Akranes - 01.05.1949, Síða 18
Englandi, átti hann aðeins tvær krónur
í vösum sínum. Fargjaldið hafði hann
greitt með því að vinna að uppskipun á
fiskinum úr Apríl. Guðmundur réðst nú
á enskan togara, sem fiskaði við Island,
og var þar um eins árs skeið.
3.) Guðríður. Hún er alin upp á Reynir,
eftir að hún missti föður sinn. Um
tvítugsaldur flutti hún norður til
Hallgríms bróður síns, og giftist þar
Birni Jónssyni frá Kollafossi í Mið-
firði. Þau eignuðust 4 böm. Tvö
þeirra, Jóhannes og Ingvar, dóu ung,
en þessi tvö eru á lífi:
A. Ingibjörg, gift Jóni Sigurðssyni skip-
stjóra frá Görðunum. Þau eiga eina
dóttur, Ólöfu.
B. Hallgrimur, bifreiðastjóri, búsettm: i
Hafnarfirði. Hann er kvæntm’ Mar-
gréti Þorvaldsdóttur frá Járngerðar-
stöðum í Grindavík. Þau eiga einn
son, Þorvald að nafni.
4) Jón, skipstjóri, siðar rakari, nú á
Grettisgötu 62 ’í Reykjavik. Frá honum
er nokkuð sagt í 11—12 tlb. 1946.
Hann var lengi rakari á Akureyri, en
nú í Reykjavik. Áður en Jón kvæntist,
átti hann eina dóttm, er Hulda heitir,
og er gift Viktor Gestssyni, lækni.
Kona Jóns rakara heitir Jóhanna Ás-
grimsdóttir. Þau áttu saman eina dótt-
ur, önnu Soffíu, er þau misstu 22 ára
gamla. Svo mikið varð móðurinni um
dótturmissirinn, að hún missti þá al-
gerlega heilsuna, og hefur verið veik
síðan.
Halldóra Hallgrímsdóttir andaðist hjá
Guðmundi syni sínum í Hafnarfirði, 92
ára að aldri.
57. Thomsenshús.
Þetta hús, sem var bæði ibúðar- og
verzlunarhús byggði Þorsteinn kaupmað-
ur Guðmundsson 1873. Þorsteins var
rækilega getið í 1. tlb. III. árg.. Árið 1872
flytur Þorsteinn hingað og byrjar að verzla
hér eins og áður er getið. Hans er fyrst
getið í manntali í jan. 1873 (á Bakka) og
er þá talinn 42 ára, en kona hans, María
Bóthildur Jakóbína Pétursdóttir Maaok 37
ára. Hjá þeim er þá sonur þeirra, Pétur
Andreas Maack, talinn 14 ára gamall.
I fyrrneíndu blaði eru böm þeirra talin.
Þetta hús var: „timbur-íveruhús, ásamt
sölubúð, með einföldu tréþaki, 20X12 al.
1 loft, 2 stofur, 2 ofnar, 1 eldunarvél;
kvistur er á- húsinu og kjallari undir því.“
Geymsluhús 12X9 al. Skúr 8X5 al., hey-
hús 6Xg al.“
Um fjölda ára er þetta hús ávallt kallað
á Bakka, en seinna kallað Akranes, en
mun fyrst vera kallað Thomsenshús 1887,
eftir að Magnús Ólafsson er orðinn „fakt-
or“ þar. Eftir að Thomsen tekur við húsi
þessu af Þorsteini kaupmanni Guðmunds-
syni, búa verzlunarstjórar Thomsens i
húsinu, nema Sveinn Guðmundsson. sem
þeirra var siðastur.
Fyrstur þeirra verzlunarstjóra Thom-
sens var Páll Jóhannesson, sem hér var
mjög skamman tíma. I manntalinu í jan
úar 1885, er hann talinn 51 árs. Þar eru
þá hjá honum þessi börn hans: Þorsteinn
7 ára, Jóhanna Guðrún 6 ára og Elin 4
ára. Ekki hef ég grennslazt eftir hvaðan
Páll kom eða hvert hann fór. Hann var
liér oddviti part úr ári eða svo. Skrifaði
ljómandi fallega hönd, og hefur sennilega
verið eitthvað menntaður. Magnús Ólafs-
son, síðar ljósmyndari var lengst verzl-
unarstjóri við Thomsensverzlun hér. Hans
verður rækilega getið í öðrum stað hér í
blaðinu, og því ekki frekar nú. Magnús lét
af verzlunarstjórastarfinu árið 1900 og
fluttist til Reykjavíkur, en við tók Sveinn
Guðmundsson i Mörk. Hann gegndi starf-
inu þar til verzlunin lagðist niður 1907.
Eftir það bjuggu í húsinu, Jón Guðmunds-
son, trésmiður og bóndi á Ósi, og kona hans
Guðrún Jakobsdóttir. Hjá þeim eru þar
1908 þessi börn þeirra: Helga 7 ára, Elín
5 ára, Soffía 3 ára og Jakob 1 árs. Þau
fluttust síðar að Narfeyri á Skógarströnd.
en eru nú búsett á Ránargötu 12 i Reykja-
vík.
Árið 1909 eru í Thomsenshúsum, Gunn-
ar Árnason smiður, áður í Nýja'bæ og kona
hans Guðrún Sigurðardóttir. Hann 66 ára
gamall, en hún 61 árs.
