Akranes - 01.10.1953, Qupperneq 29
Aflaföng:
Akurey:
J3/io mest karfi.................... 63.000 kg.
9/11 ísfiskur ..................... 40.000 —
Saltfiskur ................... 101.00 —
23/11 Isaður þorskur............... 231.300 —
7/12 mest þorskur ................ 194.000 —
Abkomuskip:
5/10 Hafliði, með karfa.......... 174.000 —
6/11 Gylfi, með karfa............ 310.500 —
15/n Öl. Jóhanness ca. helmingur
afla ....................... 155.000 —
21/11 Gylfi ca. helmingur afla .... 154.000 —
4/12 Gylfi, (allur afli) ........ 163.000 —
4—6 mótorbátar hafa róið frá mánaðamótum
okt.—nóv. Hefur aflinn verið frá 3—7 tonn, þorsk-
ur og ýsa.
Varnað landbroti.
1 haust hefur verið byrjað á að varna frekara
landbroti í Krókunum. Hefur verið keyrt þangað
um 3000 tonnum af stórgrýti. Er gert ráð fyrir
að landeigendur geri í vor viðbótárráðstafanir til
þess að þetta komi að fullkomnum notum. Til þessa
verks lagði Sparisjóður Akraness 100 þús. kr., en
það sem komið er mun hafa kostað 116 þús. kr.
Elding h. f. annaðist grjótkeyrsluna.
Til kaupenda.
Kæru vinir!
Enn þá er mér Ijúft og skylt aS þakka
ykkur fyrir liðið ár, fyrir hina traustu,
staðföstu vináttu ykkar við mig og blað-
ið. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og agnúa,
hefur mér ekki komið til hugar að
breyta um efni blaðsins að meiru éða
minna leyti í efnislaust þvaður, til þess
að fjölga kaupendum, — eins og sumir
gera nú til þess að grœða peninga. —
Ég mundi miklu fremur vilja hœtta við
útgáfuna, heldur en að sigla „háan
vind með slíkum seglum.“ Ég hefi œtlað
mér að reyna að þrauka „þorrann og
góuna“ þangað. til að það tækist að út-
vega ritinu svo marga kaupendur „hugs-
andi fólks,“ að því vœri borgið.
Ykkur, kœru vinir, þakka ég fyrir
þann skerf, sem þið hafið lagt, til þess
að ritið mætti lifa, — og rœkja það
hlutverk eftir megni, — sem það hef-
ur þjónáð til þessa.
Um leið og ég þakka ykkur þetta,
óska ég ykkur öllum, vinum ykkar og
vandamönnum, gléðilegra jóla, heilla og
blessunar á komandi ári.
Vinsamlegast
Ól. B. Björnsson.
A K R A N E S
Akraness
Hjúkrunarvörur,
Hreinlætisvörur og
alls konar
fegurðarvörur.
Gléöileg jól!
Þökk fyrir viðskiptin
PnL Pn
roppe
Sími 57.
DÓMKIRKJAN I NIÐARÖSI
Framhald af síSu 112.
selja bæjarbúum stein úr vesturturnum
kirkjunnar.
Laust eftir aldamótin 1700 var þó áform-
að að reyna að koma langhúsinu undir
þak aftur. En þá kom nýr bruni í Niðarósi,
1708, og eyðilagði 460 hús og skemmdi
kirkjuna, og aftur brann kirkjan árið 1719.
Var þá dyttað eitthvað að hákómum og
langkómum, og í þessu ástandi var kirkj-
an þangað til endurreisn hennar var haf-
in fyrir rúmum 80 árum.
Þama i gólfinu er legstaður Magnúsar
Ólafssonar, Ólaifs kyrra, Hákonar Magn-
ússronar, Ólafs Magnússonar, Eysteins
Magnússonar, Hákonar herðubreiðs, Gutt-
orms Sigurðssonar og Inga krypplings, en
ekld þekkjast aðrar þessara konungagrafa
en Hákonar herðubreiðs og Inga. Einnig
þekkja menn grafir Erlings skakka og
Skúla jarls, og erkibiskupinn Eysteinn er
grafinn í skrúðhúsinu.
Kristskirkja í Niðarósi eignaðist að sjálf-
sögðu fleiri helgi- og dýrgripi en nokkur
kirkja önnur í Noregi, en iflestir eru þeir
glataðir nú. Sigurður Jórsalafari hafði
með sér „brot úr krossi Krists," er hann
kom að austan, og gaf kirkjunni, og silfur-
kross einn mikinn gaf systursonur Ólafs
helga kirkjunni og var hann jafnan borinn
fyrir skrúðgöngunni, er fram fór á Ól-
afsmessu, 29. júlí. Sá kross er löngu glat-
aður, en árið 1930 gáfu Norðmenn vest-
an hafs kirkjunni annan silfurkross, sem
nú stendur í kórdyrum og er um mann-
hæðar hár. Merkasti gripur kirkjunnar til
foma var þó skrin Ólafs helga. Var þar
innst silfurkista, sem vóg 6500 lóð og ut-
an um hana tvær eikarkistur og var sú
ytri prýdd gulli, silfri og gimsteinum. Ei-
ríkur Walkendorf ríkisstjóri lét t. d. greypa
í kistuna gimstein, sem hann hafði keypt
fyrir 240 tunnur smjörs.------
Þegar Norðmenn fóru að vakna til með-
vitundar tnn sjálfstæði sitt, eftir hina
löngu vanmættisnótt, sem undirlægjur
Dana, fundu þeir sárt til þess ófremdar-
ástands, sem ýms forn mannvirki þeirra
voru komin í. Um miðja öldina sem leið
settu þeir nefnd til að vinna að endurreisn
hinnar fomu dómkirkju. Og árið 1868
var byrjað á kirkjuviðgerðinni, samkvæmt
áætlun húsameistarans Heinrich Schirmer,
en norski húsameistarinn Ghristie hafði
tunsjón með framkvæmdum í 34 ár, eða til
ársins 1906. Eftir fráfall hans var mjög
deilt um fyrirkomulag á þeim hlutum
kirkjunnar, sem gerfallnir voru, og urðu
fræg afskifti sagnfræðingsins Macody
Lund, er kom fram með mjög sérkennileg-
ar tillögur um gerð kirkjuimar, í riti einu
miklu, er hann samd iog nefndi „Ad quadr-
Tilkynning
til
sparifjáreigenda
Athygli sparifjáreigenda
er vakin á þvií, að frestur til að
sækja um bætur á sparifé hef-
ur, samkvæmt ákvörðun við-
skiptamálaráðuneytisins, verið
framlengdur til næstu áramóta.
Þeir einir, sem áttu sparifé
í innlánsstofnunum frá 31. des-
ember 1941 til 30. júni 1946,
eiga rétt til bóta. Sjá fréttatil-
kynningu bankans um mál
þetta.
LANDSBANKI
ÍSLANDS.
137