Akranes - 01.10.1953, Page 8

Akranes - 01.10.1953, Page 8
Skálinn eins og hann er nú. I höfuðstöðvunum. I fyrri grein minni um þetta efni, i 1.— 3. tbl. þ. á., minntist ég aðeins á byrjrm- ar starf síra Friðriks, ennfremur Sunnu- dagaskólastarfið, svo og Kvöldskóla K. F. U. M. 1 þessari grein hefr hins vegar ver- ið lítillega minnst á útilíf og sumarstarf 'félagsins. Hefur hér aðeins verið talað um starfið fyrir drengina. Ekki er það þó af gleymsku, sem gengið hefur verið fram hjá K. F. U. K., en vonamdi gefst síðar tæki- færi til að gera því einhver skil, svo mik- ilvægt, víðtækt og giftudrjúgt sem það einnig hefur verið. K. F. U. K. hefur einn- ig hafið sumarstarf, og komið sér upp skemmtilegu sumardvalarheimili í Vind- áshlíð á Kjós. Árið 1935 var reist mikil viðbygging við húsið, úr steini, og gamla húsið mik- ið endurbætt. Árið 1946 skenxmdist húsið mikið af eldi, sem orsakaðist af bruna annars húss í nágremnimu. Vetrarstarfið í húsi félagsims fer í aðal atriðum fram sem hér segir: Húsið er á þremur hæðum. Á efstu hæðinni eru raunverulega 3 stórir salir. Þá tvo, sem liggja með suðurhlið húss- ins, er þó hægt að gera að einum sal, og tekur hann þá 350—400 manns í sæti. Á hverju sunnudagskvöldi allt árið um kring eru þarna haldnar almennar samkomur. Venjulega að vetrinum er stærri salurinn fullsetinm, þ. e. um 200 manns, en við sér- stök tækifæri, og einnig, þegar haldnar eru Æskulýðsvikur, eru báðir salirnir þétt setnir og nokkrum sinnum kemur fyrir, að staðið er í ganginum. Á sumrin mætir þar nokkru færra, eða um 150 manns. Að vetrinum til er húsið ákaflega mikið notað. Á sunmudögum, byrjar sunnudaga- skólinn eins og að hefur verið vikið áður. Kl. U/2 þann dag mæta svo 10—13 ára drengir og eru oftast mikið á þriðja hundr- að. Á sama tíma er svo fundur í svonefndri Vinadeild — í öðrum sal — þar mæta drengir undir 10 ára aldri, og eru venju- lega hátt á annað humdrað. Stundum fylkja þeir svo liði, að tvískipta þarf deildinni og fara þá með nokkum hlutann í annan sal á neðri hæð hússins. Þessi starfi stjórnar fyrst og fremst síra Magnús Runólfsson með aðstoð Ingvars Ánnasonar, ásamt rúmlega 20 sjálfboða- liðiun, sem hver sér um sína deild eða flokk barna í hinum ýmsu bæjarhverfum og fylgjast með þeim eftir því sem þeir geta. Á virkum dögum halda þessar deildir svo sérfundi, hver fyrir sína sveit, um það bil hálfsmámaðarlega .1 hverri sveit eru frá 40—80 drengir. Á öllum þessum fundum er mikið sungið, sagðar og lesnar sögur, svo og lesið Guðs orð. Á sunnudögum kl. 5 eru svo 'fundir fyrir drengi frá 1314—17 ára (Unglingadeild), en þar mæta frá 40—60 drengir. I aðaldeildimni eru svo 17 ára ungling- ar og eldri menn. Hún heldur fimdi á fimmtudögum og mæta þar venjulega frá 60—80 félagar. Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði eru haldnar svonefndar fórnarsamkomur, en á þeim sa.fnast árlega um 20—25 þúsund kr. Á kristniboðsviku, sem haldin var í haust komu inm 14 þúsund kr. I haust fékk félagið nýtt forkunnargott orgel, en þegar það var vígt til starfsins, söfnuðust 5000 kr. til þess að flýta fyrir því, að það yrði skuldlaust. Ýmsir góðir félagar hafa oft verið örlátir við K. F. U. M. og K., t. d. gaf einn félagi 25 þús. kr. til byggingar nýs félagshúss í Laugarnesi. Einnig til byggingar kapellunnar í Vatna- skógi