Akranes - 01.10.1953, Síða 2
Til fróðleiks og skemmtunar
í Ijóðum og lausu máli
Svipmyndir frá yngri árum.
Á vetrarvertíðinni 1925 var tíðin ákaflega stirð,
mátti segja að hvert áhlaupið ræki annað, allt
frá áramótum til sumarmála, enda urðu ])á mik-
il mann- og skipatjón. Þessa umræddu vertíð var
ég skipverji á s/s. Þorsteini frá Reykjavík, en
það var gufuskip, 149 br. lestir. Nú heitir þetta
sama skip Sigriður, S. H. 97. Það mun hafa verið
keypt hingað til lands haustið áður, þá 5 ára gam-
alt.
Skipstjóri var Bjöm Jónsson frá Ánanaustum,
viðkunnur sægarpur og farsæll afiamaðm- frá
skútutímabilinu. Stýrimaður var Magnús Guð-
mundsson frá Traðarbakka, og flestir hásetamir
frá Akranesi, þ. á. m. Sigurdór Sigurðsson frá
Mel, allt ungir og friskir strákar, sem ekki kölluðu
ailt ömmu sina.
Við fiskuðum með línu fram á páska, aðal-
lega í Faxaflóa, en vonrni eftir páska með net
fyrir sunnan land. Aðfaranótt 1. febrúar lögðum
við lóðir okkar djúpt i Miðnessjó, í hægu veðri,
en dimmu.
1 birtingu um morguninn vorum við kallaðir
til að draga linuna. Ég vaknaði sem aðrir og dró
mig fram úr rúminu, en fann fljótt að breyting
var orðin á veðri og sjó, þá kom þessi visa í hug
mér:
Magnast skvak um Miðnessjó
marra taka strengir,
nú er hrakin rekkjuró
röskir vaki drengir.
Þegar ég var kominn á þiljur, urðu þessar til:
Sjónhring þoka og þmmuský
þrungin hroka troða,
austan rok með reiði gný
reisir hokinn boða.
Léttan Unni dansa i dag
— dróttir Sunnu tregar —
sveinum kunnan sungu brag
síst þó nunnu-legan.
Dömur í frii dæsandi
drósir hlýju snauðar,
hörpu knýja kvæsandi
Kári að skýjum gnauðar.
Titt um sundin sýnir völd
siglu-hundinn skekur,
sjómannslundin létt en köld
látum hrunda tekur.
Orra-fundinn seggir sjá
svaðilstundir könnum.
Kreppist mimd og hvessist brá
knáir skunda’ að önnum.
, Linudrátturinn gekk vonum framar, en baráttu-
laust var það ekki og tók allan daginn. Aflinn var
í minna lagi eins og oft á sér stað þegar vont er
í sjóinn, því að þá hrekkur margur fiskurinn af
áður en honum er náð. Seint um kvöldið höfðum
við landkenningu af Garðskaga-vita, en þá var
vindurinn genginn til S.V. með éljum. í rÖ6t-
inni Var sjór úfinn, en Þofsteimr fór vel á „leriz-
inu.“ Þá varð þessi visa til:
Hrynja faldar freiðandi
feiknleg aldan drynur,
hranna’ í skvaldri skeiðandi
skeiðin valda stynur.
Áfram var haldið til Keflavíkur og þar lagst
fyrir akkerum. Að því búnu bjuggu menn sig til
að gera að aflanum, en áður var þó komið við í
eldhúsinu og drukkið kaffi. Þá stund skröfuðu
menn um daginn og veginn, en einnig um þenn-
an erfiða dag. Þá gerði Sigurdór þessa ágætu visu:
Þessi róður reyndi’ á móð
og rekka góð tilþrifin
Þorsteinn óður áfram vóð
Ægis-blóði drifinn.
Á sumardaginn fyrsta 23. april vorum við
staddir austur við Vestmannaeyjar við þorskaneta-
drátt. Við Sigurdór vorum ásamt fleirum að greiða
niður netin. Þá var veðrið blítt og gott, glamp-
andi sólskin og sléttur sjór. Var þá rabbað um
eitt og annað. M. a. barst talið að veðrinu, breyti-
leik þess og sjávarins. Þá kastaði Sigurdór fram
þessum visuhelming:
Sumar-mála blessuð blíða
bætir sálar þungan hag.
Ég var þá ekki reiðubúinn að svara, en stuttu
siðar kom þessi vísupartur fram í hugann, en þá
urðu til eftirfarandi sumar-málavisur, en vísuhelm-
ingur Sigurdórs var felldur þar inn í 3. vísu ó-
breyttur:
SUMARMÁLIN 1925.
