Akranes - 01.10.1953, Page 22

Akranes - 01.10.1953, Page 22
Öl. B. Bjömsson. HVERSU AKRANES BYGGÐIST 4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna. 90. Klöpp, Heiðarbraut 41. Árið 1889 er Klöpp fyrst byggð af Oddi Guðmundssyni, siðar íí Presthúsum. 1 virð- ingargerð frá i8go stendur svo: „Baðstofa á hálfstöfum 10 álna löng 5þá al. breið, skarsúð, alþiljuð í hólf og gólf, timburgafl- ar annar jámklæddur, lítil hitunarvél, vel hirt og björt. Bæjardyr g al. breið. Eld- hús í öðrum enda afþiljað. Skemma á sömu lengd og 4 al. br. húseignin er 1 árs, virt á kr. 4/5,00. Ábúandi Oddur Guðmunds- son.“ Eins og sagt var í sambandi við Suður- velli hér áður í þessum þáttum, flutti Odd- ur þangað frá Þorsteinsstöðum í Hauka- dal í Dalasýslu og með honum móðir hans, Málfriður Sigurðardóttir og dóttir henn- ar, Jóhanna, þá aðeins 10 ára gömul. Odd- ur er fæddur 22. september 1858 í Tungu i Hörðudal. Foreldrar hans voru: Guð- mundur Hannesson og Málfríður Sigurð- ardóttir f. í Setbergssókn, hjón búandi í Tungu. Árið 1860 er þar þetta fólk: Sigurður Guðmundsson, 5 ára, Oddur Guðmundsson, 2 ára. Halldóra Guðmundsdóttir, 1 árs, böm þeirra. Þar er og faðir bónda, Hannes Hannes- son, þá 71 árs, f. i Kvennabrékkusókn, og Guðný Jónsdóttir, 65 ára, f. í Snóksdals- sókn. Systkini Odds, sem upp komust, voru a. m. k. þessi: 1. Sigurður, fór til Ameríku. 2. Guðfríður, giftist og fór til Ameríku. 5. Jóhanna giftist ekki, en átti einn dreng, hún fór einnig til Ameríku. 4. Halldóra, varð síðari kona Jörundar í Bimhöfða. Þeirra böm: Sesselja, á heima i Beykjaví'k, Hákon, er á heima hér á Sælustöðum. 5. Jóhannía, sem einnig fór til Ameriku. Eins og hér mátti sjá byggði Oddur myndarlegan bæ á Klöpp, miðað við bygg- ingarlag þess tíma. Árið i8g3 fluttist Odd- ur að Presthúsum og verður þar nánar sagt frá honum, konu hans og börnum. Um nokkurra ára bil búa ýmsir á Klöpp, stundum ein fjölskylda og stundum tvær. Meðal þeirra má nefna: Jón Sigurðsson og Ástríður Guðmundsdóttir, sá sem siðar byggði Vorhús og Hausthús, foreldrar Guð- mundar Jónssonar, sem kenndur hefur verið við Brynju. Jón Ásmundsson og Halldóra Sigurðardóttir, en þar eru þá hjá þeim þessi börn þeirra: Ástbjörg 6 ára (kona Guðbjartar Ólafsscn, forseta Slysavamafélags Islands), Ásmundur 2 ára (Bafvirkjameistari, maður Sigurlaug- ar Einarsdóttur frá Akurprýði), og Ing- veldur á 1. ári. i8g4, ’gs og ’g6 er þar Guðrún Guð- bjarnadóttir f. íg. maí 1864, talin ekkja með dóttur sína Halldóru Gamalíelsdótt- ur. Guðrún þessi er dótttir Guðbjarna Bjamasonar á Litlu-Grund. Lí'klegt er, að hún hafi verið giift barnsföður sinum, þótt ekki sé ha3gt að sjá, að þau ha'fi verið gef- in saman hér í sókn. Hann hét Gamalíel Guðmundsson, sonur Guðmundar Bunólfs- sonar í Árdal og á Skeljabrekku, og konu hans, Halldóm Gamalíelsdóttur. (Guð- mundur Bunólfsson, var bróðir Jóns Run- ólfssonar á Vatnshömrum og víðar, föður Þorsteins á Gmnd. Vilhjálms í Þinghól og þeirra systkina. Systir Guðmundar var einnig, Kristin Runólfsdóttir, kona Ara á Syðstu-Fossum, Jónssonar, Gíslasonar). Gamalíel þessi Guðmundsson, var fæddur í Árdal, 11. apríl i8sg. Halldóra, dóttir þeirra Gamalíels og Guðrúnar er fædd 22. september i8g2, en þá er Gamaliel talinn vinnumaður á Marbakka, en Guð- rún er talin eiga heima á Litlu-Gmnd. Þessi dóttir þeirra andaðist 17. ma!i i8g/. Gamalíel drukknaði með Magnúsi á Mar- bakka 5. maí i8g4. i8g6 er Guðrún talin ekkja, og virðist taka af tvímæli um að þau