Akranes - 01.10.1953, Page 6

Akranes - 01.10.1953, Page 6
TjaldbuSirnar á fyrri árum. Matartjaldifi og gamli skálinn í Lindarrjófiri. Þeir standa dyggilega vörð Sumarstarf K. F. U. M. íFSSTARF síra Friðriks Friðrikssonar hefir ekki látið sig án vitnisburðar með okkar þjóð, já, með 'íieiri þjóðum, því að hann hefur með undraverðum persónu- leika sínum heillað þúsundir ungra manna, sérstaklega í Danmörku, Canada og Banda- ríkjunum, en á þessum stöðum hefur hann dvalið nokkm- ár af sinni löngu og ávaxta- ríku starfsævi. Leiðsaga hans hefur orðið þessum ungu mönnum sönn lífshamingja, um leið og hanm vakti hjá þeim Guðstrú og tilfinningu fyrir skyldum sinum við föðurland og feðraarf. Hann hefm verið hinn óviðjafnanlegi foringi og leiðtogi, sem æskumennirnir hafa heillastaf og lotið alveg skilyrðislaust, — og að því er virðist — án þess að hanm hafi nokkuð þurft að hafa fyrir því að láta þá lúta leiðsögu hans, boðum og banni. En hvað veldur? Að verulegu leyti þetta: Övenjulega farsælar gáfur. Frjálslyndi hans og víðfeðmi skilningur á mannlegu eðli, fegurð og frelsi, þar sem hrösun get- ur auðvitað fylgt í kjölfarið. Hann hefur að sjálf.sögðu oft orðið fyrir vonbrigðum, en hann kunni manna bezt að ásaka og fyrirgefa. Enginn kunni betur en hann að vera sóknar- og varnar aðili sama drengs og svo dómari hans. Honum var ljóst, að táp og fjör æskunnar þurfti útrás, en hvernig mátti beina því á rétta braut til varanlegra heilla og blessunar fyrir lifs- viðhorfin a heild. Þegar ixrnsta eðli hans sjálfs snerist allt um að framganga í kær- leika sem óaðfinnanlegur leiðsögumaður með annarra velferð fyrir augum hvert fótmál hlaut árangurinn að segja til sín. Síra Friðrik kom hingað fyrstur manna með hina frjálslegu fagnandi söngva þar sem bæði lag og ljóð ólgaði af æskufjöri, fegurð og fögnuði yfir dásemdum náttúr- unnar, í réttinn hluflföllum blandað trú og tilbeiðslu hins almátka, sem allar þessar dásemdir hefur skapað og þeim viðheldur fyrir mannanna börn, þeim til athvarfs og yndisauka. Það er enginn annar en sr. Friðrik, sem run síðustu aldamót opn- ar nýja bók fyrir æsku Reykjavíkur, með þvi að leiða hana út í sólar- og sumardýrð Síðari grein ÓLAFS B. BJÖRNSSONAR. islenzkrar náttúru, lofandi Guð fyrir lífs fjör og hamingju ódauðlegrar sálar, sem ætlað er það sérstaka hlutverk að vinna sér og landi sínu lýtalaust nafn. Fyrsti söngurinn í söngbók Skógarmanna sýnir þetta vel, en hann er svona: 1. Drottin, lít þinn drengjaskara; Djarft í þinu trausti fara; Út í skóg að skemmta sér; Nokkra daga’ í náttúr- unni; Næring draga’ af gnægta-brunni; Og í kyrrð að kynnast þér. 2. Knapar þinir vilja vera; Vilja ok þitt læra’ að bera; Meðan varir æskan enn; Frjálsir eins og fugl í runni; Ferðast úti’ í náttúrunni; Svo þeir verði vaskir meam. 3. Drengi nefndu forðum fróðir; Frjálsa menn, er reyndust góðir; Og að gæðum uxu’ og dáð; Veittu þessum þínum sveinum; Þroska’ og dug í öllum grein- um; Svo þeir vaxi’ í vizku’ og náð. 4. Láttu sól og sumarhlýju; Sveina dökkna, veit þú nýju; Afli’ í vöðva, eld í sál; Láttu skúr og skin þá herða; Skerpa þol og lát þá verða; Væna menn með viljans stál. 5. Láttu hvern, sem hér mun dvelja; Hnossið eina, Guð, þig velja; Krýna þig sem konung sinn; Gefðu honum sverð við síðu; Sigurhjáhn og þrótt í stríðu; Nefn hann kæran knapa þinn. 6. Veittu þínum vildargróðri; Vaxtar- kraft í skógarrjóðri; Andann lát þú hefjast hátt; Lát þitt orð á kyrrum kvöldinn; Kenna speki’ í vorum tjöld- um. Dvel þú hjá oss dag og nátt. Slíkir eru sálmar síra Friðriks, þar sem saman fer herhvöt hans til dáða, bæn og tilbeiðsla til Guðs og hins mikla meistara mannanna. Þegar frá upphafi, er síra Friðrik hóf hið giftudrjúga starf sitt fyrir ungt fólk, og er hann litlu síðar stofnaði K. F. U. M., var starfið frjálslegt en þó fyrirmannlegt og frá sjónarmiði drengjanna fullt af fyr- irheitum. Inni var sungið hressilega og af hjartans lyst, sálmar og ættjarðarsöngvar. Nýir sálmar og kvæði, með nýjum töfr- andi lögum, sem allir lærðu og sungu. Þama voru sagðar spennandi sögur, teflt og lesið. Oti voru farnar gönguferðir. sér- staklega að vor og sumarlagi. Vakin athygli á gróðri jarðar, fegurð fjalla lofts og lag- ar. Þannig snerist allt um að benda ung- lingunum á mátt og mildi hins mikla smiðs,. kærleika hans og óendanlegar gjafir til mannanna. Þannig var úti og inni, reynt að beina augum þeirra að hinni miklu uppsprettu lífsins, gjafa og gnótta alls kyns gæða. Samhliða var þeim i rík- um mæli gerð grein fyrir ábyrgð þeirra sjálfra, gagnvart Guði, samtíð sinni og meðbræðrum. Þá fór síra Friðrik oft með drengina sína til knattspymuleikja, og það var enginn annar en hann, sem fyrstur hóf hér á landi þennan leik, sem nú um langa hrið hefur verið svo mikill þáttur í íslenzku íþróttalífi. 114 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.