Árið 1910 selur Thomsen húsið til nið-
urrifs, og gerist meðeigandi í íshúsi því,
sem bvggt var upp úr húsunum, og var
fyrsta ishús, sem hér var reist, og áður
liefur verið getið í þessum þáttum.
58. Ólafsvellir.
Þar byggir fyrst bæ Ólafur Jónsson
1872 og nefnir Ólafsvelli. Er þessa býlis
fyrst getið í manntalinu i desember 1872.
Þá er Ólafur talinn 39 ára, en kona hans
Guðrún Bjarnadóttir 25 ára. Ólafur var
fæddur að Krossi í Lundareykjadal. Móðir
Óla'ís mun hafa verið Guðrún Þorbjarnar-
dóttir frá Kvíum i Þverárhlið. Heyrt hefi
ég, að foreldrar Ólafs mimi einhvern tím-
ann hafa búið í Skipanesi, en ekki hef ég
kannað þetta. Eigi munu þau hjón á-
vallt hafa verið við bú á eigin spýtur, þvi
að móðir Ólafs var eitt sirm vinnukona i
Kalmanstungu, hjá Einari Þórólfssyni, og
með Ólaf son sinn, en þá var maður henn-
ar vinnumaður á Húsafelli, og þar með
honum Björn sonur þeirra. Björn þessi
var faðir Ásgeirs, sem lengi var í Bakka-
koti, og siðas.t í Aðalbóli. Dóttir hans er
og Sigurbjörg, tengdamóðir Finns Árna-
sonar.
Guðrún kona Ólafs á Ólafsvöllum, var
dóttir Bjarna í Galtarvík, Bjarnarsonar frá
Kalastöðum. Bjami, oddviti á Sýruparti,
Guðrún í Merkigerði og Guðrún á Ólafs-
völlum voru bræðrabörn.
Áður en Ólafur kvæntist og byrjaði bú-
skap lærði hann sjó lijá Tómási á Bjargi.
Hann mun og um mörg ár hafa verið
vinnumaður hér á Akranesi. M. a. hjá
Gunnhildi ljósmóður á Bakka. Kristrúnu
á Bjargi, Elínu á Háteig og Hallgrimi
hreppstjóra.
Þessi voru böm Ólafsvallahjóna, er til
aldurs komust:
1) Bjarni, nú á Ólafsvöllum, og hér verð-
ur nánar getið.
2) Jón, byrjaði búskap á Ólafsvöllum, og
einnig verður hér minnst.
3) Guðrún, tengdamóðir Ólafs Jónssonar
frá Bræðraparti, útgerðarmanns i
Sandgerði.
4) Guðlaug, saumakona, nú i Ásgarði, hér
í bæ, og verður siðar getið í sambandi
við Hlíðarhús og Ásgarð.
g) Guðrún Árný, ógift, nú til heimilis
á Litlateig.
6) Ólafur, skósmiður í Ásgarði, og verður
nánar getið þar.
Guðrún á Ólafsvöllum andaðist g. mai
1912, og er þá talin 63 ára að aldri, en
Ólafur deyr 11. júní 1919, og er þá talinn
86 ára gamall.
Ólafsvallalóð var af Efstabæjarlandi og
var í upphafi allstór. Er hið nýlega bæjar-
hús byggt á Óafsvallalóð.
Það mun vera árið 1902, sem bræð-
urnir, Bjarni og Jón taka við á Ólafsvöllum
og byggja þar a'llstórt timburhús. Siðar
eignaðist Bjarni það hús einn, reif það
193 7 og byggði sama ár steinhús það, sem
hann á nú i félagi við tengdason sinn Jó-
hann S. Jóhannsson. Það stendur á Ólafs-
vallalóð, en er staðsett við Akurgerði 22.
Jón Ólafsson kvæntist 13/10—1903
Ágústu Tómínu Hákonardóttir. Foreldrar
hennar voru þau Alfifa Eiríksdóttir frá
Breiðinni og Hákon Sigurðsson, sjómaður
á Háteig, f. 13. des. 1832. Hákon þessi
var einn þeirra, er drukknaði með Þórði
Guðmundssyni á Háteig í hinu mikla
mannskaðaveðri í janúar 1884. Foreldrar
Hákonar voru þau: Sigurður Hinriksson
bóndi á Heynesi og kona hans, Gróa Há-
konardóttir. Árið 1833 búa þau á Heynesi,
hann 34, ára, en hún 32 ára. Hjá þeim eru
þá þessi börn þeirra: Sesselja 3 ára, Sig-
urður 2 ára og Hákon 1 árs. Þá er þar
og hjá þeim Hinrik Guðmundsson, hús-
maðmyi árs, og er það að líkindum faðir
Sigurðar.
Jón á Ólafsvöllum var duglegur sjó-
maður og góður drengur, en varð skamm
lifur. Hann drukknaði á gufuskipinu
Geraldine 27. nóv. 1908. Þau hjón, Jón og
Ágústa áttu tvær dætur:
í) Friðmeyju, sem er gift Viktor Björns-
syni.
2) Guðrúnu, sem er gift Þórði Bjarnasyni
frá Sjóbúð.
Framhald í næsta blaði.
AKRANES
66