hafi verið gift lögum samkvæmt. Um afdrif Guðrúnar veit ég svo aðeins þetta: Samkv. skrá um burtvikna úr sókninni igo2, er hún talin flytjast til Ameriku, frá Lambhúsum. Lengi mun hún svo hafa skrifast á við vinkonu sína, Júliönu Jóns- dóttur á Völlum, konu Guðmundar Narfa- sonar. Hún mun hafa gifzt fyrir vestan, ísl. manni, og hjá Guðmundi hef ég séð mynd af Guðrúnu og manni hennar, með brjú böm sín, tvær stúlkur og einn dreng. Þeim löndum vestan hafs, sem kynnu að lesa þetta, væri ég þakklátur, ef þeir gætu frætt mig nokkuð nánar um Guðrúnu og skyldulið hennar. Árið i8g7 er á Klöpp, Jón Jónsson (sSð- ar í Tjöm) og kona hans Halldóra Guð- laugsdóttir, en þau koma þangað þá frá Amarholti. Árið ígoi er á Klöpp, Ingibjörg Ólafs- dóttir, ekkja Guðmundar Ólafssonar í Göt- húsum, með tvo syni sína, Konráð, sem dó ungur, og Björn Ólafsson, siðar stór- kaupmaður og fyrrverandi ráðherra. Árið gioi kaupir annar Jón Jónsson Klöpp og f'lytur þangað, og býr þar síðan á meðan hann lifir. Jón var fæddur g. október 1864 á Múla- stöðum í Flókadal. Foreldrar hans voru: Þrúður Jónsdóttir og Jón Guðmundsson, búandi hjón á Múlastöðum. Jón Guð- mundsson drukknaði 1880, en þá var Jón sonur hans 16 ára, en systur hans þrjár, 11, 6, og 3. ára. Var Jón hjá móður sinni þar til hún hætti að búa 1882. Þá fór hann sem vinnumaður að Oddsstöðum til Áma hreppstjóra Sveinbjörnssonar og var hjá honum í hvö ár. Þaðan fór hann að Dagverðarnesi í Skorradal, til Magnúsar Eggertssonar og Halldóru Guðmundsdótt- ur, og með honum móðir hans og yngsta systirin. Árið 1887 fluttu þau að Tungu- felli og voru þar þangað til Jón fór að búa og fluttis að Grö.f !í Skilmannahreppi i8g3, og þar bjó hann, þar til hann flutt- ist að Klöpp eins og áður segir. Árið i8go kvæntist Jón Valgerði Helga- dóttur, líka f. g. okt. 1864, Ólafssonar, bónda á Stóru-Drageyri í Skorradal og seinni konu hans, Guðbjargar Sigurðar- dóttur. Hálfbróðir Valgerðar Helgadóttur var Jón Jónsson í Tandraseli, faðir Bjam- friðar konu Jólhanns kaupm. í Vatnsnesi í Keflavík. Þegar Valgerður var 4 ára gömul missti hún móður sína, og var þá komið ,i fóstur til Herdísar í Efstabæ og ólst þar upp fram yfir femiingaraldur. Þá fór hún til Ólafs bróður síns, er bjó á Iðunnarstöðum og var þar þangað til hann andaðist, en þá fór hún til Jóns Pálssonar að Vatnsenda og síðar í Brennu og var hjá þeim hjónum, þar til hún fór að Tungufelli og giftist Jóni eins og fyrr segir. Guðmundur afi Jóns og Arndís kona hans bjuggu á Múlastöðum, en hún var systir Herdisar, móður Ólafar á Oddsstöð- um, munu þær hafa verið Bergþórsdætur. Foreldrar Jcns voru Jón Guðmundsson og Guðný Jónsdóttir. Þau bjuggu á Vatns- hömmm í Andakil og áttu mörg börn. (Systir Guðnýjar var Guðlaug, móðir Þrúðar, konu Jóns á Múlastöðum), maður hennar og faðir Þrúðar var Jón Erlends- son og bjuggu á Stálpastöðum i Skorra- dal. Þrúður missti föður sinn, er hún var barn að aldri, giftist móðir hennar aftur ögmundi Bjarnasyni frá Vatnshomi, ólst Þrúður þar upp með móður sinni og stjúpa, þar til hann dó, og eftir það með móður sinni og bræðrum, þar til hún giftist Jóni frænda símun á Múlastöðum. Þegar Jón fer að Klöpp, kemur Þrúður móðir hans með honum þangað. Hún er fædd á Fitja- sókn. Árið igo8 byggir Jón timburbæ á stein- steyptum kjallara. Húsið var 5,7X3,85 m, með áföstum inngangs- og geymsluskúr, sem var 4,7 X 2 m. Árið ig34 og ig35 byggja þau mæðgin AKRANES 130

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.