Akranes - 01.10.1953, Side 20
sumar. Á Nanfastöðum var útræði til
forna, „hvað aflagt hefur verið vegna
brims og útgrynna."
Eins og hér- má sjá, hafa sjóróðrar ver-
ið stundaðir frá æðimörgum jörðum, eða
réttara sagt fleztum, er liggja að sjó,
beggja megin Hvalfjarðar, svo og á öðrum
sjávarjörðum í landnáminu. Á mörgum
þessara jarða var nokkuð stundaður sjór
fram undir síðustu aldamót og á sumum
þeira lengur. tJr Melahverfi er stutt á
ýmis góð lúðumið, enda notfærðu bændur
sér tíðum þau hlunnindi, alveg fram um
síðustu aldamót. Sjór var jafnvel sóttur
af jörðum innan Grundarfjarðar fram und-
ir siðustu aldamót.
Allt þetta sýnir fiskauðgi flóans, meðan
ekki var sorfið óhæfilega með stórvirk-
ustu drápstækjum, svo að segja upp í land-
steina. Það sýnir einnig dugnað og ár-
vekni búendanna, sem sumir hafa auðvit-
að stundað sjóinn af brýnni þörf, a. m.
k. á hinum smærri og rýrari jörðum, sem
ekki báru nema Ktiiin fénað, ónógan til
uppeldis þeim og skylduliði þeirra.
Eins og hér má sjá, hafa menn lengi
litið til sjávar á þessu landsvæði. Eigi að-
eins á Skipaskaga sjálfum, heldur á hinum
beztu bújörðum héraðsins, sem hinum rýr-
ari, því utan Skarðsheiðar eru sjóróðrar
stundaðir heima, meira og minna árið um
kring á hvorki meira né minna en a. m.
k. 36 jörðum á þessu svæði, eins og hér
heíur glögglega mátt sjá.
Þó er hér ekki öll sagan sögð, 'því á
eftirtöldum jörðum hvílir sú kvöð á leigu-
liðum af hendi landsdrottins, að leggja til
mann í skiprúm á Akranes: Stóra-Botni,
Litla-Sandi, Mið-Sandi, Hraifnabjörgum,
Ferstiklu, Fúsakoti, Kúhallar-Eyrum,
Geitabergi, Draghálsi, Márstöðum i Svina-
dal, Kambshóli, Eyri, Hlíðarfæti, Hóli,
Tungu, Efra-Skarði, Ytra-Miðfelli, Mýrar-
koti, Kalastöðum. Kalastaðakoti, Katanesi,
Stóru-Fellsöxl, Klafastöðum, Grund, Kúlu-
dalsá, Vik, Kjaranstöðum, Reyni, Krossi,
Akrakoti, Hvítanesi, Bekanstöðum, Kjal-
ardal, Litlu-Fellsöxl, Litla-Lambhaga,
Vogatungu, Neðra-Skarði, Melkoti, Leir-
árgörðum báðtun, Læk, Skipanesi, Skor-
holtum báðum, Bakkakoti, Eystra-Súlu-
nesi, Syðri- og Nyrðri-Melahjáleigum, eða
samtals 50 jörðum.
Ennfremur innan Skarðsheiðar frá þess-
um jörðum: Neðri-Hrepp, Homi, Mófells-
stöðum, Mófellsst.koti, Indriðast., Stóru-
Drageyri, Ytri-Svanga og Eystri Svanga,
Háafelli, Vatnsenda, Grund, Hálsum, Ytri-
Skeljabrekku, Innri-Skelajbrekku, Ausu,
Kistu, Ásgarði, Hvanneyri, Tungutúni,
Sviíra, Bárustöðutm, Hamrakoti, Bakka-
koti, Langholti, Bæ, Fossakoti, Syðstu-
Fossum, Snartastöðum, Hóli, Englandi,
Brennu, Brautartimgu, Oddsstöðum, Arn-
þórsholti, Múlakoti, Litla-Kroppi, Klepp-
jámsreykjum, Hurðarbaki, Uppsölum,
Ulfsstöðum, Rauðsgili.
Þá er þessi kvöð nýfallin niður á Búr-
felli. Mannslán til sjóróðra á Akranesi
hvílir þá einnig á Kalmanstungu. Innan
Skarðsheiðar eru þetta því samtals 43
jarðir.
Á eirmi jörð í Kjós, Þrandastöðum í
Brynjudal hvílir þessi kvöð einnig.
Af þeim jörðum, sem þessi kvöð hvíl-
ir á, eru 16 eign Skálholtsstóls, 5 eign
Saurbæjarkirkju, 4 eign Melakirkju og 1
eign hálfkirkjunnar á Kalastöðum.
Undan þessari kvöð gátu menn a. m.
k. stundum leyst sig með 10 álna gjaldi.
1 sumum tilfellum mátti og leysa hana
með fjórðungi smjörs. Ef miðað væri við
núverandi verðlag á 5 kg. smjörs, mundi
það svara til kr. 240,00, en langt fram yfir
siðustu aldamót svaraði það til kr .6,00.
Ymislegt bendir til, að miklar sigling-
ar hafi snemma verið í Hvalfjörð, enda
eru þar hreinar leiðir og gott að lenda.
Siglingar haldast þangað lengi, þvi að
enn á dögum Brynjólfs biskups er siglt
þangað og er þar samhliða mikil verzlun.
