mundssonar, er hann byggir fyrir vestan
Bakka, og löngu seinna var kallað Thom-
senshús. Það er um mörg ár talið undir
Bakka. Tel ég, að eins sé ástatt um Hall-
dórshús, sem byggt er 1877 úr Nýjabæjar-
landi. Það er um mörg ár talið undir Nýja-
bæ. Það fær fyrst heitið Halldórshús árið
1880, sama árið og sá andast, sem það
byggði. Sama gæti og hafa átt sér stað um
Kárabæ, sem áreiðanlega er byggður úr
Bræðrapartslandi, að hann sé talinn undir
Bræðraparti. (Sjá nánar um þetta í 11.
tlb. 1945) f úttektarbók hreppsins frá
þessum tíma er sagt, að Kári Gunnarsson
á Bræðraparti skili af sér, en við taki
Tómás Zoega. Að vísu gæti Kári náttúr-
lega hafa verið áfram í húsmennsku á
Bræðraparti eftir sem áður. Ef til vill má
þó fremur segja, að þetta styrki áður um-
getna sögn, um gjöf Bræðrapartsbænda á
bænum til Kára.
Þess er hér fyrr getið (við Bræðrapart),
að þar sem Kárabær nú stendur, hafi
áður staðið hinn raunverulegi bær á
Bræðraparti. Að Tómás Zóega og Þor-
steinn Sveinsson hafi, þá er þeir komu að
Bræðraparti, byggt þar bæ, en gefið Kára
Gunnarssyni (sem þá var ábúandi er þeir
komu þangað) þennan litla bæ, — sem
ekki þá þegar, — heldur löngu seinna er
kallaður Kárabær. Þessa sögu hefi ég eftir
Jóni Gunnlaugssyni á Bræðraparti, sem
segir sér hana svo sagða af eldri mönnum.
Ekki er alveg óhugsandi, að þetta geti
verið rétt. Frá því Bræðrapartur kemur
aftur í byggð 1828 hafa margir búið þar,
og vísl: jafnan verið fátækir leiguliðar,
þar til Þorsteinn og Zoega koma þangað.
Kári er kominn að Bræðraparti í janúar
1843 og er þar#jafnan síðan. Getur vel
verið, að hann hafi byggt þar upp. Gæti
hugsast, að þeir hafi ekki viljað hrekja
Kára úr bænum, heldur látið honum
hann eftir eða selt, með svo litilli lóð, sem
Kára'bæ hefur jafnan fylgt. Og óefað er
bærinn upphaílega byggður úr Bræðra-
partslandi.
Ef þetta væri rétt, er ekkert óeðlilegt,
þó að bærinn væri ekki skírður fyrr en
löngu seinna, og þá kenndur við Kára,
sem svo lengi hafði búið þarna.
Kárabæjar er fyrst getið í manntalinu
í janúar 1872. Hvað sem hæft er í til-
gátunni hér að framan, hefur bærinn þó
a. m. k. verið byggður 1871. Þá eru talin
tvö heimili í Kárabæ:
1) Sigtryggur Guðmundsson, 32 ára, og
kona ,hans Halldóra Ásmundsdóttir,
31 árs. Hjá þeim eru þá tveir synir
þeirra, Ásmundur, 11 ára, og Guð-
mundur, 9 ára. Sigtryggur var sonur
Guðmundar í Tungu í Svínadal.
2) Kári Gunnarsson, 62 ára, og Margrét
Þorsteinsdóttir frá Nýlendu, bústýra
hans, 48 ára. Hún var móðir Þorsteins
Danielssonar á Sýruparti.
Kona Kára Gunnarssonar var Aldis
Brandsdóttir. Aldís var móðursystir Bjarna
á Kjaransstöðum. Þau munu ekkert barn
hafa átt, en ólu upp þennan Sigtrygg
frænda Kára. Á Kára og Gunnar föður
hans hefur áður verið minnst í sambandi
við Bræðrapart og Miðteig. Kári deyr 20.
marz 1886.
Sigtryggur og Halldóra í Kárabæ munu
hafa átt a. m. k. 8 börn. Flest þeirra munu
hafa dáið ung. Tvo fyrrnefnda syni sína
missti Sigtryggur af sér í sjóinn 23. apríl
1880, er þeir voru að vitja um grásleppu-
nét. Fimm manns voru á bátnum, en
drukknuðu allir nema Sigtryggur, sem
komst á kjöl og var bjargað þaðan. Þessir
synir Sigtryggs, Ásmundur og Guðmund-
ur, voru hinir mestu efnismenn. Hall-
fríður, kona Bjarna í Bæjarstæði, er eina
AKRANES