Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Blaðsíða 12
12 LAUGARDACUR 24. APRlL 2004 Fréttir DV Móðgun á Hvanneyri Skólafélag Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri hef- ur óskað eftir fundi með land- búnaðamefnd Al- þingis til að ræða um frumvarp til laga um búnaðarfræðslu, sem fjallar m.a. um stofnun Landbúnaðarháskóla í stað Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins. Nemendur em mjög ósáttir við að ekki skuli vera rætt við þá um fyrirhugaðar breytingar. Einkum er óánægja með að samkvæmt frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir fulltrúa frá nemendum í háskólaráði Landbúnaðar- háskólans. Kennara- prikið á rík- isstjórnina Félag grannskóla- kennara mótmælir harð- lega öllum áformum um að innheimta skólagjöld við Háskóla íslands og öðram ríkisreknum há- skólum. Segir félagið að slíkar áætlanir grafi und- an einni meginstoð ís- lenska velferðarkerfisins sem er gjaldfrjáls al- menningsmenntun. Tölvuárás á trillukarla Erlendir tölvuþrjótar gerðu nýverið árás á vef- þjóninn sem sér um heimasíðu Lands- sambands smá- bátaeigenda. Frétt um árásina birtist á heimasíðu LS, en þar birtast vanalega fréttir um sjávarútveg. í fréttinni segir að fjöldi vírusforrita hafi verið sendur inn á svæðið þar sem lesendur geta ritað inn athugasemdir við fréttir. Tii að mynda sluppu inn nokk- ur vírusforrit aftan við frétt 13. apríl sem fjallar um fund Árborgar, félags smá- bátaeigenda á Suðurlandi, og ber titilinn: „Formaður Árborgar - maður hefur það á tilfmningunni að þarna sé komin ný tegund af þorski - jaðarþorskur!" Landsíminn „Það er alveg frábært að vera hérna. Fyrirþá sem geta veriö einir, “ segir Hafsteinn Eirlks- son, veðurathugunarmaður á Hveravöllum milli Langjökuls og Hofsjökuls. Hafsteinn hefur dvalistþarí fjögur ár ásamt eiginkonu sinni Kristínu Björnsdóttur, en þau eru Isfírð- ingar.„Ég myndi segja að það sé miklu verra veður I byggð heldur en hér. Miðað við veðr- ið fyrir vestan er þetta bllða," segir Hafsteinn sem kemur af fjöllum I lok júlí þegar veður- athugunarstöðin verðurgerð sjálfvirk. Starfsmenn félagsmálaráðuneytis greiddu sjálfir flug og gistingu vegna vinnu- og skemmtiferðar til Prag. Þeir fengu þó laun og skattfrjálsa dagpeninga þegar þeir voru í opinberum heimsóknum en engar greiðslur fyrir þá daga sem þeir voru að skemmta sér. Ráðuneytið segir þetta fjórðu slíku ferðina sem farin sé með blessun ríkisendurskoðunar. A dagpeningum í blandaöri íerö „Starfsmenn voru ekki í orlofi þann tíma sem laut að fundum og fræðslu en í orlofi á öðrum tíma íferðinni/' Sautján starfsmenn félagsmálaráðuneytisins greiddu sjálfir bæði flug og gistingu til Prag þar sem þeim var gert að mæta af hálfu ráðuneytisins í opinberar heimsóknir. í staðinn fengu starfsmennirnir laun og 30 þúsund krónur í dagpeninga. Ferðin var farin á vegum starfs- mannafélags félagsmálaráðuneytis- ins dagana 18. til 22. mars síðastlið- inn. í sameiginlegu svari ráðuneytis- ins og starfsmannafélagsins við fyrirspurn DV segir að ferðin hafi verið skipulögð sem fræðslu- og skemmtiferð. Ríkisendurskoðun með í ráðum í fræðsluhluta ferðarinnar var ráðuneytisfólkinu gert að mæta í tékkneska inn- anríkisráðu- neytið til að hlýða á umræð- ur um breyting- ar og umbætur á tékkneskri stjórnsýslu, með sérstakri áherslu á sveit- arstjórnarstig- ið. Einnig þurftu starfs- menn að mæta Hótel Adria Sautján á kynningu og starfsmenn félags- félagsþjónustu málaráöuneytisins og sveitarfélaga í tóifmakarþeirra Tékklandi í dvolduaþessu fjogurra , *. ~ , stjörnu hóteli við boðl Pra8borg- Wenceslas-torgið i hjarta Prag í siðasta „Kostnaðar- mánuði. þátttaka ráðu- neytisins í ferð- inni er liður í endurmenntun starfs- manna. Fordæmi eru fyrir þess hátt- ar fyrirkomulagi sem komið var á að framkvæði starfsmannafélagsins. Hafa áður.verið farnar 3 slíkar ferðir, að jafnaði með tveggja ára millibili. Var haft samráð við Rikisendurskoð- un um fyrirkomulag við kostnaðar- þátttöku ráðuneytisins," segir í svari ráðuneytismanna. í góðu atlæti í fjórum stjörn- um Starfsmennirnir sautján og tólf makar létu fara vel um sig í Prag. Dvalist var á Hótel Adria sem er dæmigert fjögurra stjörnu hótel með hárþurrku og mini-bar á her- bergjunum. Samkvæmt verðskrá Heimsferða kostaði flugið og næt- urnar fjórar tæpar 53 þúsund krónur á manninn miðað við tveggja manna herbergi. Eins og áður segir