Einnig hefur nokkur sigling verið i
Grunnafjörð (Leirárvog), þvi að sagt er,
að skip ihafi verið hundin við Skipanes, og
þaðan er vafalaust komið nafnið á þeirri
jörð. Þar er og til hinn svonefndi akker-
issteinn. Illt hefur verið þarna aðkomu
til innsiglingar nema í góðu veðri, en ör-
uggt, þegar inn var komið og góður botn.
Kornyrkja.
Ymis bæjanöfn hér benda eindregið til
þess, að hér hafi komyrkja verið í fomöld.
I næst síðasta blaði, skírskotaði ég — að
því er tekur til Akraness ■—- til merkrar
ritgerðar Björns M. Olsens Um komyrkju
á íslandi að fomu. Vil ég enn skírskota til
þessarar ritgerðar viðvíkjandi Leirár- og
Melasveit, en þar segir svo:
. . . .„2. Ás í Melasveit. 1 máldaga Mela-
kirkju ca. 1181, er getið um „akurgerði"
austan við gil, sem garður liggur að „ofan
úr túngarði í Ási.“
,JÉg gct þess hér þegar, að bæjamöfnin
Gerði em oft stytt, fyrir Akurgerði, sem
líka er 'haft um bæjamafn. Slík nöfn geta
því minnt á akuryrkju, enda em þau lang-
almennust í þeim sveitum, þar sem kom-
yrkja var helzt stunduð. Ég sét þau þvi í
ömefnaskrámar hér á eftir....
Sama er að segja um nöfnin Garður,
Garðar, Tröð, Traðir, Lönd o. s. frv., sem
geta verið stytt fyrir Akurgarður, -ar,
Akurtröð- traðir, Akurlönd o. s. frv.“
Kunnugir menn ættu að geta fundið
leifar þessa akurgerðis, ef nokkrar em,
eftir þessari tilvísun. (1 Fombrs. I. 272
bls.). Sama stendur enn í máld. sömu
kirkju frá ca. 1478 (í Fornbrs. VI. 175.
bls.).
ömefni: I Leirársveit: Akur, eyðihjá-
leiga frá Leirá, Johnsens jarðatal 111.
bls., líkl. sapia og nefnt er „Akurey í
Vogum,“ þ. e. Leirárvogum í máldaga fyr-
ir Leirárkirkju ca. 1500. (I Fornbrs. VII.
58. bls.“ .... „. . . . Greinilegar leifar
sáðlands hefur Þórhallur biskup Bjarnar-
son séð í Lækjarnesi, norðanvert við Leir-
árvoga, að því er hann skýrir mér frá.
Hann hefur það og eftir Böðvari bónda
Sigurðssyni í Vogatungu, að þar hafi fund-
ist í túni bæjarins glöggar leifar sáðgarða,
er túnið var sléttað.“
Einnig þykir mér líklegt, að bæjarnafn-
ið Leirárgarðar bendi eindregið til þess,
að þar hafi upphaflega t. d. verið .kom-
akrar frá Leirá, en síðar orðið sjálfstæð
býli.
Skógar.
Allt land í Borgarfjarðarsýslu sunnan
Skarðsheiðar hefur verið skógi vaxið, þótt
mjög orki tvíímælis, hvort nokkurs staðar
'hafi bann verið svo stór sem Landnáma
vill vera láta i Hvalfixði. Hinar allmiklu
skógarleifar, sem enn em til hér sanna
þetta. Víðast þar sem skógur er eyddur
á þessu svæði, sanna skógarleifar í jarð-
veginum, að sami skógur haifi verið á
milli fjalls og fjöru.
Langt mun síðan skógur hvarf úr hinu
upphaflega landnámi Akraness. Því þótti
mér það næsta merkilegt er Pétur Otte-
sen alþm. sagði mér nýlega: Að í landar-
eign Ytra-Hólms — og ef til vill viðar
þar i námunda, — hafi hann hin síðustu
ár séð á nokkrum stöðum nýgræðings birki-
plöntur teygja sig upp úr grasinu. Virð-
ist þetta þv!í vera ein sönnun þess, að þarna
hafi skógur verið, og að auðvelt væri að
láta björkina nema þar land á ný.
Þá sagði Pétur annað, sem gaman væri
að jarðfræðingar vildu kynna sér og rann-
saka, en það er þetta: Hér í nágrenninu
eru miklar skógarleifar í jarðveginum. Það
þykir honum einkennilegast í þessu sam-
bandi, að þar eru stofnar og rætur upp,
en limið niður, eins og „kollsteypan“ hafi
ótt sér stað frá austri eða suðaustri —
til vesturs, og sé mest áberandi vestan
undir holtum, sem liggi frá norðri til suð-
urs. Þessir lurkar virðast honum — að
sverleika — vera mjög líkir því sem bezt
gerist í þeim skógum, er hann þekkir til,
og enn eru við liði.
Þar sem Jarðabók Árna Magnússonar
frá 1706 er ein bezta heimild um þetta
efni, mun ég tilfæra hér það, sem hún
hefur að segja um þetta efni. Mun ég
einnig þar á eftír gera nokkra grein fyrir,
hvemig skógunum hefur vegnað síðan á
þessu svæði.
Framhald í nœsta blaZi.
128
AKRANES