Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Blaðsíða 15
DV Fréttir LAUGARDAGUR 24. APRlL 2004 15 Brennivín í Kaupfélagið Áfengis- og tóbaksversl- un ríkisins hefur ákveðið að ganga til samninga við Kaupfélag Steingrímsfjarð- ar um samstarf um rekstur vínbúðar á Hólmavík. Bb.is hefur eftir Jóhanni Steins- syni hjá ÁTVR að tveir aðO- ar hafi áhuga á samstarfi um rekstur vínbúðar á Hólmavík. Að sögn Jóhanns er ætlunin að ganga frá samningum í næstu viku. Verði af samningum við kaupfélagið verður 25 fer- metra verslun opnuð í verslun kaupfélagsins í júnímánuði. Háskólar kynna sig Sameiginleg kynning á öllum háskólum landsins verður í Háskólanum á Ak- ureyri laugardaginn 24. apríl. Þeir skólar sem verða með kynningu eru: Garð- yrkjuskólinn, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Háskóli íslands, Hólaskóli, Kennaraháskóli íslands, Landbúnaðarhá- skólinn á Hvanneyri, Lista- háskóli íslands, Tæknihá- skóli íslands og Viðskipta- háskólinn á Bifröst. Kynn- ingamar munu standa frá klukkan 13 til 16. Kornabarn í heitum ofni Þriggja vikna drengur lést í fyrradag eftir að móðir hans setti hann inn í heitan bakaraofn. Litli drengurinn var fluttur stórslasaður á sjúkrahús og reyndist brunninn á 90% líkamans. 1 irin var handtekin í kjölfar- ið og leitaði lögregla að föður drengsins í gær. Ekki er vitað hvað móðurinni gekk til og er hún vistuð á geðsjúkrahúsi þar til ákæra verður gefin út. Seldi lokk úr hári sínu Hárlokkur úr Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, seldist á 150 þúsund krón- ur á uppboði í fyrrakvöld. Lokkurinn var seldur ásamt handklæði sem Blair bar á öxlum þegar hann var klipptur og staðfestingar- bréfi frá forsætisráðherran- um. Allt var þetta gert í góðum tilgangi því ágóðinn rennur til munaðarlausra barna í Kenya. Alls safnað- ist um hálf milljón króna á uppboðinu. Kaupandi hár- lokksins var hæstánægður og sagði merkilegt til þess að hugsa að það væri ekki gráan tón að flnna í hárinu. Linda Pétursdóttir heldur upp á 10 ára afmæli Baðhússins Undirbýr Baðhúsið heldur viðskiptavinum sínum veislu í dag í tilefni þess að tíu ár eru liðin síðan Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrverandi Miss World, stofnaði fyrirtækið. í upphafl voru aðeins fjórir starfsmenn en nú eru þeir 110 og reknar eru þrjár heilsustöðvar, Baðhúsið, Sporthúsið og Þrekhúsið, í sömu keðju. Velta Baðhússins hefur fjörutíufaldast frá stofnárinu. Sævar Pétursson, bróðir Lindu, hefur tekið við stjórnartaum- um í fyrirtækinu en Linda vinnur að auglýsinga- og markaðsmálum frá Vancouver í Kanada þar sem hún býr. „Mér finnst stórkostlegt hvern- ig Baðhúsið hefur blómstrað ásamt konunum sem það sækja. Þetta fyrirtæki er barnið mitt og lífið leikur svo sannarlega við mig,“ segir Linda sem stödd er á íslandi þessa dagana vegna afmælisins. Auk þess að sinna markaðsmál- um Baðhússins þá er Linda í fullu starfi fyrir Miss World-keppnina sem er með höfuðstöðvar í London. Þar starfar hún við hlið vinkonu sinnar, Juliu Morley, aðaleiganda Miss World. „í dag stýri ég þróunarsviði Miss World og er að þróa vöru undir merki fyrirtækisins. Stærsta málið er að þróa eigin snyrtivörulínu Miss World. Við erum einnig að undirbúa innrás Miss World í Amerfku og ætl- um að finna keppninni fótfestu þar. Framleiðendur American Idol starfa með okkur að þessu verkefni," segir hún. Unda Pétursdóttir Fagnar 10 ára afmæli Baðhússins i dag. innrás Miss World í Ba Öryrkjabandalag íslands boðartil málþings á Hótel Sögu, Súlnasal, laugardaginn 24. apríl kl. 10 -12. Umræðuefni er staða sjúklinga á íslandi í samskiptum við heilbrigðisyfirvöld vegna ráðgerðra verðhækkana á lyfjum til notenda 1. maí. Málshefjendur á þinginu verða: Emil Thoroddsen, framkvæmdastjóri Gigtarfélags íslands, Eggert Skúlason frá Landssamtökum hjartasjúklinga, Ingunn Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfjafræðingafélagsins, Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, Pétur Hauksson geðlæknir, Einar Magnússon yfirlyfjafræðingur Heilbigðisráðuneytisins og Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir. Fundarmönnum gefst kostur á að koma fyrirspurnum til frummælenda. Fundarstjóri: Hulda Gunnarsdóttirfréttamaður. ÖBÍ Öryrkjabandalag íslands samanstendur af eftirtöldum félögum: ADHD samtökin; Alnæmissamtökin á íslandi; Blindrafélagið; Blindravinafélag íslands; Daufblindrafélag íslands; FAAS - Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga; Félag heyrnarlausra; Félag lesblindra; Félag nýrnasjúkra; Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra; Geðhjálp; Geðverndarfélag íslands; Gigtarfélag Islands; Heyrnahjálp; LAUF-Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; Málbjörg; MG-félag (slands; MND-félag íslands; MS-félag íslands; Parkinsonsamtökin á íslandi; Samtök psoriasis og exemsjúklinga; Samtök sykursjúkra; SEM - Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra; SÍBS -Astma- og ofnæmisfélagið, - Samtök lungnasjúklinga, -Landsamtök hjartasjúklinga; Sjálfsbjörg; Styrktarfélaglamaðra ogfatlaðra; Styrktarfélagvangefinna;Tourette samtökin; Umsjónarfélageinhverfra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.