Akranes - 01.10.1953, Blaðsíða 31

Akranes - 01.10.1953, Blaðsíða 31
UM JÓLIN I NORÐLENZKRI SVEIT Framhald af síSu 113. r lengst. Þar lutum við strákarnir í lægra haldi. Við gátum ekki geymt matinn svo að nokkru næmi. Við vorum alltaf að narta í hann. — Auk þessa skammts, fengu menn einhvers konar graut og mjólk, og svo kaffi með brauði, er fram á jóla- vökuna leið. Meið diski hvers manns fylgdi einnig jólakerti, heimastypt lir tólg. Strax sem við krakkarnir höfðm fengið jólakert- in o'kkar hehnasteyptu, kveiktum við á þeim. Við kveiktum einnig á útlendu smá- kertunum, en sárt var okkur um þau. Þau voru svo fljót að brenma upp. — Ekki veit eg til, að aðrar jólagjafir tíðkuðust þá en þær, að þess var jafnan gætt, að hver mað- Ur fengi eirihverja nýja spjör til að fara í um jólin: sokka, illeppa, skó o. s. frv. Annars gat svo farið, að menn „klæddu jólaköttinn" eða jafnvel lentu í klónum a honum, en við ihann vorum við krakk- arnir býsna hrædd. Eftir matinn hófust svo samræður í baðstofunni. Menn sögðu jólaminningar sínar, töluðu um jólatilhald á hinum og þessum staðnum, minntust kirkjuferða og dæmdu um jólamessur, ræddu um presta, sem þeir ihefðu heyrt til o. fl. o. fl. Var al- mennt öllu lengur vakað fram eftir á jóla- nóttina en aðrar nætur. En áður en geng- ið var til náða, var ljósum fækkað að mikl- um mun, en þó var látið loga á ýmsum stöðum í bænum þessa einu nótt á árinu. Sannarlega sofnuðum við krakkarnir sæl og ánægð þetta kveld. Við vorum svo hjartanlega ánægð með kveldið, þó að ykk- ur, börnunum, sem nú búið á borgum og kaupstöðum, kunni að þykja lítið til þess koma i samanburði við ykkar jól. ÞaS kveld gleymdum viS ekki aS lesa bænirnar okkar, ■— því megið þið trúa, enda gerði fullorðna fólkið það líka. I hverju rúmi var beðizt fyrir, annað hvortí hljóði, hálfhátt eða upphátt, meðan jólaljósin blikuðu og helgi- Ijóma stafaði um litlu, lágreistu baðstof- una, og jólafriðurinn gagntók hjörtu gam- alla og ungra. — Jæja, kæru börn, — þá er nú þessum þætti að ljúka. Ég óska ykkur öllum góðra og blessaðra jóla. Guð gefi ykkur öllum frið og fögnuð jólanna. Þið farið sjálfsagt í barnamessu um jólin, þið Akranesbörn, til séra Jóns. Ég ætla að reyna að koma líka — í anda. Ég hlakka til að sjá ykkur. Ég veit, að þið verðið siðprúð og elskuleg. ■— Gleðileg jól, ritstjóri góður og vinur! Vald. V. Snœvarr. PILSNER, BJÓR, MALTEXTRAKT, HVlTÖL, SPUR COLA, ENGIFER ÖL, APPELSÍN LÍMONAÐI, GRAPE FRUIT, SÓDAVATN. Hf. Ölgerðin Egill Skallagrímsson REYKJAVÍK. — Sími 1390. — Símnefni: MJÖÐUR. f------------------------------------------------------ Hf. Eimskipafélag íslands Þar sem endurskoðun núgildandi skattalaga er ekki lokið, hefir stjórn félagsins ákveðið að fresta aukafundi þeim, sem boðaður hafði verið, til föstu- dags 12. marz 1954. Samkvæmt því verður fundurinn haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík kl. 2 e. h. þann dag. Dagskrá: Tekin endanleg ákvörðun um innköllun og endurmat hlutabréfa félagsins. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa dagana 9 —11. marz næstk. á skrifstofu félagsins í Reykja- vík. Athygli hluthafa skal vakin á því, að á meðan ekki hefir verið tekin endanleg ákvörðun varðandi þetta mál, er ekki hægt að taka á móti hlutabréfum til þess að fá þeim skipt fyrir ný hlutabréf. Reykjavík, 20. okt. 1953. STJÓRNIN. A Ií R A N E S 139

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.