Akranes - 01.10.1953, Qupperneq 18

Akranes - 01.10.1953, Qupperneq 18
Skóliim á Hólum og fyrstu trúarrit i ó- bundnu máli; 6. Ljóðagerð á fyrstu tím- um kristins siðar; 7. Söguritun á siðara hluta tólftu aldar; 8. Yfirlit; gullöld bók- menntanna. Þessi efnisskrá ein út af fyrir sig sýnir það ljóslega, að í svona stórri bók muni vera ekki lítill fráðleikur saman kominn um fornbókmenntir okkar, en ekki er þetta þó saga þeirra, enda tekur höíúndurinn það beint fram, að svo sé ekki. Því verður með engu móti neitað að bókin sé þeirri möntnum mikill fengur, er á enska tungu vilja fræðast um þetta efni, og þó að í henni sé ýmislegt það, er sá sem þetta rit- ar hefði kosið á ennan veg og fellir sig ekki alls kostar við, þá er bæði að hann er ekki lærdómsmaður á þessi efni, held- ur óbreyttur leikmaður, og svo hitt, að seint verður öllum gert til hæfis. Ber því engan veginn að skoða það sem niðrun bókarinnar í heild að hér er drepið á nokk- ur slík atriði. En próf. Turville-Petre er maður enn á bezta aldursskeiði og mætti vera að honum yrðu til athugunar síðar þær bendingar, sem gefnar eru hér eða annars staðar. Þýðingar í bókinni, bæði á einstökum orðum og á samfelldu máli, eru fyrir Vist ekki svo, að ekki megi að þeim finna. Stundum verður ekki litið á lýtin öðru- vísi en sem tilgerð, viðleitni að þýða öðru- vísi en aðrir hafa gert, án þess þó að gera betur. Það má taka til dæmis, að langtíð- ast hefir verið að nefna Harald hárfagra á ensku Harald Fairhair, en út af þessu breytir prófessorinn og nefnir hann ávallt Finehair. Sú umbót er helzt til þess að brosa að henni og mundi margur hugsa að hún hlyti að vera komin frá stúlku í tízkubúð. Austmaður (Norwegian) er þýtt ostman, og munu fæstir kannast við það orð, hvaðan og hvernig sem það kann að vera til komið. Ragnarök erum við van- astir að sjá þýtt Doom of the Gods og vart mun nokkur maður með glóruviti í báð- um málunum neita þvá, að betra sé en nýja þýðingin, Fall of the Gods; hún er bersýnilega gerð til þess eins að breyta. Að þýða hrynjandi með fingling mun fá- um þykja gott. Hvort sem það voru norsk skáld (eins og höfundur telur) eða íslenzk, sem ortu Hávamál, þá verður torvelt að sannfæra alla um að þau skáld hafi verið peasants og að peasants hafi líka íslenzk skáld yfirleitt verið, en vart verður ann- að ályktað af því, er segir á bls. 45, og á næstu síðu er Víga-Glúmur peasant. Máske Egill hafi verið það lí'ka? Okkur kemur til hugar að yeomen kynnu að hafa fundist í hópnum. Nokkuð er það djarft (bls. 29) að kalla sækonung sea-god, og hreinan misskiln- ing á íslenzkunni sýnir það, að þýða ,,-mál“ í kvæðaheitum með words (t. d. bls. 10, 14, 15, 18, 24, 38). Alveg er það misskiln- ingur að skáldið tali um hrafn Öðins þeg- ar hann nefnir „munnrjóð Hugins,“ þvi hér er heitið tskið að láni og haft um þann hrafn, er a valinn sækir. Langt er síðan þeir Ari, Styrmir og Sæmundur höfðu sést nefndir wise, og við hugðum að sú fráleita þýðing á „fróður“ mundi ekki sjást framar, en gegnum þessa bók gengur hún ljósum logum. Ekki er gott að vita hversvegna „grámagi" er hér þýtt skate, því vitaskuld veit höf. að rétt er það ekki, en í sambandinu skiptir það hér engu hvað fiskurinn er nefndur. f kaflanum úr Njálu er sumt réttara eða heppilegra en hjá Dasent, en sumt líka á hinn veginn, t. d. þýðir Dasent „krapta Krists" rétt en Turville-Petre ekki. Og svipmeiri í heild er þýðing Dasents. Það er ekki of mælt að Turville-PÐtre sé ekki enn orðinn snjal! þýðari og einkum eru vísnaþýðingar hans fjarska fátæklegar, órafjarri því, að gefa nckkra hugmynd um frumtextana, því að mjög skortir í þær alla hrynjandi kveð- skapar. En það er nú ekki heldur við lamb að leika sér að þýða kvæði eða vísur fom- skálda okkar. Hafa Líklega engir, sem þýtt hafa fslendingasögur á ensku, sloppið eins vel frá glímunni við skáldin eins og þeir Collingwood og Jón Stefánsson, þegar þeir þýddu Kormákssögu, sem öllum sögum er þó erfiðari í þessu efni. Fyrir tilviljun á ég í fórum minum þýð- ingu eftir Sir William Craigie á einni þeirra vísna, er Turville-Petre hefir þýtt. Hana gerði Sir William á sínum tíma i nálega einu vetfangi, líkt og þýðingu þá, er ég hefi sagt frá !