Þessi vetur vék frá garði
við hann situr minning köld
angurs-hretin marga marði
munu þess geta sagnaspjöld.
Storma þungur þótti ’ann löngum
þrávalt sungu élin ströng,
boðar sprungu’ á brimilsstöngum
bliku þrungin stjömugöng.
Vers um ála áttu víða
ítar táli þrunginn slag,
sumarmála blessuð blíða
bætir sálar þimgan hag.
öll él birta upp um siðir
oft þó syrti’ að langa hríð
sumarskirtu sól nú skrýðir
svellum firrta strönd og hlið.
GuSmundur Björnsson, frá Arkarlœk.
Bödd að vestan enn.
Nýlega fékk ég bréf frá vini mínum sira Svein-
bimi Ólafssyni frá Halakoti, sem hér var á ferð
1949. Sú heimsókn hefur treyst tengsl hans við
heimalandið, og magnað heimþrá hans um allan
helming. Fara hér á eftir örlitlar glefsur úr bréfi
Sveinbjamar. .... „Allt gott er af mér að frétta
og minni fjölskyldu, þótt heilsunnar vegna yrði
ég að hætta við prestsstarf mitt um eins árs skeið,
^én nú ér ég'aftur lóóihlnn til starfs fyrir Guðs mál-
efni......Mér finnst að þessi reynsla, hafi orðið
mér mikill ávinningur á marga vegu, og beinlín-
is gert mig færari til þess að þjóna þessu mikil-
væga starfi á ný.
.... Mikið og oft hugsa ég um ísland. Ef til
vill er það af því, að ég bið daglega fyrir ættjörð-
inni. Mikið langar mig heim, til þess að sjá land
og þjóð, frændur og vini. Ég ætla að gera það sem
ég get, til þess að sá draumur rætist eigi siðar
en 1957, ef Guð lofar mér að lifa. Það væri mín
mesta ánægja, ef ég gæti þá, eða í annan tíma,
eitthvað sagt eða gert Islandi til blessunar. Ef þetta
mætti verða, langar mig að ferðast sem mest um
landið og flytja erindi. Þætti mér gott að mega
ræða það atriði nánar við þig síðar.
Já, nú eru blessuð jólin í nánd. Gaman þætti
mér að vera þá i blessaðri kirkjunni minni. Það
var mér mikill fengur, að fá ækifæri til að pré-
dika þar síðast. Að þvi bý ég lengi.
Mikið værir þú vænn, ef þú vildir gera svo
vel og færa öllum Akrunesingum minar einlæg-
ustu jóla- og nýársóskir, með innilegu þakklæti fyr-
ir siðast, en það verða mér ógleymanlegar stundir."
Þessum kveðjum, hins gamla góða Akumes-
ings, hefi ég hér með skilað. Við þurfum líka
að hugsa til hans og biðja fyrir honum, og söfnuði
hans og ástvinum. Af því sem hann segir nú í
þessu bréfi, svo og i viðtali, er AKRANES átti við
hann er hann var hér á ferð, — og birt var í 9—10.
og 11—12. tbl. 1949, — má sjá, að síra Sveinbjöm
tekur líf sitt og starf alvarlega, í ábyrgu köllunar-
starfi. Við óskum honum batnandi heilsu og langra
lífdaga, til ávaxtarikrar þjónustu við Guð, og fyr-
ir menn, í heimi, sem enn þarf mikið að batna.
Ó. B. B.
(----------------------------------------------->
8(ni m. a.:
DÓMKIRKJAN 1 NIÐARÓSI.
UM JÓLIN 1 NORÐLENZKRI SVEIT.
ÞEIR STANDA DYGGILEGA VÖRÐ.
JÓLAHELGI.
HLJÓMAR.
GLEYMT SMÁKVÆÐI.
SIGURGEIR SIGURÐSSON, biskup.
SLIPPFÉLAGIÐ 1 REYKJAVlK go ára.
UM ISLENZKAR BÓKMENNTIR 1
ENSKUM HEIMI.
SAGA BYGGÐARSUNNAN
SKARÐSHEIÐAR.
ÞÖRF ER HÉR UM AÐ BÆTA.
HVERSU AKRANES BYGGÐIST.
STARFSÁRIN, FR. FR.
k______________________________J
Forsíðumyndin.
NIÐARÓSDÓMKIRKJA
1 ÍO
AKRANES