Akranes - 01.10.1953, Síða 13

Akranes - 01.10.1953, Síða 13
um Ræflafélagsins. — Nokkru síðar keypti svo „Milljónafélagið11 P. J. Thor- steinsson & Co., skipið, og er eigandi þess í nóv. 1907. Toiler var skrásettur frá ReykjaVík, R. E. 97, var 66,24 smál. og var byggður 1876, innfluttur frá Englandi í júní 1892. Líklega var Toiler seldur vestur á firði, en mun hafa verið seldur til Færeyja 1919. Til gamans má segja frá því, að einu sinni, — og líklega oftar — lét Tryggvi prenta og senda xit þessu lík fundarhoð til félagsmanna: „Fundur verður haldinn í Ræflafélag- inu í dag kl. 2. Runólfur Ólafsson í Mýr- arhúsum er sérstaklega boðaður á fundinn. Tr Gunnarsson.” Liklega hafa a. m. k. þessir menn verið í Ræflafélaginu: Tryggvi Gunnarsson, Runólfur Ólafsson, Jón i Melshúsum, Ás- geir Sigurðsson, Jes Zimsen, Jón Norð- mann og Jóhannes Jósefsson. Ekki eins hrifinn. Þótt nú þætti mönnnm ekki mikið til þessara fyrstu tækja koma, þótti þá mörg- um sem það gengi göldrum næst, að draga •svo stór skip á land. 1 því sambandi er þessi saga sögð af Geir Zoega og presti einum utan af landi, er Geir fór með vest- ur í slipp, til þess að sýna honum, hvem- ig skipin væm tekin á land. Presturinn hefur svo orð á því við Geir, hve þetta sé merkilegt hvernig þeir dragi skipin upp. Þá segir Geir, að liklega væri hann nú ekki eins hrifinn af því, ef hann væri út- gerðarmaður, hvemig þeir væru dregnir upp vegna þessara tækja. j,Fékkstu bágt, greyið?“ Jafnvel á þessnm tíma — nokkm eftir aldamót — var ríkt gengið eftir, og vel fylgzt með þvá, að menn ynnu verk sin vel, og héldu vel áfram, og var Ellingsen enginn eftirbátur um þessi efni, enda hlifði hann ekki sjálfmn sér. Vinnu fólksins dag- inn áður, kvað hann hafa skrifað daginn eftir, en það mun honum hafa þótt nokkur trygging fyrir þvi, að fólkið kæmi þá frem- ur á réttum tima til vinnunnar. Vinnan átti að hefjast kl. 6, og stóð skráningin yfir frá kl. 6—6,10. Ef menn mættu ekki til skráningar á þessum tíma, voru þeir ekki skráðir fyrr en síðar um daginn, en það þótti mörgum skammarlegt, enda sættu menn þá og stundum ákúrum f'yo'ir. Það er svo einn dag, er Ellingsen kallar mn til sín ungan mann að skráningu lok- uini, og segist verða að reka hann úr vinn- unni, því að hann hafi svikizt um að kynda „svitakistumar“ nógu vel daginn áður. Hafi þessi vanræksla orðið til þess, að planki einn haifi brotnað, er verið var að AKRANES setja hann við. Drengurinn fór auðvitað að gráta, en þegar hann kemur snöktandi út frá Ellingsen, hittir hann einn verka- mann, sem þá vann í slippnum, og hefur líklega grunað eitthvað í þessu sambandi og segir því: „Fékksu bágt greyið,“ hvað kom fyrir?“ Drengurinn segir honum þá alla söguna, en hinn segir í hughreystandi tón, að plankinn hafi ekki brotnað, heldur hafi ákveðinn smiður sagað hann of stutt- an. Hann skuli þvi fara út í skip og kynna sér þetta, fara svo til Ellingsens aftur og segja honum allt af létta. Allt þetta gerði sveinninn. Ellingsen rannsakaði svo mál- ið, og er hann hafði komizt að hinu rétta, leggur hann til þess seka, og skammar hann upp yfir alla, — sem hann gerði þó yfirleitt ekki, — en þungorðastur varð hann út af því að koma með þessum hætti sökinni á saklausan ungling. Eftir þetta urðu þeir pilturinn og Ellingsen trúnaðar- vinir. Það var mikið vandaverk að taka skip- in upp og þurfti mikla kunnáttu og leikni til og nákvæmni. M. a. var við þetta not- aður sjókíkir. Það mundi nú ekki þykja merkilegt tæki, en þó var það notað til öryggis. Þegar upp var dregið, þurfti að vera stöðugt og náið samband milli þess, sem var við spilið, og þess, sem stjórnaði uppsetningnum, sem venjulegast mun hafa verið slippstjórinn sjálfur. Þannig segja menn, að Ellingsen hafi staðið í stafni skipsins og gefið merki um það, hvenær átti að hætta að „h!ífa.“ Þegar Ellingsen tók ofan húfuna, var það merki um að byrja skyldi, en þegar hætta skyldi aftur, greip hann hendinni ofan i húfuna og hélt henni þar, þangað til vélamaðurinn hafði stöðvað spilið. Vöku-menn. Fljótlega var lóð Slippfélagsins girt allt að því mannhæðar hárri trégirðingu. Mun þá í fyrstu hafa komið til mála að ’fá hing- að til lands varðhunda til að verja lóðina fyrir aðgangi óviðkomandi eftir vinnu- tíma. Þá voru menn, — eins og enn, — hræddir við eldhættu af mannaferðum, en þá var ekki birtunni fyrir að fara að kvöld- eða næturlagi. tJr þessari fyrirætlan mun þó ekki hafa orðið, en hins vegar þótt nauð- syn bera til að hal'a vakandi auga með ýmsu, og til að verjast ýmsum hættum, sem stafa kynnu af eldsvoða, því að þarna var t. d. mikil hætta á sjálfsikveikju eða t. d. veðrum og flóðum, sérstaklega með- an allt var opið og óvarið, þ. e. höfnin ekki til. Vökumenn í Slippnum voru a. m. k. þessir menn: Jón Sigurðsson, kal'faktari í nokkur ár. Einnig Guðmundur Arons- son, Níelsen, norskur maður, og Guðmund- ur Jónsson í nokkra mánuði. V. Kafli. — SIGRAÐ OG SÓTT FRAM. Slippfélagið var stofnað á réttum tíma og af ríkri þörf, og var auðvitað einn lið- ur í þvi margþætta starfi hinna beztu manna fyrir stórstígum framförum hins nýja tírna. Það er nú eitt stærsta og um- fangsmesta fyrirtæki landsins vaxið af þeim litla vási, sem gróðursettur var á þess- um akri upp úr síðustu aldamótum. Þessa nauðsyn virðast allir þeir menn, er að stóðu, hafa skilið, eins og hér hef- ur verið hent á, enda þótt sumir hafi ef til vill á stundmn efast, þegar verst gekk Sjálfvirk skerping á sagarblaSi. 121

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.