o. fl. Hvern dag er húsið meira og minna notað af ungu fólki, .sem er þar að leik eða alvarlegu starfi. Þar eru setustofur, þar sem lesið er eða teflt, eða spilaður borð- tennis. Þar halda sveitarstjórar sérstaka fundi til þess að ræða og skipuleggja starf- ið, svo og til að uppbyggja hver annan. Þá er og starfandi í félaginu 20 manna blandaður kór. Einnig hefur K. F. U. K. sérstakan kvennakór, en báðir 'kórarnir syngja á fundum og við hátíðlega tæki- færi. I skjóli þessa starfs hafa einnig vaxið upp kristileg skólasamtök, sem hér halda einnig fimdi sína. Sömuleiðis kristilegt Stúdentafélag, sem og heldur hér fundi og býður þá þangað skólafólki. I Laugamesi er búið að byggja hluta hins nýja húss, þar sem fund- ir em haldnir tvisvar í viku. Þar mæta að jafnaði yfir 100 drengir og 40—50 unglingar. Þá hefur félagið einnig fest sér lóð við Langagerði, og verður þar vænt- anlega hafið starf á þessum vetri. Snemma stofnsetti sr. Þ. Briem K. F. U. M. í Hafnarfirði. Þegar sr. Frið- rik er hér á landi, fer hann þangað að jafnaði á hvern fund. Það fólag hefur einnig sumarstarf í Kaldárseli. Á þessu örstutt yfirliti um starf- semi þessa merka 50 ára félagsskapar má sjá, að hér er um umfangsmikla starfsemi að ræða. Starf, sem krefst mikillar um- sjónar og mikillar vinnu, eigi aðeins ör- fárra, heldur margra. Það þarf ekki ann- að en koma í hús félagsins til að sjá, að þar er öllu vel við haldið, og hugsað um allt af ást og umhyggju sívakandi fólks fyri-r ábyrgu starfi. Þeim, sem sjá þessar eignir og það starf, sem hér er af höndum innt, kemur sjálf- sagt til hugar, að fé til þess ha'fi seint og snemma verið sótt í bæjar- og rikissjóð. Þangað hefur aldrei verið kvakað, og það- an hefur að vonum aldrei verið boðinn styrkur til þessa starfs. Þegar til þessara aðila yrði kvakað um fjárframlög til þess að halda uppi hinu sikvika starfi K. F. U. M., væri lítið eftir af þeim áhuga og innri eldi, sem um áratugi hefur borið starfið uppi, og þegar svo væri komið, yrði þá heildar- árangur eftir því. Flest önnur félög í landinu heimta bygg- ingarstyrki og ölmustugjafir í einhverri mynd af riíki eða bæjum — oft og tíðum — til lítilfjörlegs, og óraunhæfs starfs. Nú kostar K. F. U. M. um 100 þús. kr. árlega að reka hús sitt eða þess mikla starf. Þessa miklu fúlgu sækja þeir í eigin sjóði sína, sem þeim hefur áskotnast á löngum tíma, eða þeir greiða sjálfir sem fórnir, þótt árgjöld séu engin fyrir drengina, heldur eldri félaga, sem greiða eftir ástæð- um og geðþótta, minnst 10 og mest 200 kr. Hér er þvi unnið mikilvægt starf til heilla uppvaxandi æsku hins fjölmenna bæjar, þar sem hætturnar eru á hverju leiti, og hinum ungu þvi svo hætt við hrös- un. Hér er slegið Skjaldborg um kirkju og kristindóm og myndaður traustur kjarni kristilegs safnaðarlífs. Félagið er beinlín- is verndari hins unga fólks. Einda hafa margir þá sögu að segja, og margir stað- festa, að í þess raðir sæki þeir helzt ung linga til starfs, því að þar 'fer venjulega saman staðfesta og þroski heimilanna, sem mótast af sambandinu við hinn ágæta fé- lagsskap. Þennain félagsskap þyrftu fleiri bæir og héruð að taka sér til fyrirmyndar, og hjálpa til að byggja upp, til þess að vei'ta æskunni skjól fyrir nístandi næðingum efnis'hyggju vorrar aldar. 116 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.