Akranes - 01.10.1953, Síða 3

Akranes - 01.10.1953, Síða 3
r OLAFUR helgi Noregskonungur hefur átt mikil ítök í hugum fólks hér á landi. því a. m. k. 16 kirkjur hafa veriö helgáðar Ólafi kon- ungi. Það vekur undrun, hve Ólafs-dýrkun er hér lengi viö líöi, langt fram yfir siöaskipti. í Þjóöminjasafninu hér eru til tvœr líkneskjur af Ólafi helga. Önnur þeirra er gefin Kálfafellsstaðakirkju 1698, eöa rétt. eftir 1698, af síra Jakobi fíjarnasyni presti þar. Líkneskjan er skorin í tré og hefur verið vcl máluö á sínum tí(ma og gyllt. Styttan sjálf er 1 m á hœö, en fótstallurinn undir henni er 3/ cm. IJin líkneskjan er 67,5 cm á hæö, líka skorin úr tré, er hann þar í riddarabúningi. Enn er til í Þjóöminjasafninu altaristafla meö mynd af Ólafi helga, (líkl. íslenzk), frá síðari hluta 17. aldar. Hún er gefin Berufjaröarkirkju af Jóni sýslumanni Þorlákssyni (d. 1712). Jón þessi var sonur Þorláks biskups Skúlasonar og konu hans Kristínar Gísladóttur, lögmanns Há- konarsonar. Ó. fí. fí. Dóikirkjon í Kiðarósi ÞAR á melnum, sem Ölafr. koungur hafði í jörðu legit, kom upp fagr brunnur, og fengu menn bót meina sinna af því vatni. Var þar veittr umbúnaður, ok hefir þat vatn verið jafnan síðan vandliga varðveitt. Kápella var fyrst gör og þar sett háaltárit, sem verit hafði leiðit konungs- ins, en nú stendr í þeim stað Kristskirkja. Lét Eysteinn erkibiskup þar setja háalt- árit í þeim sama stað, sem leiðit hefði ver- ið konungsins, þá er hann reisti þetta it mikla musteri, sem nú stendur; hafði ok verið i þeim stað altárit í fornu Kristkirkju Svá er sagt at Ólafskirkja standi nú þar, sem þá stóð sú eyðiskemma, er lík Ölafs konungs var náttsett i. Þat er nú kallað Ólafshlíð, er heilagur dómr konungs var borinn upp af .skipi, og er þat nú í miðj- um. bænum.“ Þannig lýsir Snorri stofnun hinnar elztu Kristkirkju í Niðarósi í Ólafs sögu helga, ©n í Ólafs sögu kyrra segir, að Ólafur kyrri „lét gera steinmusteri í Niðarósi ok setti i þeim stað, sem fynst hafði verið jarð- at lík Ólafs konungs og var yfir sett altárit. Urðu þá þegar margar jartegnir . . . .“ Og í lok þeirrar sögu segir Snorri að „lík Ól- afs konungs (kyrra) var flutt norður til Niðaróss ok jarðsett at Kristskirkju, þeirri er hann lét sjálfur gera.“ Og hefði Ólafur kyrri þó lengstum setið í Björgvin og látið gera veglega kirkju úr steini þar. Samt kaus hann sér legstað í Kristskirkjunni í Niðarósi, og sýnir það, að helgi hennar hefur þá þegar verið talin meiri en ann- ara kirkna í Noregi. -----Og svo er það enn. Dómkirkjan í AKRANES Niðarósi er helgidómur allra landa, á sama hátt og Ólafur helgi Haraldsson er fræg- asti dýrlingurinn á Norðurlöndum.------ Eftir fall Óla'fs helga á Stiklastöðum, 29. júlí 1030 fóru að berast sögur um yfir- náttúrlega atburði í sambandi við hann. Meðal annars um lækningamátt lindar- Helgimynd af likneskju Ólafs helga, úr safni Arna Magnússonar Á. M. 673 a III. 4. to. AKRANES XII. árg. okt.—des. 1953. — 10.—12. tbl. Otgefandi, ritstjóri og ábyrgSarmaSur: ÓLAFUR B. BJÖRNSSON AfgreiSsla: MiÖteig 2, Akranesi, PRENTAÐ I PRENTVERKI AKRANESS H.F innar, sem spratt upp á eyrinni við Nið, þar sem vinir Ólafs höfðu grafið hann á laun nokkrmn nóttum eftir að hann féll. Það var iðrun þjóðarinnar, sem olli þess- um átrúnaði; hún sá, að Ólafur helgi hafði verið norskur sjálfstæðismaður, en andstæðingar hans, er veittu Sveini Knúts- syni hinum danska lið, landráðamenn. Nú reis sjálfstæðisaldan svo hátt, að Sveinn og hans menn gátu ekki rönd við reist, og veturinn eftir fall Ólafs mun lík hans hafa verið í Klemensarkirkju á Niðarósi, sem Ólafur Tryggvason hafði látið byggja. Og einu ári eftir ifall Ólafs helga var kista hans vafin í „pell og purpura“ og ■sett yfir háaltari kirkjunnar. Þetta gerð- ist 3. ágúst 1031. En á melnum við Nið var reist bæna- hús og stóð altari þess yfir lindinni. Og i Saurhlíð, þar sem likið hafði verið falið nóttina áður en það var grafið, lét Magn- ús konungur Ólafsson siðar reisa konungs- garð sinn í Niðarósi ásamt kirkju, til minn- ingar um föður sinn. Haraldur harðráði fullgerði þessa kirkju kringum 1050 og var lík Ólafs þá flutt þangað úr Klemenz- arkirkju. Eftir þessa kirkju sjást nú engar menjar, en undirstöður yngri kirkju, sem reist var þarna á 12. öld og brann 1331, fundust 1886. Á þeim stað stendur nú ráðhúsið í Niðarósi. Á dögum Ólafs kyrra var föst skipun gerð á biskupsdæmum i Noregi. Undir biskupinn í Osló féllu þá Eiðsifja- og Borg- arþing, en Gulaþing undir biskupinn á Selju og Frostaþing imdir Niðaróssbiskup. Voru biskupa- eða dómkirkjur reistar á þessum stöðum og hin nýja dómkirkja i Niðarósi fullger árið 1093, þar sem bæna- húsið á melnum hafði áður staðið. Kirkj- an var úr steini, helguð Ólafi Haralds- syni og altarið stóð þar, sem hin fyrsta gröf hans liafði verið. En sagnirnar um Ólafsbrunn rekast á og er svo að sjá að brunnarnir hafi verið tveir. En í hina nýju kirkju, sem síðan hét Kristskirkja eða Ólafskirkja, en venjulega er kölluð Dómkirkjan i Niðarósi nú á dögum, var 'fluttur helgur dómur Ólafs. Þessi kirkja er venjulega talin byggð af Ólafi kyrra, þó að ekki entist honum aldur til að full- íii

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.