í Tveim rímum (bls. 200), á vísu Bólu-Hjálmars, „Blómstrum skreyta leturs lönd.“ Það er visa eftir Am- ór Þórðarson, og hæpið að margir lesend- ur hafi hana við höndina. Er þvi réttast að taka upp íslenzka textann: Björt verðr sól at svartri, sökkr fold í mar dökkvan, brestr erfiði Austra, allr glymr sær á fjöllum, áðr at Eyjum fríðri (inndróttar) Þórfinni (þeim hjalpi goð geymi) gæðingr myni fæðask. Próf. Turville Petre þýðir: The fair sun will be swaríhy, sink earth into the ocean black, waves hill-top batter, break the load of Atlas — ere is born in Orkney a Jarl of nobler temper. Save, O Lord of peoples, the prince who fed his warriors. En á þessa leið þýddi Sir William Crai- gie: The shining sun shall darken, The land sink in the main, The waves o’erflow the hill-tops, The heavens be rent in twain, Before upon these islands Shall come again to reign A nobler earl than Thorfinn, — May God him long sustain. Því miður verða þeir ávallt fáir, er þetta leiki eftir. Vdsur með fornyrðislagi prentar Tur- ville-Petre með þeim hætti að hann skipt- ir í dálka og hefir jöfnu vísu-orðin i hægra dálki. Þetta tiðkast i engilsaxneskum kveð- skap, og má vera að það fari þar vel, en íslenzk kvæði ætti ekki að prenta þannig. Hann gerði vel i að taka framvegis upp þá aðferð, sem við höfum um dálkaskiptingu. Ekki er það ávallt fyrirfreðarmest þama, sem mest mundi fara fyrir hjá íslenzkum höfundi. Þannig er það, að Gylfaginning er að vdsu nefnd, en varla meir, enda þótt hún sé eitt hið mesta listaverk í bókmennt- um okkar og lykill að fornkvæðunum. Ekki er í bókinni neitt það, sem bendi til þess að Snorri hafi ekki sjálfur nefnt bók sina Heimskringlu, og gat honum þó vit- anlega aldrei komið svo fáránleg fjarstæða í hug — og raunar liklega engum áslenzk- um manni. En við höfum þó gert okkur að góðu að halda þessu kjánalega nafni, svo að ekki fékk Páll Eggert Ólason að þvo það af sinni útgáfu. Ósnjallari menn urðu þar að ráða. Sú kenning er nú efst á baugi, að fora- sögur okkar séu varla annað en lygasögur og sá þykir mestur maðurinn, sem hæst galar um þessa nýju trú. Hér er henni að sjálfsögðu hampað. Stærsti hvalurinn, sem komið hefir á .kviksandsfjömr þess- ara lygasögumanna, er ritgerð Dr. Sig- urðar Nordals um Hrafnkelssögu. Hér stendur það skrifað, og viða stendur það nú skrifað, að hann hafi sannað, að sú saga geti iítið verið annað en uppspuni. En mundi nú ekki hitt nær sanni, að hvort sem sagan er sannsöguleg eða uppspunnin, þá hafi hann ekkert sannað um það efni? Fyrir víst er það að sumra manna skoð- un, og þar á meðal þeirra, sem stórum nánari kunnleika hafa á sögustöðvunum en liklegt er að hann hafi. Meðal þessara manna eru þeir, sem fulla dómgreind hafa. Nordal er skáld; meðfædd skáldgáfa hans er svo rik, að hefði hann rækt hana og látið annað sitja á hakanum, er það efa- litið mál, að þá mundi hann nú talinn meðal höfuðskálda þjóðarhmar. Það hef- ir ekki sjaldan komið fyrir, að i honum hafi vísindamaðurinn orðið að lúta í lægra haldi fyrir skáldinu. Ekki er það ólíklegt að sá komi tími, að einhver rísi upp til að sýna .fram á, að svo hafi verið í þessu til- felli. Sú tízka hefir orðið ráðandi hér á landi meðal þeirra manna, er um efni bók- menntasögimnar fjalla, og borist síðan til útlanda, að telja sig ekki mega, eða þora ekki, að hafa á neinu aðra skoðun en Dr. Sigurður Nordal. Hann er maður stór- gáfaður, lærdómsmaður mikill og meðal hinna rökfimustu manna. Með sinni sterku ímyndunargáfu finnur hann tíðum þau Framhald á síSu 140. 126 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.