greiddu starfsmenn þá upphæð sjálfir. „Ráðuneytið greiddi starfsmönn- um sínum um það bil 30.000 krónur sem samsvarar dagpeningum fyrir þann hluta ferðarinnar sem sneri að fræðslu og fundum sem starfsmenn áttu í innanríkisráðuneyti Tékklands með ráðherra og embættismönnum og aðstoðarborgarstjóra og emb ættismönnum sveitarfélagsins Prag. Makar stóðu sjálfir straum af sínum kostnaði," segja ráðu- j neytið og starfsmannafélagið. Dagpeningarnir verða ekki skattlagðir framvísi starfs- fólki kvittun fyrir ferða kostnaðinum til skattayfir- valda. Sumir daganna or- lofsdagar „Starfsmenn voru ekki í orlofi þann tíma sem laut að fúndum og fræðslu en í orlofi á öðram tíma í ferðinni," segja ráðuneytismenn aðspurðir um hvort starfsfólkið hafi verið á sínun venjulegu launum í Prag „Sá tími sem telst til funda og fræðslu er 18. og 19. mars," segir ráðuneytið nánar spurt um þetta at- riði. Að sögn Hermanns Sæmunds- sonar ráðuneytisstjóra vora áður- greind skyldustörf ráðuneytis- manna, heimsóknirnar tvær innanríkisráðuneytið og í ráðhúsið í Prag, þó unnin sama daginn, föstudag- inn 19. mars. Þess má geta að ferðin hófst fimmtudaginn 18. mars og henni lauk mánudaginn 22. mars. Þannig hefur ráðuneyt- isfólkið aðeins misst úr einn frídag vegna farar sinnar til Prag. Samtals var kosmaður vegna dagpeninganna fyrir starfs- mennina 517 þúsund krónur. Eini annar kostnaðurinn sem félagsmálaráðu- neytið segist færa á þessa ferð er 29.480 króna risna vegna hádegis- verðarboðs Áma Magnússonar fé- lagsmálaráðherra með innanríkis- ráðherra Tékklands. Greinargerð um ferðina er í vinnslu hjá fé- lagsmálaráðu- neytmu. Ekki náðist í ráð- herrann sem lagði upp í ferðalag til Kanada síð- asta vetrar- dag. gar@dv.is Ámi Magnússon Fór fyrir sinu fólkí i félagssmálaráðuneytinu i blandaða vinnu- og skemmtiferö tUPrag. Ráduneyti Árna Magnús- sonar segir rikisendurskoðun hafa samþykkt þá tilhögun að storfs- menn greiddu sjálfir ferðakostnað en fengju laun og dogpeninga fyrir að mæta a tékkneskar stjórn- sýslukynningor. Jákvæð áhrif bankasamninga Stórframkvæmdir í miðbæ Hafnarfjarðar Uppsveifla á skuldabréfum Eftir fremur tilþrifalítil viðskipti á skuldabréfamarkaði í vikunni tók skuldabréfamarkaður heldur betur við sér á miðvikudag og lækkaði ávöxtim- arkrafa verðtryggðra ríkisskuldabréfa um 4 til 6 punkta. Töluverð viðskipti lágu að baki lækkun kröfunnar eða 8,2 milljarðar en langsamlega mest við- skipti vora með húsbréf eða 7,2 millj- arðar. Ástæða lækkunar kröfúnnar í dag má meðal ann- ars s.SSHf rekja til að íbúðalánasjóður tilkynnti um samningaviðræður við Deutsche Bank um mögulegt hlutverk bankans í tengslum við útgáfu og skuldabréfa- skipti vegna áædaðrar endurskipu- lagningar á skuldabréfaútgáfú íbúða- lánasjóðs. í „Hálf fimm fréttum" KB banka segir að tilkynningin staðfesti að hreyfing sé á endurskipulagningu sjóðsins. Einnig má geta þess að Barclays Bank birti nú nýverið grein- ingu á íslenska skuldabréfamarkaðn- um sem var mjög jákvæð og staðfestir aukinn áhuga erlendra fjárfesta á inn- lendum skuldabréfamarkaði. En innlendir raunvextir hafa lækkað mikið að undan- förnu og hafa aldrei verið lægri en nú. Þrátt fyrir það bú- ast þó flestir við að ávöxtunar- krafa verðtryggðra bréfa muni halda áfram að lækka.. Umhverfisslys í hjarta bæjarins „Ég myndi tvímælaust segja að hér sé um umhverfisslys að ræða," segir Jóhann Skagfjörð, kennari og varaformaður Ungra ffamsóknar- manna í Hafnarfirði. Miklar ffarn- kvæmdir standa yfir í miðbæ Hafn- arfjarðar. Reisa á stóra byggingu á hinu fræga Thorsplani sem er eini græni reiturinn í miðbænum. Hálft túnið hefur verið grafið upp og gagnrýnir Jóhann bæjaryfirvöld fyrir að hlusta ekki á rödd almennings sem vill halda túninu eins og það er. „Fyrir síðustu kosningar barðist Samfylkingin manna harðast fyrir því að koma á íbúalýðræði," segir Jóhann. „Nú eru þeir komnir í stjórn og þá virðist þetta ekki gilda um þá,“ bætir Jóhann við. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir um- Thorsplanið Hefurlöngum verið friðað og er eini græni reiturinn i miðbæ Hafnarfjarðar. ræðuna villandi. „Þessi mikli upp- gröftur á túninu er til kominn vegna bílakjallara sem á að vera undir byggingunni," segir Lúðvík. „Húsið sjálft mun hins vegar ekki ná svona langt inn á túnið svo hér er um ákveðinn misskilning að ræða." simon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.